Morgunblaðið - 09.01.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Hvers vegna láta ráðamenn bú-rókrata stýra sér, eins og
brúðum í böndum, til að setja hæl-
krók á Landhelgisgæsluna? Ómar
Ragnarsson skrifar:
Til þess að rekaþyrluþjónustu
af einhverju öryggi
þarf fimm þyrlur.
Hvers vegna? Jú,
vegna þess að
rekstur þyrlna er
svo miklu tímafrek-
ari og flóknari en
rekstur sömu stærðar af venjuleg-
um flugvélum. Það er ekki fjarri
lagi að reksturinn sé fjórum sinn-
um dýrari og að tíminn fyrir lág-
marksviðhald sé líka margfalt
meiri.
Ef þyrlurnar eru fimm máreikna með að ein þeirra sé
að lágmarki óflughæf á jörðu niðri
hverju sinni, jafnvel tvær. Sé ein í
útkalli og ein bilar er aðeins upp á
eina þyrlu að hlaupa til þess að
bregðast við tveimur útköllum
samtímis, sem gerist auðvitað aft-
ur og aftur.
Síðan þarf að hafa nægan
mannskap til þess að sinna útköll-
um.
Nú nýlega varð margra tíma
seinkun á áríðandi útkalli vegna
mannfæðar, að því er helst var
giskað á í fjölmiðlum. Á hátíð-
arstundum mæra stjórnmálamenn
sjávarútveginn, gildi hans fyrir
þjóðarbúskapinn og gildi ómet-
anlegs framlags sjómanna.
En samtímis er staðið þannigað rekstri öryggisþjónustu
fyrir skipin á hafinu umhverfis
landið að helst kemur í hugann
orðaval eins og hjá formanni Sjó-
mannasambands Íslands. Í skásta
falli að þetta sé brandari, sem er
að vísu viðeigandi, því að með
sama áframhaldi er aðeins spurn-
ing um tíma, hvenær hann verður
að harmleik.“
Ómar
Ragnarsson
Vanþakklæti við
viðbragðsmenn
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 8.1., kl. 18.00
Reykjavík 3 alskýjað
Bolungarvík 2 alskýjað
Akureyri 2 skýjað
Nuuk -6 léttskýjað
Þórshöfn 7 léttskýjað
Ósló -2 þoka
Kaupmannahöfn 0 þoka
Stokkhólmur 0 heiðskírt
Helsinki -5 heiðskírt
Lúxemborg 4 alskýjað
Brussel 4 léttskýjað
Dublin 3 skýjað
Glasgow 1 heiðskírt
London 4 þoka
París 6 heiðskírt
Amsterdam 2 heiðskírt
Hamborg -1 heiðskírt
Berlín -1 heiðskírt
Vín 5 súld
Moskva -2 snjóél
Algarve 12 léttskýjað
Madríd 7 léttskýjað
Barcelona 11 léttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 18 skýjað
Aþena 14 skýjað
Winnipeg -14 léttskýjað
Montreal -8 snjókoma
New York -6 léttskýjað
Chicago 0 þoka
Orlando 17 þoka
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:08 16:03
ÍSAFJÖRÐUR 11:44 15:37
SIGLUFJÖRÐUR 11:28 15:18
DJÚPIVOGUR 10:45 15:25
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al-
þingis, sækir Kína heim ásamt öðr-
um forsetum þjóðþinga Norð-
urlanda og
Eystrasaltsríkja,
7.-13. janúar.
Í Peking munu
þingforsetarnir
meðal annars
eiga fund með
Zhang Dejiang,
forseta kínverska
þingsins, Ying
Fu, formanni ut-
anríkismála-
nefndar, og fleiri
háttsettum stjórnmálamönnum. Þá
munu forsetar þjóðþinga Norð-
urlanda og Eystrasaltsríkja taka
þátt í málþingi og pallborðs-
umræðum um þróun mála í Kína.
Einnig er ráðgert að þingforsetarnir
hitti unga frumkvöðla á sviði ný-
sköpunar. Þingforsetarnir munu
jafnframt heimsækja borgina
Chengdu og eiga fund með leiðtog-
um sex héraðsstjórna frá hér-
uðunum Sichuan, Yunnan, Guizhou,
Chongqing, Shaanxi og Tíbet. Þá
eru fyrirhugaðar heimsóknir í nor-
ræn fyrirtæki með starfsemi í Sichu-
an-héraði. Með Steingrími í för eru
Helgi Bernódusson og Jörundur
Kristjánsson, starfsmenn Alþingis.
sisi@mbl.is
Steingrím-
ur J. heim-
sækir Kína
Steingrímur J.
Sigfússon
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Sex umsækjendur voru um stöðu
Embættis landlæknis þegar umsókn-
arfrestur rann út 4. janúar.
Þeir sem sóttu um stöðuna eru:
Alma D. Möller, framkvæmda-
stjóri aðgerðasviðs Landspítala.
Anna Guðmundsdóttir, læknir og
formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Bogi Jónsson, yfirlæknir við bækl-
unardeild Háskólasjúkrahússins í
Norður-Noregi.
Jón Ívar Einarsson, prófessor við
læknadeild Harvard-háskólans í
Boston.
Kristinn Tómasson, yfirlæknir
Vinnueftirlitsins.
Óskar Reykdalsson, fram-
kvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Heilbrigðisráðherra skipar í stöð-
una til fimm ára í senn að undan-
gengnu mati sérstakrar nefndar sem
metur umsækjendur.
Landlæknir í dag er Birgir Jakobs-
son sem skipaður var í embættið 1.
janúar 2015.
Á heimasíðu Embættis landlæknis
kemur fram að hlutverk embættisins
sé að stuðla að góðri og öruggri heil-
brigðisþjónustu, heilsueflingu og öfl-
ugum forvörnum.
Gildi landlæknisembættisins eru
ábyrgð, virðing og traust.
Sex sækja um Embætti landlæknis
Sérstök nefnd metur hæfi Gildi embættisins eru ábyrgð, virðing og traust
Morgunblaðið/Kristinn
Skipti Nýr landlæknir tilnefndur.