Morgunblaðið - 08.01.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.01.2018, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 8. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Rúta fór á hliðina á Mosfellsheiði 2. Ólykt og veikindi um borð 3. Í jólaboði skömmu fyrir hvarfið 4. Lá öskrandi á akbraut »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fyrsta Kúnstpása ársins fer fram á morgun kl. 12.15 í Norðurljósum í Hörpu. Þá koma fram Kristján Jó- hannesson barítónsöngvari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari og flytja ballöðuna Kafarinn (Der Tauc- her) eftir Schubert við ljóð Schillers. Verkið samanstendur af 27 erindum og fjallar um ógnarafl sjávarins gegn ungum og hugprúðum riddara. Tón- leikarnir verða um 30 mínútur að lengd og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kristján býr í Vínarborg þar sem hann hefur verið við nám og störf. Bjarni Frímann er nýráðinn tónlistar- stjóri Íslensku óperunnar og stjórn- aði síðast uppfærslu ÍÓ á Toscu. Kafarinn eftir Schu- bert í Kúnstpásu  Jón Ólafsson og söngkonan Jó- hanna Vigdís Arnardóttir, jafnan köll- uð Hansa, munu leika saman og syngja og spjalla milli laga í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn kl. 20.30. Viðburðurinn er hluti af röð Jóns, Af fingrum fram, sem hóf göngu sína í formi sjónvarpsþátta á RÚV en færðist svo yfir á svið Salarins þar sem hún hefur verið í rúm níu ár. Jóhanna Vig- dís vakti athygli fyrir sönghæfileika sína í uppfærslu Balt- asar Kormáks á Hárinu árið 1994 í Íslensku óperunni og hélt í kjölfarið í leiklist- arnám og er nú orðin helsta söng- leikjastjarna Borg- arleikhússins, eins og segir á vef Salarins. Af fingrum fram með Jóhönnu og Jóni Á þriðjudag Suðaustanhvassviðri eða stormur aðfaranótt þriðju- dags, en lægir nokkuð með morgninum. Talsverð rigning, en úr- komulítið norðan heiða. Hiti 1 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 8-13 síðdegis og sums staðar skúrir eða él, en gengur í suðaustanhvassviðri eða storm í kvöld með talsverðri rigningu, fyrst sunnanlands. Hiti um frostmark. VEÐUR „Íslenska liðið gæti fengið að kenna á eigin bragði ef leikmenn verða ekki fljótari að stilla upp í vörnina. Hluti vandans er vitaskuld sá að nokkrir leikmanna liðsins eru ekki framúrskarandi varnarmenn,“ skrifar Krist- ján Jónsson eftir annað stórt tap Íslands gegn Þýskalandi fyrir Evrópu- mótið í handbolta. Ísland mætir Svíþjóð í fyrsta leik á EM á föstudag. » 2 Á EM með tvö stór töp í farteskinu Línur tóku aðeins að skýrast í hinni annars jöfnu Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöld. Fjögur efstu liðin fögnuðu sigri hvert um sig, og eru Haukar, KR og ÍR því áfram efst og jöfn að stigum eftir 13 leiki. Þór Akureyri, sem er í fallsæti, setti tals- verða pressu á liðin fyrir ofan sig, Þór Þ. og Val, með óvæntum sigri í spennuleik í Keflavík. »4 Þórsarar unnu í Keflavík og toppliðin fögnuðu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Svavar Garðarsson úr Búðardal í Dalabyggð var nýlega valinn Vest- lendingur ársins 2017 af héraðs- fréttablaðinu Skessuhorni. Hlaut Svavar langflestar tilnefningar í kosningu íbúa á Vesturlandi. Skessuhorn hefur nú staðið fyrir valinu á Vestlendingi ársins í tutt- ugu skipti eða alveg síðan blaðið kom fyrst út. Í umsögnum þeirra sem greiddu Svavari atkvæði sitt er tekið fram að hann hafi lagt fram hundruð klukkustunda í sjálfboða- starfi við að fegra og bæta um- hverfið á heimaslóðum og svo beitti Svavar sér fyrir því að selkópar úr Húsdýragarðinum yrðu fluttir í laug í Búðardal. Að sögn Svavars hófust samskipti hans við Hús- dýragarðinn síðasta sumar, en garðurinn varð að láta kópana af hendi vegna plássleysis. „Ég var bara búinn að senda þeim bréf snemma í sumar og óska eftir þeim. Þeir þurftu að losa sig við kópana eins og þeir hafa gert á hverju ári vegna plássleysis og vildi ég taka við þeim og fóstra þá hér,“ segir Svavar í samtali við Morgun- blaðið. Óskar eftir undanþágu Kópunum hefði verið lógað hefði Svavar ekki tekið við þeim en hann hefur unnið að því að fá undanþágu frá ráðherra til þess að sleppa þeim lausum en lög um velferð dýra bannar slíkt. „Þau [Húsdýragarð- urinn] voru búin að reyna að fara þessa leið en fengu lítil svör. Það hafa venjulega fæðst tveir kópar á hverju sumri í Húsdýragarðinum,“ segir Svavar sem vonar að nýr ráð- herra taki málið til greina. „Ég er búinn að skrifa að minnsta kosti tvisvar til ráðuneytisins en síðan þá hafa orðið ráðherraskipti og þetta er sjálfsagt í einhverju ferli, en ég ætla nú að taka þetta upp aftur og skrifa bréf til Kristjáns Þórs Júl- íussonar, því hann hefur ekki komið að þessu áður.“ Kóparnir fá mat tvisvar til fjórum sinnum á dag og segir Svavar að þeir njóti sín vel í Búðardal. „Þeir eru endalaust á sundi eða skutla sér upp á bakk- ann. Um leið og þeir fara upp á bakkann myndast svell og þeir leika sér gjarnan að því að renna sér á því.“ Hann segir einnig að margir sem leggja leið sína vestur komi við og skoði kópana. Hann vonast til þess að geta sleppt þeim lausum sem fyrst og segir það furðulegt ef eigi að lóga þeim þegar selastofninn hefur hrunið síðustu ár. Vestlendingur ársins elur seli  Skessuhorn velur Vestlending ársins í 20. sinn Ljósmynd/Steinunn Matthíasdóttir Í góðu yfirlæti Svavar segir kópana tvo njóta sín í Búðardal. Þeir fá mat tvisvar til fjórum sinnum á dag. Í lögum um velferð dýra frá 2013, nr. 55/2013, sem leystu af hólmi dýra- verndarlögin, er að finna ákvæði sem segir að óheimilt sé að sleppa dýr- um sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna í þeim tilgangi að þau verði þar til frambúðar. Eina undantekningin á þessu eru seiði og fiskar. Svavar hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að hægt sé að fá undanþágu fyrir kópana tvo. Hann segir að nauðsynlegt sé að gera grein- armun á dýrum í þessu samhengi. „Það er enginn greinarmunur gerður á kanínum sem sleppt er úr heimahúsi, fjölga sér hratt og valda skemmdum í kirkjugörðum og tveim- ur saklausum selkópum frá einum húsdýragarði,“ segir Svavar. Óheimilt að sleppa dýrum LÖG UM VELFERÐ DÝRA NR. 55/2013 Haukakonur fögnuðu góðum sigri á Stjörnunni, 82:76, þegar keppni í Dominos-deildinni í körfubolta hófst að nýju um helgina eftir jólafrí. Hauk- ar léku þó án Helenu Sverrisdóttur sem var lánuð til sló- vakíska liðsins Good Angels Kosice. Valur styrkti stöðu sína á toppnum. »6 Unnu góðan sigur á Stjörnunni án Helenu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.