Morgunblaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fuglavinur Sigríður Sía Jónsdóttir hefur unun af að gefa fuglum heima í garðinum sínum á Akureyri. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Sigríður Sía Jónsdóttir ólstupp á Skólavörðuholtinu íReykjavík en þar lærði húnað þekkja og fylgjast með fuglum með afa sínum. „Afi minn var alltaf að gefa smáfuglum og þá helst snjótitt- lingum uppi á skúrþaki hjá sér og þar hófst áhuginn minn á fuglum. Ég hef allar götur síðan haft gaman af fuglum enda eru þetta einu villtu skepnurnar sem við sjáum dags daglega á Íslandi,“ segir Sigríður en hún býr í dag á Akureyri og fer dag- lega út til að gefa fuglunum sínum. „Þeir koma margir hingað í garðinn til mín en ég hef það fyrir sið að skera ofan af eplum og setja út.“ Eplin fara þó aldrei á jörðina enda segist Sigríður ekki vera að ala fuglana sem kattafæðu. „Það má aldrei setja eplin á jörðina. Ég klippi greinarnar til þannig að hægt er að setja eplin á þær. Ég er því með eins konar epla- tré hérna í garðinum,“ segir hún og hlær en smáfuglarnir eru sólgnir í eplin hennar og koma daglega til að gæða sér á þeim og öðru fæði sem hún setur út. Mismunandi fæði fyrir fugla Ekki éta allir smáfuglar sömu fæðuna og segir Sigríður t.d. epli og rúsínur vera tilvaldar fyrir stærri smáfuglana en auðnutittlingar vilji helst sólblómafræ. „Auðnutittlingarnir eru svo litl- ir greyin að þeir ráða ekki við stærri fæðu. Þeir eru ekki nema kannski 14 grömm. Síðan gef ég snjótittlingum hveitikorn en það er hægt að kaupa það ódýrt, þó að mínir fuglar vilji að- eins dýrari fæðu,“ segir Sigríður og bendir á að stærri ránfuglar á borð við hrafna éti nánast hvað sem er. „Ég veit til þess að fólk fer í sláturhús og fær afganga fyrir hrafninn eða setur út matarafganga. Þeir eru alætur og éta nánast hvað sem er. Ég gef þeim þó ekki því þeir koma ekki í garðinn hjá mér. Garð- urinn er mjög þröngur vegna stórra trjáa í honum og því koma ekki allar tegundir hingað. Snjótittlingurinn lætur til dæmis ekki sjá sig en hann vill helst vera á opnu svæði.“ Frá Reykjavík til Akureyrar Líkt og farfuglarnir hefur Sig- ríður farið víða en af Skólavörðu- holtinu flutti hún í Breiðholtið með foreldrum sínum og þar gaf hún að- alega snjótittlingum. Þaðan flutti hún svo til New York og bjó á Long Island. „Ég var í átta ár í New York en uppáhaldsfuglinn minn þar kallast northern cardinal. Karlfuglinn er al- veg ofboðslega fallega rauður eins og kardínáli í Vatíkaninu. Núna bý ég á Akureyri og fuglunum er eitt- hvað að fjölga en núna er ég að horfa á fimm svartþresti gæða sér á rúsínum í garðinum. Þeir eru nýir landnemar hér á Akureyri en þeir hafa almennt verið taldir flækingar hér. Síðan er alltaf eitthvað um skógarþresti en almenn fljúga þeir suður til ykkar í Reykjavík fyrir vet- urinn eða úr landi.“ Spurð hvort hún fari lands- horna á milli að elta sjaldgæfar teg- undir segir Sigríður að hún sé fyrst og fremst fuglavinur og þó að hún hafi gaman af því að sjá sjaldgæfa fugla fari hún ekki á mikið flakk. „Af einhverjum ástæðum er þetta aðallega karlasport en hér á landi er hópur sem kallar sig tvö- hundruðkall en það er hópur manna sem hafa séð tvö hundruð eða fleiri tegundir fugla hér á landi. Nú ef það er einhver sjaldgæf tegund hérna nærri þá geri ég mér kannski ferð til að finna fuglinn eða fuglana.“ Rándýr í garðinum Kettir eru ekki í miklu uppá- haldi hjá Sigríði sem segir þá laum- ast í garðinn hjá sér og drepa þar fuglana hennar. Margrétta trakteringar fyrir fuglana Fuglarnir eru sólgnir í eplin sem Sigríður Sía Jóns- dóttir tyllir á greinar trjáa í garðinum sínum svo úr verður eins konar eplatré. En ekki éta allir fuglar sömu fæðuna svo hún býður þeim daglega upp á alls konar annað góðgæti. Sumir fuglanna eru svo smáir að þeir ráða best við sólblómafræ eða hveitikorn. Stari og skógarþröstur Stari t.v. og skógarþröstur í sátt og samlyndi. Fuglabúr Þarna eru rúsínur í boði. „Ég hef komið út og séð fjaðrir úti um allt og sé þá sjálfan morðstað- inn. Þeir [kettirnir] eru klókir og kunna sitt fag enda rándýr og í eðli þeirra að veiða.“ Kynningarfundur á fjallaverkefni Ferðafélags Íslands Alla leið verður haldinn kl. 20-21.30 í kvöld, þriðju- dagskvöldið 9. janúar, í húsakynn- um félagsins í Mörkinni 6. Verk- efnið er æfingaáætlun sem stendur frá janúar til júní og miðar að því að undirbúa þátttakendur fyrir langa og spennandi jöklagöngu að vori. Undirbúningurinn er þríþættur og felst í vikulegum fjallgöngum sem stigmagnast að erfiðleikastigi, vikulegum þrekæfingum og alhliða ferðafræðslu um klæðnað, búnað, næringu, öryggismál og jöklagöng- ur. Vorið 2018 samanstendur verk- efnið af einni kynningargöngu, átta mánudagsgöngum, sjö dagsleið- öngrum, vikulegum þrekæfingum, heimaverkefni, tveimur fræðslu- fundum og göngu á eitt af fjórum af eftirtöldum fjöllum: Eyjafjalla- jökul 21. apríl, Hrútsfjallstinda 5. maí, Hvannadalshnúk 19. maí og Birnudalstind 9. júní. Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirkomulag er á vefsíðu Ferða- félags Íslands. Vefsíðan www.fi.is Fjallaverkefnið Alla leið með Ferðafélagi Íslands Æfingaáætlun Þátttakendur verða búnir undir spennandi jöklagöngu. Skannaðu kóðann til að lesa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.