Morgunblaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrirVOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eiríkur Hilmarsson, fram-
kvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla
Íslands, segir fyrirhugaða rand-
byggð suður af nýjum Landspítala
munu styrkja vís-
indastarf á Íslandi.
Hún muni m.a.
tengja betur sam-
an rannsóknir og
vöruþróun og
skapa þannig
aukin verðmæti.
Skipulag rand-
byggðarinnar er í
vinnslu. Skv. deili-
skipulagi verður
randbyggðin um
15.000 fermetrar. Teiknuð hafa verið
drög að þremur húsum. Miðhúsið er
stærst, um 7.500 fermetrar, en hin
húsin um 3.500 og 4.500 fermetrar.
Byggingarnar yrðu suður af áform-
uðum meðferðarkjarna nýja Land-
spítalans.
Eiríkur segir randbyggðina geta
verið fullbyggða um 2025, eða um
svipað leyti og nýr Landspítali verð-
ur tilbúinn. Til samanburðar áætlar
hann að nýir Vísindagarðar í Vatns-
mýri gætu verið tilbúnir um 2030.
Leitað verði til einkaaðila um sam-
starf um uppbygginguna.
Samkomulag við borgina
Sagt var frá því fyrir helgi að
Eiríkur og Dagur B. Eggertsson,
borgarstjóri, hefðu undirritað samn-
ing um að úthluta Vísindagörðum
þremur lóðum borgarinnar undir
randbyggð við Hringbraut.
Fram kemur á vef borgarinnar að
borgarráð samþykkti samninginn.
Með randbyggð er vísað til sam-
felldrar og þéttrar byggðar fjölbýlis-
húsa. Við randbyggðina er gert ráð
fyrir einu bílastæði á hverja 100 fer-
metra. Það samsvarar 150 bílastæð-
um og yrðu þar af 38 ofanjarðar.
Stærstu byggingarnar í nýjum
Landspítala tilheyra svonefndum
meðferðarkjarna á miðju svæðinu.
Suður af honum hafa verið hannaðar
þrjár byggingar. Vestast er bíla-
stæða- og tæknihús, þá rannsókn-
arhús og svo austast ný viðbygging
við Læknagarð fyrir heilbrigðis-
vísindasvið Háskóla Íslands. Samtals
eru þessar þrjár nýbyggingar 45 þús.
fermetrar og norðan við fyrirhugaða
randbyggð. Þar af fara um 17.000
ferm. undir 500 bílastæði. Teiknað
hefur verið nýtt stórhýsi vestur af
meðferðarkjarnanum (sjá mynd).
Tenging við nýjan Landspítala
Eiríkur segir randbyggðinni m.a.
ætlað að styrkja rannsóknir í heil-
brigðisvísindum. Þar verði blanda
fólks úr ýmsum greinum og þverfag-
legt samstarf. „Yfirstjórn Landspít-
alans hefur áhuga á að tengja rand-
byggðina fyrirhugaðri uppbyggingu
á svæðinu. Það varð úr að menn
töldu að félagið Vísindagarðar væri
heppilegt til að leiða þessa uppbygg-
ingu. Ætlunin er að efla rannsóknar-
og vísindastarf. Það er í samræmi við
hugmyndina um Vísindagarða [í
Vatnsmýri] sem eru þróaðir í sam-
starfi við atvinnulífið. Með þetta að
leiðarljósi var undirritaður samn-
ingur um lóðirnar þrjár. Nú hefst
vinna við skipulag á svæðinu.“
Íbúðir fyrir námsmenn
Eiríkur segir koma til greina að
Félagsstofnun stúdenta byggi íbúðir
fyrir námsmenn í randbyggðinni.
Vegna nálægðar við Hringbraut
muni þær íbúðir trúlega snúa til
norðurs í átt frá götunni.
Hann segir aðspurður nálægð við
Hringbraut jafnframt kalla á góða
hljóðeinangrun og loftræstikerfi. Það
verði að líkindum ekki notast við
náttúrulega loftræstingu. Það hafi
komið til umræðu að hægja á umferð
við Hringbraut vegna fyrirhugaðrar
byggðar. Vísindagarðar, borgin, há-
skólarnir og Landspítalinn vinni að
greiningu á umferðarmálum í Vatns-
mýri. Meðal annars hafi verið skoðað
hvort fyrirhuguð borgarlína geti leg-
ið meðfram meðferðarkjarnanum.
Eiríkur segir augljóst að sprota-
og tæknifyrirtæki í randbyggðinni
geti tengst starfsemi í fyrirhuguðu
rannsóknarhúsi á svæðinu.
„Spyrja má hvort þörf verði fyrir
þjónustu sem ekki var gert ráð fyrir
en myndi styrkja svæðið. Þá bæði
fyrir starfsmenn spítalans og nem-
endur. Til dæmis hafa nemendur í
Læknagarði sagt að aðstaða fyrir þá
mætti vera betri,“ segir Eiríkur og
bendir á að horft sé til Háskólatorgs í
þessu efni. Þá bendir hann á að ná-
lægð við íþróttasvæði Vals á Hlíðar-
enda skapi færi á auknu samstarfi fé-
lagsins við Háskóla Íslands. Bæði
geti nemendur og starfsfólk skólans
nýtt íþróttamannvirki og íþrótta- og
heilsufræðin notað íþróttasvæðið við
rannsóknir. Eiríkur segir það kost að
byggðin verði þétt. Þá verði enda
stutt að sækja ýmsa þjónustu. Það
muni aftur fækka bílferðum.
Styrki starfsemi nýs Landspítala
Framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands segir randbyggð við Hringbraut skapa tækifæri
Hún verður um 15 þúsund fermetrar Nýtt stórhýsi teiknað vestan við nýjan meðferðarkjarna
Áformuð uppbygging við nýja Landspítalann
B
a
r
ó
n
s
s
t
íg
u
r
H
r
in
g
b
ra
u
t
Fyrirhuguð
randbyggð
Áformað að byggja
450 herb. hótel
Hlíðarendi
Stækkun
Læknagarðs
Rann-
sóknarhús
Aðalbygging
Landspítalans
Fyrirhuguð samgöngu-
miðstöð, fluglest og
200 herb. hótelBílastæða-
og tæknihús
Ný viðbót við
meðferðarkjarna
Meðferðarkjarni
Teikning ASK arkitektar
Eiríkur
Hilmarsson
Félagið Vísindagarðar Háskóla Íslands ehf. er í 95% eigu Háskóla Ís-
lands og 5% eigu borgarinnar. Félagið hefur skipulagt tugþúsundir fer-
metra af skrifstofu- og rannsóknarhúsnæði í nýjum Vísindagörðum í
Vatnsmýri. Þar er nú meðal annars verið að byggja Grósku, nýjar
höfuðstöðvar CCP, vestur af höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar
og 245 stúdentaíbúðir fyrir Félagsstofnun stúdenta. Fram kom í
Frjálsri verslun í fyrravor að um 160.000 fermetrar hefðu verið skipu-
lagðir á þessu svæði. Þar af átti eftir að byggja 120 þúsund fermetra.
Af þeim fara um 24.000 fermetrar undir Grósku, að meðtöldum um
6.500 fermetra bílakjallara. Þá eru nýir stúdentagarðar um 11.000 fer-
metrar, auk 4.000 fermetra bílakjallara. Af öðrum fyrirhuguðum ný-
byggingum er viðbygging við Alvotech, öðru nafni Hús sameindavís-
inda, einna lengst komin í hönnun.
Frekari uppbygging er áformuð í nágrenni Háskóla Íslands. Dæmi um
það eru áform um að byggja stúdentaíbúðir við Gamla Garð.
Er í 95% eigu Háskóla Íslands
FÉLAGIÐ VÍSINDAGARÐAR HÁSKÓLA ÍSLANDS EHF.
Bæjarráð Vestmannaeyja hefur
samþykkt tillögu Stefáns Ó. Jón-
assonar, bæjarfulltrúa E-listans,
að fara þess á leit við samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra að
byggður verði þyrlupallur á lág-
lendi Heimaeyjar. Tilgangur
þyrlupalls væri að auka öryggi
vegna sjúkraflugs frá Eyjum þeg-
ar hvorki sjúkraflugvélar né þyrl-
ur geta lent vegna veðurs flugvell-
inum. Í greinargerð sem fylgdi
tillögunni segir að þyrla sé mik-
ilvægt öryggistæki ef flugvöll-
urinn lokast, Herjólfur sé ekki í
siglingum og Landeyjahöfn lokuð.
Þyrla Gæslunnar hefur lent á
Hamarsvegi vestan Dverghamars
þegar flugvöllurinn hefur verið
ófær.
Vilja fá þyrlupall í Vestmannaeyjum