Morgunblaðið - 09.01.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 09.01.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Greiða milljarð á mánuði  Mikil hækkun á veiðigjaldi frá síðasta fiskveiðiári  Gjaldið var þá 4,6 milljarðar Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrstu þrjá mánuði fiskveiðiársins hafa inn- heimt veiðigjöld verið á bilinu frá 936 millj- ónum og upp í 1.057 milljónir króna. Meðaltal í hverjum mánuði er nálægt einum milljarði króna og verði það þannig út árið nálgast veiði- gjöldin tólf milljarða á fiskveiðiárinu 2017/18, en hafa ber í huga að mismikill afli berst á land eftir árstímum. Fiskistofa hefur birt upplýsingar um stöðu álagningar veiðigjalds eftir greiðendum fyrir fyrsta fjórðung yfirstandandi fiskveiðiárs. Heildarálagningin á því tímabili nemur tæpum þremur milljörðum króna. Alls námu nettóveiðigjöld á fiskveiðiárinu 2016/17 um 4,6 milljörðum króna. Það var síð- asta árið sem veittur var tímabundinn afsláttur af veiðigjaldi og nam hann um 927 milljónum króna. Veiðigjald vegna fiskveiðiársins 2015/16 nam alls 6,9 milljörðum. Veiðigjöld fiskveiðiárið 2014/15 voru 7,7 milljarðar, 9,2 milljarðar fisk- veiðiárið 2013/2014. Álögð veiðigjöld fiskveiði- árið 2012/2013 námu alls 12,8 milljörðum. Gjaldtaka langt fram úr hófi Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sagði í samtali við Morgunblaðið í ársbyrjun að veiði- gjöld væru allt of há. „Þetta verður hátekju- skattur á sterum þetta árið og gjaldtakan er komin langt fram úr hófi. Hún verður beinlínis skaðleg sjávarútvegi og þar með samfélaginu öllu,“ sagði Heiðrún Lind. Morgunblaðið og Creditinfo hafa gert með sér samstarfssamning í tengslum við viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki. Í honum felst meðal annars ítarleg umfjöllun í miðlum Árvakurs um niðurstöður greiningar Creditinfo á framúrskar- andi fyrirtækjum á Íslandi, umfjöll- un um valin fyrirtæki og aðrar fróð- legar upplýsingar um íslenskt atvinnulíf og stjórnendur. Brynja Baldursdóttir, fram- kvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, segir að verðlaunin hafa fest sig í sessi í íslensku atvinnulífi en Credit- info hefur veitt viðurkenninguna um 8 ára skeið. „Undanfarin fjögur ár höfum við átt í góðu samstarfi við Viðskiptablaðið vegna útgáfu sér- blaðs þar sem listi Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki er birtur. Það verður spennandi að sjá nýjar áherslur Morgunblaðsins í umfjöllun þess um fyrirtækin á listanum og þann góða árangur sem einkennir framúrskarandi fyrirtæki um allt land,“ segir Brynja. „Gögn Creditinfo veita áhuga- verða og fjölbreytta mynd af rekstri fyrirtækja hér á landi sem við teljum að muni vekja áhuga hjá lesendum,“ segir Sigurður Nordal, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. Auk þess sem sérblaði um Fram- úrskarandi fyrirtæki verður dreift- með Morgunblaðinu um land allt, þá verður sjónvarpað frá sérstökum viðburði í Hörpu á mbl.is miðviku- daginn 24. janúar. Þar mun fjár- málaráðherra m.a. afhenda verðlaun fyrir nýsköpun og samfélagsábyrgð. tobj@mbl.is Framúrskarandi fyrir- tæki í Morgunblaðinu  Viðurkenningin hefur verið veitt síðastliðin átta ár Morgunblaðið/RAX Samstarf Samningur handsalaður. Á nýliðnu ári urðu hvorki banaslys á meðal íslenskra sjómanna né í flugi. Þetta er annað árið frá upp- hafi talninga sem enginn lætur lífið í báðum samgöngugreinum á sama árinu hérlendis. Síðast gerðist það árið 2008. „Þessi góði árangur er tilkominn vegna margra þátta. Meðal annars má nefna betri tækni, öruggari farartæki, skýrara reglu- verk og eftirlit, aukna menntun og þjálfun og vaxandi vitund um ör- yggi í samgöngum,“ segir Þórhild- ur Elín Elínardóttir, samskipta- stjóri Samgöngustofu. Engin banaslys í lofti eða á sjó í fyrra Þegar jólahátíðinni lýkur á þrettándanum er næsta verkefni að taka niður jólaskrautið og losa sig við jólatrén. Við Sorpu í Ánanaust- um í Reykjavík hefur myndast stórt og mik- ið jólatrjáafjall. Á árum áður sáu borgarstarfsmenn um að hirða jólatré borgarbúa en nú þurfa borgar- búar sjálfir að koma jólatrjám sem þjónað hafa tilgangi sínum í endurvinnslustöðvar. Bílaraðir hafa myndast þegar borgarbúar skila jólatrjám sínum í endurvinnslu. Þeir sem búa svo vel að hafa arin eða kamínu geta brennt jólatré sín heima og þannig sloppið við ferð í Sorpu með tilheyrandi bílaröð. Jólatrén streyma í endurvinnslustöðvarnar Morgunblaðið/Hari Annað árið í röð býður Hugarfrelsi foreldrum barna og unglinga á ókeypis námskeið þar sem foreldrar fá verkfæri í hendurnar til góðra nota í uppeldinu. Til stóð að halda eitt námskeið 10. janúar en þegar í ljós kom að 200 foreldrar höfðu skráð sig á nám- skeiðið ákváðu eigendur Hugar- frelsis, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir, að bæta við öðru ókeypis námskeiði 16. jan- úar. Eigendur Hugarfrelsis segja að í hraða og áreiti samfélagsins eigi börn og unglingar erfitt með að vera besta útgáfan af sér. Þær hafi því farið af stað með foreldra- námskeið í þeim tilgangi að kenna foreldrum að styðja börn sín til þess að velja jákvæðni umfram nei- kvæðni. Efla hjá börnunum sjálfs- mynd og styrkleika. Kenna einfald- ar slökunar- og hugleiðsluæfingar til þess að auka vellíðan, einbeit- ingu, hugarró og draga úr kvíða barna. Foreldrarnir fái einnig kennslu í leiðum til þess að hjálpa börnum sínum að sofna. ge@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugarafl Slökun og hugleiðsla eru einfaldar aðferðir í uppeldi barna. 200 foreldr- ar efla sig í uppeldinu  Ný verkfæri fyrir foreldra  Vellíðan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.