Morgunblaðið - 08.01.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.2018, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018 Skólaskáld eru fleiri en maður kannski heldur. Sjálfum finnstmér gaman að skrifa sögur og yrkja ljóð, hvort sem þau erumódernísk og rómantísk. Já, sjálfsagt má samkvæmt því segja að ég sé gömul sál,“ segir Jón Hallmar Stefánsson sem er tvítugur í dag. Hann er nemandi við Menntaskólann á Akureyri hvaðan hann brautskráist í sumar. „Ég er alveg óráðinn um hvað ég tek mér fyrir hendur eftir stúdentspróf og tek mér sennilega frí frá skóla næsta vetur. En auðvitað held ég áfram; sálfræði er eitt af því sem kemur til greina og svo blaðamennska. Sérstaklega heillar mig að verða frétta- ritari sem fer um erlendis og segir tíðindi af vettvangi mikilla at- burða.“ Foreldrar Jóns Hallmars eru Stefán Þór Hallgrímsson lög- reglumaður á Húsavík og Heiðrún Emelía Jónsdóttir lögmaður í Garðabæ. „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fór því í menntaskóla fyrir norðan. Í vetur leigi ég íbúð með félaga mínum og að reka lítið heimili og standa á eigin fótum er heilmikill lærdómur. Ég er til dæmis orð- inn ljómandi góður í því að elda kjúkling,“ segir Jón Hallmar sem núna er í jólafríi fyrir sunnan. Er þó á norðurleið en kennsla í MA eft- ir jólafrí hefst 16. janúar. Í fríinu hefur afmælisbarnið unnið í máln- ingavöruverslun í Reykjavík, en eins og íslenskra ungmenna er háttur hefur hann prófað margt og meðal annars unnið á golfvelli og á bíla- leigu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Menntaskólanemi Langaði að prófa eitthvað nýtt, segir Jón Hallmar. Skólaskáldið sem eldar kjúklinginn Jón Hallmar Stefánsson er tvítugur í dag Þ uríður fæddist í Reykja- vík 8.1. 1948 og ólst þar upp. Hún lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1973, stundaði fram- haldsnám í hand- og lyflækninga- hjúkrun 1983 og lauk diplómaprófi frá Norræna heilbrigðisháskólanum 1992. Hún var í varastjórn og stjórn HFÍ 1973-78, kjararáði HFÍ og fræðslunefnd BSRB 1976-79. Þuríður var hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Borgarspítalanum 1973-80, hjúkrunarfræðingur við Heilsuverndarstöðina í Reykjavík og Heilsugæslustöðina Asparfelli 1980-82 og við Sjúkrahúsið á Egils- stöðum 1983-85. Hún var hjúkr- unarforstjóri Heilsugæslustöðv- arinnar á Egilsstöðum 1985-88, hjúkrunarfræðingur þar 1988-90, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Íslands 1990-96 og hjúkrunarfræð- ingur við Heilsugæslustöðina á Eg- ilsstöðum og Heilbrigðisstofnun Austurlands 1994-99. Þuríður sat í bæjarstjórn Egils- staða 1990-98, var forseti bæjar- stjórnar 1994-98, var varaþingmað- ur fyrir Alþýðubandalagið 1992-98, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Austurlandi 1999- 2003, og þingismaður NA-kjör- dæmis fyrir VG 2003-2013, var þing- flokksformaður VG 2011, sat í heil- brigðis- og trygginganefnd, landbúnaðarnefnd, heilbrigðisnefnd og var formaður hennar 2009-2011, sat í félags- og tryggingamálanefnd, menntamálanefnd, fjárlaganefnd, umhverfisnefnd, þingskapanefnd, allsherjar- og menntamálanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, vel- ferðarnefnd, utanríkismálanefnd, sat í Íslandsdeild Alþjóðaþing- mannasambandsins og var formaður hennar 2009-2013, sat í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins og var formað- ur hennar 2011-2013. Þuríður var formaður Krabba- meinsfélags Héraðssvæðis 1986- 2000, sat í Ferðamálaráði 1989-93, Þuríður Backman, hjúkrunarfræðingur og fyrrv. alþm. – 70 ára Fjölskyldan Þuríður með eiginmanni, dóttur, sonum, tengadóttur og barna- barni í Berlín á því herrans ári 2003. Ræktar garðinn sinn eins og Birtingur Brosmild og sæl Þuríður og Björn í sínum glæsilegu þjóðbúningum. Þorlákshöfn Arney Eva fædd- ist 24. janúar 2017 kl. 19.03. Hún vó 4.135 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna Ragnarsdóttir og Haukur Atli Hallgrímsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.