Morgunblaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn fastus.is PRÓTEINRÍKIR NÆRINGARDRYKKIR Fastus býður uppá fjölbreytt úrval af næringarvörum fyrir þá sem þurfa næringarviðbót og fá ekki næringarþarfir sínar uppfylltar úr fæðinu. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Steve Bannon, fyrrverandi aðal- stjórnmálaráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur ekki dregið ummæli sín um elsta son forsetans í bókinni Fire and Fury til baka eða sagt að höfundurinn hafi haft rangt eftir honum. Í bókinni er haft eftir Bannon að elsti sonur forsetans, Donald yngri, Paul Manafort, fyrrverandi kosninga- stjóri Trumps, og Jared Kushner, tengdasonur og einn af helstu ráð- gjöfum forsetans, hafi gerst sekir um „föðurlandssvik“ með því að eiga fund með lögfræðingi, sem tengist stjórn- völdum í Rússlandi, og fleiri Rússum. Fundurinn var haldinn í júní 2016, tveimur vikum eftir að ljóst varð að Trump yrði forsetaefni repúblikana. Sonur forsetans skipulagði fundinn eftir að honum var sagt að lögfræð- ingurinn kynni að hafa upplýsingar sem gætu verið gagnlegar í kosninga- baráttunni gegn Hillary Clinton, for- setaefni demókrata. Forsetasonurinn hefur sagt að hann hafi komið fund- inum á fyrir milligöngu „kunningja“ sem hann hafi kynnst í tengslum við fegurðarsamkeppnina Ungfrú al- heimur árið 2013. Donald Trump yngri kveðst ekki hafa sagt þeim Kushner og Manafort frá efni fundar- ins áður en hann var haldinn. Manafort sagði af sér sem kosn- ingastjóri Trumps um tveimur mán- uðum eftir að fjölmiðlar birtu fréttir um að hann hefði tengst úkraínskum stjórnmálamönnum sem nutu stuðn- ings ráðamannanna í Kreml. Banda- rísk yfirvöld eru að rannsaka hvort Manafort hafi gerst sekur um brot á lögum með tengslum sínum við er- lend hagsmunaöfl. Forsetasonurinn „föðurlandsvinur“ Í yfirlýsingu sinni um efni bókar- innar í fyrradag reyndi Bannon að ná sáttum við Trump sem hafði deilt hart á hann vegna ummæla hans í bókinni, meðal annars sagt að ráð- gjafinn fyrrverandi hefði ekki aðeins misst vinnuna þegar hann lét af störf- um í Hvíta húsinu, heldur einnig „misst vitið“. „Donald Trump yngri er í senn föðurlandsvinur og góður maður,“ sagði Bannon í yfirlýsingu sinni í fyrradag. „Hann hefur verið vægðar- laus í baráttu sinni fyrir föður sinn og stefnu hans sem hefur stuðlað að því að umskipti hafa orðið í landi okkar. Ég er einnig staðfastur í stuðningi mínum við forsetann og stefnu hans – eins og ég hef sýnt á hverjum degi í útvarpsþáttum mínum, á síðum Breitbart News og ræðum og um- mælum þegar ég kem fram opin- berlega, frá Tókíó og Hong Kong til Arizona og Alabama. Trump forseti var eina forsetaefnið sem gat tekist á við og sigrað kosningavél Clinton. Ég er eini maðurinn til þessa sem hefur leitast við að predika boðskap Trumps og Trumpismann úti um all- an heim og er enn tilbúinn að koma forsetanum til varnar í þeirri viðleitni hans að gera Bandaríkin mikil aftur. Ummæli mín um fundinn með Rússum komu vegna reynslu minnar sem sjóliða um borð í tundurspilli sem hafði það meginmarkmið að leita að sovéskum kafbátum, starfa minna í varnarmálaráðuneytinu í forsetatíð Reagans þegar við einbeittum okkur að því að sigrast á „heimsveldi hins illa“ og gerðar kvikmynda um stríð Reagans gegn Sovétmönnum og þátt- töku Hillary Clinton í því að selja þeim úran. Ummæli mín beindust að Paul Manafort, sjóuðum fagmanni í stjórn- málabaráttunni með reynslu og þekk- ingu á því hvernig Rússar starfa. Hann hefði átt að vita að þeir leika tveim skjöldum, eru slægir og ekki vinir okkar. Ég ítreka að þessi um- mæli beindust ekki að Don yngri. Allt sem ég hef að segja um fárán- legt eðli rannsóknarinnar á „leyni- makki“ við Rússa sagði ég í viðtali við 60 mínútur. Það var ekkert leyni- makk og rannsóknin er nornaveiðar. Ég iðrast þess að töf mín á því að bregðast við ónákvæmum fréttaflutn- ingi um Don yngri hefur dregið at- hyglina frá sögulegum afrekum for- setans á fyrsta ári hans í embætti,“ sagði Bannon í yfirlýsingunni. Rengdi ekki ummælin The Wall Street Journal, sem er hliðhollt Repúblikanaflokknum og telst seint vinstrisinnað dagblað, birti ítarlega frétt um yfirlýsingu Bannons og sagði að hann hefði ekki dregið ummælin um son forsetans til baka, eða rengt þau. „Þeir töldu það góða hugmynd að ræða við fulltrúa erlendra stjórnvalda í fundasalnum á 25. hæð Trump-turns – án nokkurra lögfræðinga. Þeir höfðu enga lögfræðinga með sér. Jafnvel þótt menn teldu þetta ekki vera föðurlandssvik eða óþjóðrækni eða endemisvitleysu – og ég tel að það hafi verið allt þetta – þá áttu þeir að hafa samband við FBI tafarlaust,“ er haft eftir Bannon í bókinni. Ennfrem- ur er haft eftir honum að hann telji að rannsóknin á tengslum aðstoðar- manna Trumps við rússnesk stjórn- völd beinist að meintu peningaþvætti. „Þeir eiga eftir að brjóta Don yngri eins og egg í beinni sjónvarpsútsend- ingu úti um allt land.“ Reynir að halda starfinu Ummæli Bannons í bókinni urðu til þess að fjárhagslegir bakhjarlar hans hafa snúið baki við honum og íhuga nú að víkja honum frá sem stjórnanda fréttavefjarins Breitbart News. Markmiðið með yfirlýsingu Bannons virðist vera að reyna að koma í veg fyrir að hann missi starfið, að því er The Wall Street Journal hefur eftir mönnum sem tengjast fréttavefnum. Líklegt er að viðbrögð Trumps við yfirlýsingu Bannons ráði úrslitum um hvort hann haldi starfinu, að sögn Kurts Bardella, fyrrverandi tals- manns Bannons. „Ef Trump lætur í ljós fyrirgefningu verður aftöku Bannons líklega frestað,“ hefur The Wall Street Journal eftir Bardella. „Ef Trump krefst höfuðleðurs hans er erfitt að ímynda sér að hann fái það ekki.“ Steve Bannon dró ummæli sín í bókinni ekki til baka  Reynir að ná sáttum við Trump til að halda stjórnandastarfi hjá Breitbart AFP Gamlir vopnabræður Bannon hlustar á Trump í Hvíta húsinu 13. mars sl. Þriggja daga heimsókn Emmanuels Macrons, forseta Frakklands, hófst í gær þegar hann kom til borgarinnar Sian þar sem silkivegurinn, versl- unarleið milli Kína og Evrópu, hófst til forna. Macron hvatti Evrópuríki til að taka þátt í áformum Kínverja um að fjárfesta í „nýjum silkivegi“, þjóð- vegum um Mið-Asíulönd, og nýjum siglingaleiðum um Indlandshaf og Rauðahaf. Hann varaði þó við því að framkvæmdirnar mættu ekki verða til þess að Kínverjar fengju forræði yfir grannríkjum sínum, eða að þau yrðu einhvers konar lénsríki. Forseti Frakklands í heimsókn í Kína AFP Styður nýjan silkiveg Afsögn Tronds Giske sem varafor- manns Verkamannaflokksins í Nor- egi vegna ásakana um kynferðislega áreitni er álitin mjög vandræðaleg fyrir flokkinn sem hefur stært sig af því að vera í fylk- ingarbroddi í bar- áttunni fyrir jafn- rétti kynjanna. Ágreiningur er innan flokksins um afsögnina. Einn þingmanna hans, Kirsti Leirtrø, hefur gagnrýnt afsögnina og sagt að Giske hafi verið dæmdur fyrirfram án sannana. „Barnaníðingar njóta meiri verndar en Trond Giske hefur fengið í þessu máli,“ hefur blaðið Dagens Næringsliv eftir Leirtrø. „Þegar allur Noregur trúir því að viðkomandi sé nauðgari án þess að fyrir liggi ákæra, þá er myndin alveg röng,“ sagði hún. Aðrir þingmenn Verkamanna- flokksins hafa sagt að þeir séu hlynntir afsögninni, þ. á m. Knut Storberget sem hefur átt sæti á norska þinginu í fjögur kjörtímabil. Miðstjórn flokksins ræddi málið á fundi í gær og Else May Botten, sem á sæti í henni, kvaðst vera hlynnt því að Giske segði einnig af sér sem tals- maður flokksins í fjármálum. Hún hrósaði leiðtoga flokksins, Jonas Gahr Støre, fyrir framgöngu hans í málinu. Støre hefur sagt að hann hafi ráðlagt varaformanninum að segja af sér. Tók forystan rétt á málinu? Fram hefur þó komið krafa um að farið verði í saumana á því hvernig forystumenn flokksins tóku á málinu. Fréttavefur norska ríkisútvarpsins hafði eftir Stanley Wirak, forystu- manni flokksins í Rogalandi, að hann teldi enga ástæðu til að rannsaka sér- staklega framgöngu forystumanna flokksins í málinu. Giske tilkynnti afsögnina í fyrra- dag eftir að fram höfðu komið a.m.k. sex ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni gagnvart ung- um konum. Deilt um afsögn Giske Trond Giske

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.