Morgunblaðið - 09.01.2018, Side 6

Morgunblaðið - 09.01.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Ertu klár fyrir veturinn? Við hreinsum úlpur, dúnúlpur, kápur og frakka Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Tvö ár eru nú liðin frá því þáver- andi fjármála- og efnahags- ráðherra skipaði starfshóp um endurskoðun skattlagningar öku- tækja og eldsneytis. Stefnt var að því að starfshópurinn skilaði til- lögum að breytingum á núverandi kerfi og drögum að lagafrumvarpi sem leggja átti fram á Alþingi haustið 2016. Skemmst er frá því að segja að það hefur ekki staðist. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu er þess nú vænst að tillögur starfs- hópsins muni líta dagsins ljós á fyrri hluta ársins. Morgunblaðið spurðist fyrir um það hvað eigendur rafbíla greiði til vegamála fyrst þeir borga ekki kolefnisgjald, bensín- og olíugjald eins og þeir sem aka á bensín- og díselbílum, en þau gjöld eiga að renna til vegagerðar. Í svari ráðu- neytisins kemur fram að umrædd- ur starfshópur eigi meðal annars að setja fram tillögu að stefnu- mörkun um hlutdeild eigenda vist- vænna bifreiða í skatttekjum af ökutækjum. Segir í svarinu að eigendur raf- magnsbifreiða greiði bifreiðagjald, virðisaukaskatt af kaupverði raf- magnsbifreiða yfir 6 milljónir króna auk þess sem virðis- aukaskattur sé greiddur af kaup- verði rafmagns. „Endanlegar upplýsingar um fjárframlög til vegamála 2017 liggja ekki fyrir á þessari stundu en árið 2016 námu þau rúmum 25 milljörðum kr. Ekki hefur verið lagt mat á hve stór hluti framlag- anna á rót sína að rekja til skatt- tekna af eigendum rafmagns- bifreiða,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Rafbílum mun áfram fjölga „Nýskráningar rafmagnsbifreiða og tengiltvinnbifreiða hafa aukist umtalsvert síðustu ár og ýmislegt bendir til þess að sú þróun muni halda áfram. Eins og skattkerfi ökutækja og eldsneytis er upp- byggt eykst þungi skattlagningar eftir því sem bifreiðar eyða meira eldsneyti og losa því meira af koltvísýringi við notkun. Með fjölgun rafmagnsbifreiða, annarra hreinorkubifreiða og sparneytinna bifreiða, sem ganga a.m.k. að hluta til fyrir jarðefnaeldsneyti, dragast skatttekjur af ökutækjum og eldsneyti saman, a.m.k. ef tekið er mið af skatttekjum á hverja bifreið. Skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og sjónarmið um skilvirkni skattkerfisins og tekju- þörf ríkissjóðs, m.a. vegna út- gjalda til samgöngumála, kalla á að horft sé til framtíðar,“ segir þar ennfremur. Marka stefnu um skatt af rafbílum  Hillir undir tillögur frá starfshópi Morgunblaðið/Ófeigur Rafbílar Hleðslustöðvar spretta nú upp enda fjölgar rafbílum hratt. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er ekki hægt að svara því beint hvernig svona skip getur orðið vélar- vana. Það er nú þannig með allar vél- ar að þær geta bilað og það er bara það sem gerðist,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa. Flutningaskipið Hoffell varð vélar- vana skammt fyrir utan Reyðarfjörð á sunnudagskvöld þegar skipið var á leið til Rotterdam. Því var siglt til Eskifjarðar fyrir eigin vélarafli undir miðnætti það kvöld eftir að skipverj- um tókst að ræsa vélina að nýju. „Það drapst tímabundið á aðalvél- inni og síðan fór hún í gang aftur. Hún var keyrð á litlu álagi til hafnar, það var gert til öryggis áður en menn gátu bilanagreint. Það er verið að vinna í því núna,“ sagði Guðmundur í gær. Ljósavélar skipsins héldu meðan á þessu stóð og því fór ekki rafmagn af frystigámum. Atvikin tvö eru óskyld Hann segir að vissulega sé það áhyggjuefni að skip á borð við Hoffell verði vélarvana, eins og alltaf í slíkum tilvikum. Rifjað hefur verið upp í fjöl- miðlum að Hoffell varð einnig vélar- vana fyrir tveimur árum. Þá var skip- ið suðvestur af Færeyjum og þurfti aðstoð frá varðskipinu Þór. Í ljós kom að sprunga hafði komið í þilfar skips- ins í óveðri og sjór komst í eldsneyti. „Þessi atvik eru að öllu leyti óskyld,“ segir Guðmundur Þór. „Skipið er í reglulegu viðhaldspró- grammi eins og öll skip og flugvélar. Það er búið að fara í yfirhalningu síð- an atburðurinn átti sér stað árið 2016.“ Viðgerð stóð yfir á skipinu í gær og vonast var eftir því að það gæti lagt úr höfn frá Eskifirði. Það var bilun í ventli vélar skipsins sem varð þess valdandi að skipið varð vélarvana. Varahlutir voru um borð „Það þurfti ekki að kalla eftir vara- hlutum, það voru til varahlutir um borð. Það er stöðugt viðhald á þessum skipum. Þess vegna erum við nú með menn á vöktum að passa vélina allan sólarhringinn,“ segir Guðmundur Þór. Mikill viðbúnaður var fyrir austan þegar Hoffell varð vélarvana. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug til Hafn- ar í Hornafirði og þar var áhöfn þyrl- unnar nokkurn tíma í viðbragðsstöðu. Hafdís, björgunarskip Slysavarna- félagsins Landsbjargar á Fáskrúðs- firði, og dráttarbáturinn Vöttur fylgdu Hoffelli síðasta spölinn til hafnar. Ventill bilaði í vél og stöðvaði för Hoffells Morgunblaðið/Eggert Hoffell Flutningaskipið varð einnig vélarvana fyrir tveimur árum og er hér í togi hjá varðskipinu Þór 2016.  Skipið varð vélarvana í annað sinn á tveimur árum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við höfum kvatt veðurlagið sem verið hefur síðustu vikurnar og ein- kenndist af hreinviðri og frosti. Þetta eru afgerandi veðrabrigði, en ekkert óvenjuleg,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Alveg síðan í nóvember og fram að áramótum var kuldatíð á landinu og oft brunagaddur, en þó heið- skírt. Í gærmorgun var hiti yfir frostmarki á veðurathugunar- stöðvum á landinu, gjarnan á bilinu 1 til 4 stig. Í dag og á morgun má svo búast við 3 til 6 stiga hita víðast hvar. Núna snúa háloftavindarnir þannig að lægðir með mildu lofti sækja hér að, hver á fætur annarri. „Í heild verður frekar milt og suð- og suðaustlægar átti ríkjandi næstu vikuna. Suma daga inn á milli mun þó létta til og þá gæti myndast ísing og hálka á vegum,“ segir Einar. Í þessari úrkomutíð segir hann að búast megi stundum við einhverri snjókomu á fjallvegum sunnan- lands. Á Vestfjörðum og Norður- landi yfirleitt vægt frost og aðgerð- arlítið veður. Norðanátt af einhverju tagi verður að teljast af- ar ólíkleg næstu 7 dagana eða svo. Þrálátar norðanáttir Einar Sveinbjörnsson segir það sem að framan er lýst um margt dæmigert janúarveður; það er bloti þó frysti inn á milli. Veðrátta í jan- úar og febrúar einkennist af hita- sveiflum og umhleypingum, þó all- ur gangur sé á því. Stundum komi reyndar fyrir að útsynningur, élja- hryðjur eða þrálát norðan- og norð- austanátt hellist yfir snemma í mars og frá síðustu árum séu ýmis dæmi um óveðursskot á þeim tíma. Morgunblaðið/Hanna Lækjartorg Það var kaldur rigningarsuddi í borginni í gær og erlendir ferðamenn brugðu því yfir sig regnslám. Afgerandi veðrabrigði  Milt loft og hlýindi á landinu í stað hreinviðris og kulda  Góð veðurspá fyrir næstu daga  Umhleypingar í mars Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæð- iskvenna, íhugar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosn- inganna í vor. Hún er að vega og meta stöðuna, en frestur til að skila inn framboði rennur út á morgun, miðvikudag. „Þetta er stór ákvörðun og ég held að það sé gott að skoða allar hliðar á þessu máli. Svo er ég að ræða við mitt nánasta fólk. Það er gott að heyra margar hliðar til að geta tekið góða ákvörðun,“ segir Vala. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia, sem einnig var orðaður við þátttöku í prófkjörinu, hefur ákveðið að taka ekki þátt í því. „Það kom mér ánægjulega á óvart hvað margir töldu þetta góða hugmynd. Ég ákvað að taka helgina í þetta til að ákveða mig endanlega og sú ákvörðun mín er endanleg,“ sagði Jón Karl í samtali við Morgunblaðið í gær. Vala Pálsdóttir íhugar framboð í prófkjöri Vala Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.