Morgunblaðið - 09.01.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 09.01.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018 Almáttugi, miskunn- sami, kærleiksríki og eilífi Guð, þú sem ert höfundur og fullkomn- ari lífsins! Þakka þér fyrir trú- festi þína sem varað hefur frá kyni til kyns. Þú ert í dag hinn sami og um aldir og lofaðir að yfirgefa ekki börnin þín sem þú sannarlega hefur velþóknun á. Tíminn líður, ég eldist og líkaminn hrörnar en ég bið þig að minn innsti kjarni mætti þroskast og endurnýj- ast dag hvern vegna samfélagsins við þig. Á tímamótum fyllumst við trega og eftirsjá, jafnvel stundum fegin- leika en einnig kvíða fyrir huldri framtíð. Ég bið þig að blessa allar minn- ingar mínar. Vilt þú slípa þær og helga svo þær verði að veðruðum en dýrmætum perlum. Verði að kjarn- góðu nesti inn í nýja tíma. Hjálpaðu mér að koma fram við ástvini mína af nærgætni og vænt- umþykju. Hjálpaðu mér að rækta tengsl við ættingja mína og vini og reynast þeim náungi þegar á þarf að halda. Gef að umhyggjan aukist og vináttan dýpki. Blessaðu einnig sam- skipti mín við aðra sam- ferðamenn mína og hjálpa mér að takast á við þau verkefni sem bíða mín af alúð og heiðarleika, metnaði og þakklæti. Gef að verk mín mættu verða þér til dýrðar, samferðafólki mínu til blessunar og sjálfum mér til heilla. Ég þakka þér að ekk- ert skuli geta slitið mig úr þinni almáttugu verndarhendi. Gefðu að hvert fótmál mitt, andardráttur og æðarslag mætti vera í takt við þig, lífið sjálft. Hjálpaðu mér að stefna ótrauður áfram og missa ekki sjónar á markinu, tilgangi lífsins. Blessaðu íslensku þjóðina. Veit ráðamönnum vísdóm og visku, æðruleysi og auðmýkt til að takast á við verkefni sín af heiðarleika og heilindum með almannahagsmuni að leiðarljósi, ekki síst þeirra sem ein- hverra hluta vegna standa höllum fæti. Gefðu okkur öllum víðsýni, skiln- ing og umburðarlyndi í garð hvert annars. Hjálpaðu okkar að virða hvert annað og standa saman sem þjóð á sömu vegferð þrátt fyrir eðli- lega misjafnar skoðanir og áherslur á stundum. Sameinaðu okkur í að lifa í þakklæti fyrir það að fá að vera Íslendingar og fá að búa á þessu undurfagra landi. Snertu við okkur og veit kærleika þínum farveg inn í hjörtu okkar og lát hann síðan smit- ast frá hjarta til hjarta. Hjálpaðu okkur að vera fús að fyrirgefa og leita eftir sáttum. Styrktu þau og blessaðu sem brotið hefur verið gegn. Hjálpaðu okkur að styðja þau og styrkja. Leið þú einnig ofbeldis- og illgjörðarmenn frá villu síns vegar og inn í ljós kærleikans og sannleikans svo þeir sjái að sér og hætti sinni mannskemmandi iðju og taki að njóta náðar þinnar og kær- leika. Gefðu að þetta nýja ár verði náð- arár. Ár tækifæra og uppskeru. Alls þessa leyfi ég mér að biðja í auðmýkt og af einlægu hjarta. Í trausti þess að þú munir varðveita okkur, leiða og vel fyrir sjá. Í þínu heilaga nafni. Amen. Bæn við upphaf nýs árs Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Blessaðu allar minn- ingar okkar. Vilt þú slípa þær og helga svo þær verði að veðruðum en dýrmætum perlum. Verði að kjarngóðu nesti inn í nýja tíma. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Áhersla íþrótta- félaga á árangur og af- rek iðkenda er góðra gjalda verð. Hins veg- ar vakna spurningar um hvort þessi stefna vinni að einhverju leyti á móti því lögbundna og samfélagslega hlut- verki sem félögin gegna. Í 1. gr. laga nr. 64/ 1998 um íþróttir „merkja íþróttir hvers konar lík- amlega þjálfun er stefnir að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti“. Í áðurnefnd- um lögum er kveðið á um að sam- starf ríkis og sveitarfélaga við íþróttahreyfinguna skuli taka mið af gildi íþróttaiðkunar fyrir uppeldis- og forvarnarstarf. Starfsemin fellur einnig undir æskulýðslög nr. 70/ 2007, sem að auki leggja áherslu á félags- og menntunarleg gildi slíkr- ar starfsemi. Misjafnt er hversu vel íþrótta- félögum og þjálfurum tekst að fylgja þessu hlutverki. Oft á tíðum virðast grunnforsendur starfsins gleymast og meginmarkmiðið verð- ur að búa til afreksíþróttafólk. Það getur leitt til þess að getuskipting og sérhæfing barna hefjist of snemma. Þau börn sem eru í „betri“ liðunum fá frá upphafi öflugri þjálf- un, meiri kennslu og fleiri tækifæri. Þau börn sem taka út þroska síðar eða hafa ekki sömu hæfileika, lenda strax eftir á, og fá ekki þær áskoranir og hvatningu sem þau þurfa á réttu aldurs- skeiði. Brottfall iðkenda í knattspyrnu er hátt á unglingastigi og hefur það verið tengt við of mikla keppnisáherslu. Mismunun þegar kem- ur að athygli þjálfara og aðstöðu til æfinga á milli hópa, getur skipt verulegu máli, einkum þar sem sjálfstraust og sjálfsmynd iðkenda á þessum aldri eru viðkvæm. Margir kannast við tilvik úr íþróttaferli barna sinna þegar aðalþjálfarar mæta nær ein- göngu á keppnisleiki og æfingar þeirra leikmanna sem metnir eru sem efnilegastir. Að sjálfsögðu er þetta ekki algilt og margir þjálfarar gæta þess að dreifa athygli sinni á alla iðkendur. Yfirleitt hafa þjálf- arar innan hvers flokks mismikla menntun, hæfni og reynslu til að þjálfa og stýra liðum. Til að allir sitji við sama borð er því mikilvægt að þjálfarar skiptist á að vera á æf- ingum og leikjum hjá öllum hópum innan hvers flokks og að félögin styðji slíkt fyrirkomulag. Fjárframlög frá sveitarfélögum skipta verulegu máli þegar kemur að uppbyggingu og rekstri íþrótta- félaga. Margir berjast um sama bit- ann og meðal þeirra raka sem beitt er, er að ekki að eigi mismuna for- eldrum eftir því hjá hvaða félagi börnin þeirra æfa. Þar er átt við að foreldrar (jafnt sem aðrir) greiða útsvar og önnur gjöld til sveitarfé- laga og veita þannig fé með óbein- um hætti m.a. til íþróttafélaga. Það er því ákveðin mótsögn fólgin í því að upplifa atvik þar sem jafnræði brotið innan íþróttastarfseminnar á þann hátt að einstaklingar sem sem raðast í „lakari“ hópana bera minna úr býtum. Gagnrýni á forgangsröðun og æf- ingaáætlanir fellur ekki alltaf í góð- an jarðveg, hvorki hjá þjálfurum né foreldrum sem eiga börn í þeim hópum sem fá öflugri þjálfunina. Jafnvel hefur þeirri gagnrýni verið svarað á þann hátt að markmið „fé- lagsins“ sé að skila leikmönnum upp í meistaraflokk. Rétt er minna á að meginþorri iðkenda mun ekki fara í afreksflokka eða atvinnumennsku. Samt sem áður er þessi hópur meg- inástæðan fyrir því að íþróttafélög fá opinber fjárframlög. Að sama skapi kemur stærstur hluti æfinga- gjalda frá foreldrum sama hóps. Það er hægt að gera betur án þess að skerða möguleika þeirra einstaklinga sem stefna á afreks- og atvinnumennsku. Nú þegar býðst efnilegustu einstaklingunum að mæta á aukaæfingar og æfa að ein- hverju marki með iðkendum sem eru lengra komnir. Þannig er þeim veitt tækifæri til að skara fram úr og ná lengra. Því ber að fagna, enda afreksíþróttafólk eitthvað sem að félögin sjálf og öll þjóðin getur verið stolt af. Hins vegar hlýtur megintil- gangur núverandi barna- og ung- lingastarfs að vera sá, að skila sterkari einstaklingum út í þjóðfé- lagið. Einstaklingum sem hafa góða sjálfsmynd, og hafa gert hreyfingu og hollustu að lífstíl sínum. Ein- staklingum sem skilja að að bæði liðsheild og framlag hvers og eins skiptir máli til að ná árangri á flest- um sviðum þjóðfélagsins, sem að sama skapi hefur áhrif á velferð og hagsæld þjóðfélagsins í heild sinni. Mögulega þarf að breyta fyr- irkomulagi og fjárveitingum til þessa málaflokks til að koma í veg fyrir að núverandi starfsemi litist of mikið af þeirri staðreynd að íþrótta- félögin eru á sama tíma að reka keppnislið. Ein leið væri að aðskilja að fullu starfsemi sem lýtur að al- mennu barna- og unglingastarfi annars vegar og þjálfun á verðandi afreksíþróttamönnum hins vegar, eins og dæmi eru um að gert sé er- lendis. Heimildir: Birgir Steinn Steinþórsson. 2013. Hvers vegna varstu ekki kyrr? Um brottfall ung- menna úr íþróttum. Lokaverkefni til BA- gráðu í félagsfræði. Háskóli Íslands. Einar Pétur Pétursson. 2016. Almennt um rekstur íþróttafélaga. Lokaverkefni til BS- prófs í viðskiptafræði. Háskóli Íslands Ingvar Rafn Stefánsson. 2013. Fjármál og rekstur íþróttafélaga. Lokaverkefni til BS- prófs í viðskiptafræði. Háskóli Íslands Íþróttalög nr. 64/1998 Kristján Gylfi Guðmundsson og Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson. 2012. Bakgrunnur knattspyrnumanna á Íslandi: Rannsókn á leikmönnnum í Pepsi deild, 1. Deild og 2. deild. Lokaverkefni í íþróttafræði BSccHá- skólinn í Reykjavík. Vanda Sigurgeirsdóttir. 2012. Banna ætti getuskiptingu barna. Sótt af www.ruv.is/ frett/banna-aetti-getuskiptingu-barna, 7.12. 21017. Viðar Halldórsson 2005. Hvað þarf til að ná árangri í íþróttum? Sótt af http://olympia.sidan.is/ Æskulýðslög nr. 70/2007. Afreksstefna íþróttafélaga og samfélagslegt hlutverk Eftir Kristínu Önnu Þórarinsdóttur » Vinnur áhersla íþróttafélaga á ár- angur og afrek iðkenda að einhverju leyti á móti því lögbundna og sam- félagslega hlutverki sem félögin gegna? Kristín Anna Þórarinsdóttir Höfundur er matvælafræðingur (PhD). kathorarinsdottir@gmail.com Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Rafhitun Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Rafhitarar fyrir heita potta Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is íslensk framleiðsla í 25 ár Hiti í bústaðinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.