Morgunblaðið - 09.01.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018
Frá
morgnifyrir allafjölskylduna í
þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Laugarnar í Reykjavík
NÆRING FYRIR LÍKAMA OG SÁL
9. janúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 103.78 104.28 104.03
Sterlingspund 140.52 141.2 140.86
Kanadadalur 82.94 83.42 83.18
Dönsk króna 16.783 16.881 16.832
Norsk króna 12.824 12.9 12.862
Sænsk króna 12.729 12.803 12.766
Svissn. franki 106.16 106.76 106.46
Japanskt jen 0.9161 0.9215 0.9188
SDR 147.99 148.87 148.43
Evra 124.98 125.68 125.33
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.9941
Hrávöruverð
Gull 1285.4 ($/únsa)
Ál 2205.0 ($/tonn) LME
Hráolía 67.97 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Kjölur fjárfest-
ingarfélag og
aðrir tækni-
fjárfestar hafa
fjárfest fyrir 270
milljónir króna í
íslenska tölvu-
leikjaframleið-
andanum Solid
Clouds, sam-
kvæmt
fréttatilkynningu.
Fyrirtækið framleiðir herkænskuleik-
inn Starborne sem gerist í geimnum
og er spilaður í rauntíma af þús-
undum spilara. Solid Clouds fékk
auk þess vaxtarstyrk til tveggja ára
frá Tækniþróunarsjóði.
Stefán Gunnarsson framkvæmda-
stjóri segir í tilkynningunni að féð
verði notað til að markaðssetja
Starborne erlendis og til framleiðslu
á snjallsímaútgáfu af leiknum.
tobj@mbl.is
Fjárfestar leggja 270
milljónir í Solid Clouds
Stefán
Gunnarsson
STUTT
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Meðalendurgreiðslur vegna kostn-
aðar við rannsóknir og þróun jukust
um 52% á milli ára eftir að þakið var
hækkað í 300 milljónir, úr 100 millj-
ónum, árið 2016. Þetta segir Sigurð-
ur Hannesson,
framkvæmda-
stjóri Samtaka
iðnaðarins.
„Þetta eru skýr
merki um að
skattalegir hvat-
ar virka til að efla
nýsköpun,“ segir
hann í samtali við
Morgunblaðið.
Samtök iðnað-
arins hafa greint
upplýsingar um endurgreiðslur til
fyrirtækja vegna rannsóknar- og
þróunarkostnaðar. Meðalendur-
greiðsla til fyrirtækja vegna kostn-
aðar við rannsóknir og þróun var
rúmlega 19 milljónir króna í fyrra,
samkvæmt greiningu samtakanna.
138 fyrirtæki nýttu endurgreiðsl-
urnar árið 2016 og þeim fjölgaði um
10% á milli ára.
Námu 2,7 milljörðum
Samtals jukust endurgreiðslurnar
um 66% á milli ára og námu 2,7
milljörðum króna. Á árunum 2012-
2015 jukust greiðslurnar um 11% að
meðaltali á milli ára. „Það að hækka
þakið skipti miklu máli þar um,“
segir Sigurður.
Hann bendir á að meðalfjárhæð til
endurgreiðslu lækkaði á árunum
2010-2014 en hún fór að hækka þeg-
ar lögunum var breytt árið 2015.
Eftirbátur annarra
„Við erum eftirbátar annarra
þjóða þegar kemur að hve miklum
fjármunum er varið í rannsóknir og
þróun. Vísinda- og tækniráð setti
það markmið í fyrra að sú fjárfest-
ing yrði 3% af vergri landsfram-
leiðslu, sem er í takt við það sem
gengur og gerist í öðrum löndum.
Eins og sakir standa er hlutfallið
einungis um 2% hér á landi. Í ljósi
þess að skattalegir hvatar hafa
sannað gildi sitt og virka til að efla
nýsköpun þá ættum við að nýta þá í
ríkari mæli til að ná þessum árangri
og fylgja fordæmi annarra ríkja sem
hafa afnumið þak af endurgreiðsl-
unum,“ segir Sigurður og áréttar
það sem atvinnnulífið hefur kallað
eftir um skeið, að afnema þak á
endurgreiðslurnar.
Mikilvægt að efla rannsóknir
„Það er mikilvægt að efla rann-
sóknir og þróun vegna þess að sú
vinna skapar um 2-5% framleiðni-
aukningu hjá hefðbundnum atvinnu-
greinum og um 20% framleiðniaukn-
ingu í iðnaði, samkvæmt nýlegri
íslenskri meistararitgerð. Fram-
leiðniaukning merkir að sköpuð eru
meiri verðmæti úr hverri vinnu-
stund. Af þeim sökum er mikill þjóð-
hagslegur ávinningur af nýsköpun.
Skilaboð stjórnvalda eru skýr á
meðan þakið er. Þau eru að stjórn-
völd vilji sjá nýsköpun í litlum fyrir-
tækjum en um leið og þau verði
stærri eigi þau betur heima annars
staðar en á Íslandi, þar sem skatta-
legt umhverfi er hagstæðara. Það
eru kolröng skilaboð. Alls staðar í
heiminum eru skattalegir hvatar
fyrir þessa starfsemi. Við erum í
samkeppni við önnur lönd um að
laða að fyrirtæki. Ef við viljum að
slík starfsemi byggist upp hér á
landi hljóta stjórnvöld að senda þau
skilaboð að við viljum líka hafa fyrir-
tækin þegar þau eru orðin stór.“
Vorþing eftir tvær vikur
„Á vorþingi sem hefst eftir tvær
vikur verður að festa í lög hvernig
þessi umgjörð verður og afnema þak
á endurgreiðslur af kostnaði við
rannsóknir og þróun, eins og segir í
stjórnarsáttmálanum. Það verður að
gera það strax svo fyrirtæki hafi tök
á að skipuleggja starfsemi sína fram
í tímann.“
Meðalendurgreiðslur jukust
um 52% eftir hækkun þaks
Skýr merki um að skattalegir hvatar virka, segir framkvæmdastjóri SI
12,5 12,3 11,8 11,2 11,4
12,7
19,3
Meðalendurgreiðsla til fyrirtækja vegna R&Þ
20
15
10
5
0
milljónir kr.*
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
*Fjárhæðir eru á föstu verðlagi ársins 2016
Heimild: Samtök iðnaðarins
Þakið hækkað í 300
milljónir króna
Fjöldi fyrirtækja sem
fá endurgreiðslur
vegna R&Þ
Heimild:
Samtök iðnaðarins
150
125
100
75
50
2010 2012 2014 2016
138
61
117
Sigurður
Hannesson
Á nýliðnu ári fluttu þotur Icelandair
ríflega 4 milljónir farþega og hafa
þeir aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim
um 10% frá fyrra ári en þá voru þeir
tæplega 3,7 milljónir talsins. Þetta
kemur fram í nýjum flutningatölum
fyrirtækisins. Þar kemur einnig
fram að farþegar Icelandair voru ríf-
lega 235 þúsund í desember síðast-
liðnum. Í sama mánuði 2016 voru far-
þegarnir tæplega 220 þúsund og því
nam fjölgunin milli ára 7%.
Sætanýting í vélum Icelandair var
nokkuð betri í fyrra en árið 2016.
Þannig reyndist nýtingarhlutfallið
82,5% í fyrra, borið saman við 82,2%
ári fyrr. Hlutfallið var hins vegar
nokkru lakara í desember síðastliðn-
um en í sama mánuði 2016. Þannig
fór hlutfallið úr 77,2% í 76,5%. Þá
fjölgaði framboðnum sætiskílómetr-
um um 12% á síðasta ári en í desem-
ber nam aukningin frá sama mánuði
árið á undan 10%.
Farþegum Air Iceland Connect
fjölgaði um 7% á árinu 2017 frá fyrra
ári. Voru þeir tæplega 349,3 þúsund,
samanborið við ríflega 327,4 þúsund
árið 2016. Í desember nam fjölgun
farþega hins vegar 13% og fór úr
20,6 þúsund í 23,3 þúsund.
Þá varð nokkur aukning í seldum
gistinóttum. Þannig reyndust þær
301,3 þúsund á nýliðnu ári saman-
borið við 287,1 þúsund árið á undan.
Nemur aukningin 5%. Framboðið
hjá hótelum félagsins jókst einnig
um 5% milli ára. Athygli vekur að
engin breyting varð á framboðnum
og seldum gistinóttum í desember
síðastliðnum, samanborið við jóla-
mánuðinn 2016.
Talsverður vöxtur var í fraktflutn-
ingum hjá Icelandair Cargo og fóru
seldir tonnkílómetrar úr 1,6 milljón-
um á árinu 2016 í 117,3 milljónir.
Nemur aukningin milli ára því 11%. Í
desember var aukningin hlutfalls-
lega meiri eða 19% og fór úr 8,6 millj-
ónum tonnkílómetra í 10,2 milljónir.
Fluttu ríflega 4
milljónir farþega
Icelandair aldrei
flutt fleiri farþega
en á síðasta ári
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ferðaþjónusta Vöxtur reyndist á
öllum sviðum Icelandair á árinu.
„Atvinnulífið stendur undir 2/3
af kostnaði við rannsóknir og
þróun. Margir telja að nýsköpun
eigi sér fyrst og síðast stað hjá
háskólum og hinu opinbera en
það er ekki rétt. Á árinu 2016
lagði atvinnulífið til ríflega 30
milljarða króna í rannsóknir og
þróun,“ segir hann.
Fjárfest fyrir
30 milljarða
NÝSKÖPUN