Morgunblaðið - 09.01.2018, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 9. J A N Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 7. tölublað 106. árgangur
FYRSTI GEISLA-
DISKURINN UNDIR
EIGIN NAFNI
FUGLARNIR
SÓLGNIR
Í EPLIN
LÁTLAUS OG LIPUR
TEXTI OG LISTA-
GÓÐ ÞÝÐING
FUGLAVINUR 12 DÓRA BRUDER 31ÓLAFUR JÓNSSON 30
Morgunblaðið/ÞÖK
Garðabær Mikil uppbygging er framundan
í grennd við Vífilsstaði. Þar rísa ný hverfi.
Stefnt er að því að ljúka deili-
skipulagi í Vetrarmýri í Garðabæ á
næstu mánuðum og hefja þar fram-
kvæmdir við fjölnota íþróttahús
með yfirbyggðum knattspyrnuvelli
í ár. Nýlega lauk framkvæmda-
samkeppni um rammaskipulag í
Vetrarmýri, Hnoðraholti og við Víf-
ilsstaði og er ráðgert að þar verði
um 1.500 íbúðir.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í
Garðabæ, segir að jafnframt verði
Hnoðraholtið deiliskipulagt sem
íbúðabyggð, en vestasti hluti þess
byggðist fyrir 30 árum. „Við viljum
geta byrjað að úthluta lóðum í
Hnoðraholti og hefja framkvæmdir
þar sem fyrst,“ segir Gunnar. »14
Vilja byrja sem
fyrst að byggja
í Hnoðraholti
Milljarða verkefni
» Miðað við að fermetrinn
kosti 400 þúsund mun rand-
byggðin kosta 6 milljarða.
» Við það bætist kostnaður
við stækkun nýs meðferðar-
kjarna til vesturs í átt að BSÍ.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Áformað er að bæta þremur stórhýs-
um við fyrirhugað svæði nýs Land-
spítala. Húsin þrjú verða við Hring-
braut, alls 15 þúsund fermetrar. Þau
eru skilgreind sem randbyggð. Þá
hefur verið teiknuð viðbygging við
fyrirhugaðan meðferðarkjarna.
Samkvæmt kynningargögnum á
vef nýs Landspítala er gert ráð fyrir
vörumóttöku vestan við meðferðar-
kjarnann. Á lóðinni sé mögulegt að
stækka meðferðarkjarnann.
Samkvæmt teikningu ASK arki-
tekta, sem birt er í Morgunblaðinu í
dag, hafa verið gerð drög að bygg-
ingu á umræddri lóð. Hún verður á
móti áformaðri samgöngumiðstöð.
Eiríkur Hilmarsson, fram-
kvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla
Íslands ehf., segir áformað að ljúka
byggingu randbyggðarinnar 2025.
Vegna nálægðar við Hringbraut
sé líklegt að stúdentaíbúðir í rand-
byggðinni snúi til norðurs í átt frá
götunni. Til skoðunar sé að hægja á
umferð á Hringbraut, m.a. vegna
nýrrar byggðar á spítalasvæðinu.
Borgarlína muni fara um svæðið.
Nýtt spítalasvæði stækkar
15.000 fermetra byggð fyrirhuguð við nýjan meðferðarkjarna Landspítalans
Nýtt stórhýsi teiknað við kjarnann Í skoðun að hægja á umferð Hringbrautar
MStyrki starfsemi »10
Morgunblaðið/Ásdís
Heilsa Mikil eftirspurn er eftir
bæklunarskurðaðgerð.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
4.169 einstaklingar bíða nú eftir að
komast í aðgerð á Landspítalanum
(LSH). Það eru 24% færri en biðu á
sama tíma í fyrra. 1.782 þeirra hafa
beðið lengur en í þrjá mánuði og eru
48% færri en í janúar 2016.
Flestir bíða eftir bæklunarskurð-
aðgerð eða 852, 477 þeirra hafa beðið
lengur en í þrjá mánuði. Þá bíða 780
eftir augnskurðaðgerð og eru það
57% færri en fyrir ári. Þar hefur
náðst mestur árangur í að vinna nið-
ur biðlista en 168 á listanum hafa
beðið í þrjá mánuði eða lengur eftir
augnskurðaðgerð, en voru 1.274 í
janúar 2016.
Þá leituðu 309 Íslendingar sér
læknismeðferðar erlendis árið 2017
og fengu kostnaðinn niðurgreiddan
af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ).
253 fengu læknisþjónustu á grund-
velli reglugerðar um heilbrigðisþjón-
ustu yfir landamæri og 56 einstak-
lingar leituðu sér læknisþjónustu
erlendis vegna biðtímaákvæðis,
flestir þeirra fóru í liðskipti. Þær að-
gerðir eru greiddar að fullu af SÍ ef
beðið hefur verið lengur en í 90 daga
eftir aðgerð hér heima. »4
309 fóru til læknis erlendis
56 nýttu biðtímaákvæðið í fyrra Biðlistar styttast á LSH
Töluvert frost hefur mælst á landinu að undan-
förnu en spáin er betri fyrir næstu daga og
reyndar er hitasveiflan töluverð miðað við mesta
brunagaddinn. Samt má ætla að víða verði kalt
inn til landsins, þegar þorrinn gengur í garð í
næstu viku. Fossarnir innst hjá Morsárjökli, sem
er skriðjökull Vatnajökuls, verða væntanlega
enn um stund í klakaböndum, en einn fossanna
er um 227 m á hæð og hæsti foss landsins. » 6
Morsárfossar í klakaböndum
Morgunblaðið/RAX
„Við erum
nokkuð bjartsýn
og vonum að það
náist að ljúka
þessu í tæka tíð
fyrir kosning-
arnar í vor,“ seg-
ir Andrés Ingi
Jónsson, þing-
maður VG. Hann
er fyrsti flutn-
ingsmaður frum-
varps 15 þingmanna úr öllum flokk-
um um lækkun kosningaaldurs til
sveitarstjórna úr 18 í 16 ár. Verði
það að lögum munu tæp níu þúsund
16 og 17 ára ungmenni fá að kjósa í
sveitarstjórnarkosningunum 26.
maí . omfr@mbl.is »4
16 og 17 ára gætu
fengið að kjósa í vor
Andrés Ingi
Jónsson
Einungis nokkrar dómsniðurstöður
í 97 vændiskaupamálum, á árunum
2009-1016, hafa verið birtar opin-
berlega. Þetta kemur fram í ný-
legri meistaraprófsritgerð Rakelar
Þorsteinsdóttur í lögfræði við Há-
skóla Íslands. Rakel skoðar þar
umfang og framkvæmd 1. mgr.
206. gr. alm. hgl. sem lýsir þeirri
háttsemi að kaupa vændi sem
refsiverðri.
Rakel segir í samtali við Morg-
unblaðið að eitt af markmiðunum
hafi verið að skoða hvort ákvæðið
væri til þess fallið að draga úr
vændi. Lokuð þinghöld, sem ein-
kenna vændiskaupamálin, voru
gerð að umfjöllunarefni. „Ég stóð í
stappi við stjórnsýsluna og að end-
ingu fékk ég að koma í héraðsdóm
og skoða þessa dóma,“ segir Rakel.
Þá hafa rannsóknir í Svíþjóð
sýnt fram á að refsingin í vænd-
iskaupamálum er aðallega fólgin í
því að þurfa að mæta fyrir rétt
fremur en að borga fésekt. Þá hef-
ur sakfellingum fyrir vændiskaup
fækkað til muna á síðustu árum
hér, en á árunum 2013 og 2014
voru sakfellingar samtals 78 en
einungis tvær árið 2015 og engin
árið 2016. »4
Vændismálum lokið
fyrir luktum dyrum