Morgunblaðið - 08.01.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018
FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐA
Nutrilenk fyrir liðina
GOLD
NNA
Vertu laus við
LIÐVERKINA
Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi
„NUTRILENK GOLD GAF MÉR
LÍFSGLEÐINA Á NÝ“
Náttúrul
egt
fyrir liðin
a
„Ég hef stundað skíði í 60 ár, línuskauta, hjólreiðar, fjallgöngur og svo æfi ég í ræktinni daglega. Fyrir
nokkrum árum stóð ég frammi fyrir því að ökklarnir voru algjörlega ónýtir, aðallega vegna endalausrar
tognunar á skíðum. Ástandið var orðið þannig að ég gat varla gengið. Læknirinn minn sagði að annar
ökklinn væri svo illa farinn að það þyrfti að stífa hann. Þessar fréttir fundust mér vera endalokin fyrir mig
og mín áhugamál og ég lagðist í mikið þunglyndi. Mér var bent áNUTRILENKGOLD sem ég ákvað
að prófa og það gerði kraftaverk. Í dag fer ég á fjöll og geri nánast allt semmig langar til að gera algjörlega
verkjalaus. Ef ég hætti að taka Nutrilenkið minnir ökklinn fljótt á sig. Ég skora á alla þá sem eru að glíma við
svipuð vandamál að prófa þetta undraefniNUTRILENKGOLD sem gaf mér lífsgleðina á ný.“
Guðfinnur S. Halldórsson, sveitarforingi skíðasveitarskáta í Reykjavík og landskunnur bílasali.
● Davíð Lúther Sigurðsson, stofnandi Basic International ehf.,
hefur selt 51% hlut sinn í félaginu til Manhattan ehf.. Basic
International sem sér um íþróttaviðburðina The Color Run og
Gung Ho sem notið hafa töluverðra vinsælda hér á landi und-
anfarin ár. Fyrir átti Manhattan ehf. 49% hlut í Basic Int-
ernational, og á því félagið að fullu eftir kaupin.
Í tilkynningu frá Basic International segir að kaupverðið sé
trúnaðarmál en Ragnar Már Vilhjálmsson mun taka við af Dav-
íð Lúther sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Basic Int-
ernational stefnir að því að halda allt að tólf viðburði á þessu
ári á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð. ai@mbl.is
Selur Color Run og Gung Ho til Manhattan
Davíð Lúther
Sigurðsson
Travis Kalanick, stofnandi og fyrr-
verandi forstjóri skutlþjónustunnar
Uber, hefur selt tæplega þriðjung
hlutabréfa sinna í fyrirtækinu. Blo-
omberg hefur eftir heimildarmönn-
um að Kalanic, sem áður átti um það
bil 10% í Uber, muni græða 1,4 millj-
arða dala á sölunni. Kaupandinn er
hópur fjárfesta með SoftBank Group
í fararbroddi en með kaupunum er
Uber metið á 48 milljarða dala. Kal-
anick hafði boðist til að selja allt að
helming hlutabréfa sinna en fékk þó
ekki að selja svo mikið vegna tak-
markana í samkomulagi Uber og
kaupendahópsins. Kaupendurnir
munu eignast hluti í Uber fyrir allt
að 10 milljarða dala en hlutina kaupa
þeir af sumum elstu starfsmönnum
og fjárfestum fyrirtækisins. Meðal
þeirra sem nota tækifærið til að selja
er vogunarsjóðurinn Benchmark
sem, sem var með þeim fyrstu til að
fjárfesta í Uber, og hefur lengi verið
stærsti hluthafi fyrirtækisins.
Benchmarkg mun selja 15% af eign
sinni í Uber á 900 milljónir dala.
Þrátt fyrir að hafa selt allstóran
eignarhlut munu bæði Benchmark
og Kalanic áfram ráða yfir sínu sæt-
inu hvort í stjórn Uber.
Er Kalanick á förum?
Eins og fjölmiðlar greindu frá á
síðasta ári þurfti Kalanick að segja
af sér sem forstjóri Uber eftir að
margskonar hneykslismál skóku fyr-
irtækið. Sala Kalanicks og mikil-
vægra fjárfesta á hlutabréfum í
Uber þykir til marks um að þeir séu
reiðubúnir að losa um tökin á fyr-
irtækinu en Kalanick hefur, í krafti
hlutabréfaeignar sinnar verið lang-
samlega valdamestur hluthafa.
Samningurinn við SoftBank og
fjárfestahópinn felur m.a. í sér að
felldur verður niður sérstakur flokk-
ur hlutabréfa með aukinn atkvæðis-
rétt, sem hafa tryggt Kalanick þau
miklu ítök sem hann hefur haft í fyr-
irtækinu til þessa. New York Times
segir þetta þýða að nýi forstjórinn,
Dara Khosrowshahi, muni fá betra
svigrúm til að móta reksturinn eftir
eigin höfði.
Viðmælendur Los Angeles Times
og Fortune telja söluna til marks um
að Kalanick vilji snúa sér að öðrum
verkefnum og að með meira en millj-
arð dala úr að spila eigi hann hægt
um vik að setja nýjan sprota á lagg-
irnar.
Áður hafði Kalanick hreykt sér af
því að hafa aldrei selt nein af hluta-
bréfum sínum í fyrirtækinu sem
hann byggði upp. ai@mbl.is
Kalanick selur
stóran hlut í Uber
AFP
Bylting Sjálfakandi bílar Uber við prófanir í Pittsburgh. Fyrirtækið hefur sigrað heiminn en verið mjög umdeilt.
Losar mjög um tökin á fyrirtækinu sem hann stofnaði
Nýjustu tölur um launaskiptingu
stærstu fyrirtækja Bretlands benda
til þess að en halli verulega á konur á
vinnumarkaði þar í landi. Tölurnar
sýna m.a. að hjá flugfélaginu EasyJ-
et fá konur að jafnaði 52% lægri laun
en karlar, en hjá veðmálafyrirtæk-
inu Ladbrokes var munurinn 15%
körlum í hag og 33% hjá lánastofn-
uninni Virgin Money, að sögn BBC.
Þessar tölur leiðrétta ekki fyrir
breytur á borð við vinnutíma, stöðu,
skyldur og starfsaldur og segja fyr-
irtækin þrjú sem nefnd voru hér að
ofan að þau greiði konum og körlum
jafnhá laun fyrir sambærileg störf.
Munurinn á launum kynjanna hjá
EasyJet skýrist þannig m.a. af því að
6% af flugmönnum félagsins eru
konur á meðan þær eru 69% flug-
þjóna, og fá flugmennirnir nærri
fjórfalt hærri laun. EasyJet segist
stefna að því að árið 2020 verði
a.m.k. einn af hverjum fimm nýjum
flugmönnum hjá félaginu kvenkyns.
Samkvæmt breskum lögum ber
fyrirtækjum og stofnunum með 250
starfsmenn eða fleiri skylda til að
upplýsa opinberlega hvernig laun
hjá þeim skiptast eftir kynjum. Nú
þegar hafa 527 fyrirtæki skilað inn
tölum fyrir síðasta ár og er munur-
inn ekki alltaf konum í óhag. Þannig
fá konur hjá dýnuverslanakeðjunni
Sweet Dreams að jafnaði 46,4%
hærri laun en karlarnir sem þar
starfa, og fyrirtækið Yellow Dot sem
rekur tólf leikskóla í Hampshire,
greiðir konum 35,4% hærri laun.
Yellow Dot segir hægt að skýra megi
muninn með því að fáir karlmenn
starfi hjá fyrirtækinu og þeir fáist
aðallega við uppeldisstörf sem krefj-
ast minni færni. ai@mbl.is
AFP
Skekkja Flugfélagið EasyJet var meðal þeirra fyrirtækja þar sem mun-
urinn mældist mestur vegna fárra kven-flugmanna og karl-flugþjóna.
Verulegur munur
á launum karla og
kvenna í Bretlandi
Mun fleiri konur en karlar í láglauna-
stöðum hjá flugfélaginu EasyJet
● Í desember nam gjaldeyrisforði Kína
3.140 milljörðum dala og óx um 20,7
milljarða á milli mánaða. Að sögn Blo-
omberg var desember ellefti mánuður-
inn í röð sem forðinn hefur farið vax-
andi, en áður hafði hann minnkað um
nærri fjórðung á tímabilinu frá miðju
sumri 2014 fram til ársloka 2016.
Vöxtur gjaldeyrisforðans þykir til
marks um að strangari gjaldeyrishöft
kínverskra stjórnvalda séu að bera ár-
angur, samhliða því að kínverska yuanið
hefur hækkað gagnvart öðrum gjald-
miðlum og hagvöxtur haldist sterkur. Á
öllu síðasta ári stækkaði gjaldeyrisforð-
inn samanlagt um 129 milljarða dala, en
gjaldeyrisforði Kína er sá stærsti í
heimi.
Gjaldeyriseftirlit Kína spáir því að
gjaldeyrisforðinn muni haldast stöð-
ugur og að jafnvægi verði á inn- og út-
streymi fjármagns. ai@mbl.is
Gjaldeyrisforði Kína eykst ellefta mánuðinn í röð
AFP
Afköst Kona í verksmiðju í borginni Ganyu. Vaxandi gjaldeyrisforði þykir góðs viti.