Morgunblaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018
✝ Halldór Þor-steinsson fædd-
ist í Móakoti á
Norðfirði 29. ágúst
1940. Hann lést í
Neskaupstað 1. jan-
úar 2018.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Norðfjörð Jónsson,
sjómaður, f. á Norð-
firði 11. janúar
1903, d. 20. febrúar
1952, og Sigríður Elíasdóttir,
húsmóðir, f. á Krossi í Mjóafirði
3. maí 1912, d. 3. október 1994.
Systkini Halldórs eru Sigrún
Kristín, f. 15. apríl 1934, Lind-
berg Norðfjörð, f. 15. ágúst
1936, Ásmundur, f. 1. janúar
1944, d. 13. september 2013, og
Steinunn Kristjana, f. 1. ágúst
1947.
Halldór kvæntist Guðrúnu
ágúst 2010. Halldór var fæddur
og uppalinn á Norðfirði. Hann
bjó fyrstu ár ævi sinnar í Móa-
koti í Naustahvammi en fluttist
úteftir í Stefánshús árið 1950.
Hann stundaði sjómennsku frá
unglingsárum víða um landið og
á erlendum togurum. Hann reri
á eigin bátum frá 1970, fyrst á
Hafrúnu og síðar á Veiðibjöll-
unni á sumrin. Hann útskrifaðist
með vélstjórnarpróf frá Vest-
manneyjum árið 1966. Hann
lauk meistaraprófi í vélvirkjun
við Iðnskóla Austurlands og
vann sem vélvirki í dráttarbraut-
inni í Neskaupstað. Sjómennsk-
una stundaði hann á stærri skip-
um á veturna og á vertíðum með
smábátaútgerð. Hann var á Birt-
ingi sem háseti og vélstjóri á
Berki NK 122. Árið 2005 hætti
hann störfum vegna aldurs.
Hann var í stjórn Samvinnu-
félags útgerðarmanna í áratugi
og stjórnarmaður hjá Síld-
arvinnslunni 1990-2000.
Útför Halldórs fer fram frá
Norðfjarðarkirkju í dag, 9. jan-
úar 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Sigurðardóttur, f.
24. október 1939, d.
6. september 2011.
Þau giftu sig 14.
september 1968.
Börn þeirra eru: 1)
Sveinbjörg, f. 3.
október 1969, maki
Kári Þormar, f. 23.
maí 1968, börn
þeirra: Konráð, f.
15. júlí 2000, Hall-
dór Svanberg, f. 3.
október 2005, Guttormur Kári, f.
23. maí 2012. 2) Þórunn Björg, f.
30. júlí 1972, maki Lúðvík Emil
Arnarsson, f. 2. mars 1975, börn
Þórunnar: Þula Guðrún, f. 20.
júní 2000, Jónas Þorsteinn, f. 25.
apríl 2005, Anna Margrét, f. 21.
janúar 2008. 3) Snorri, f. 28.
ágúst 1975, maki Sigrún Þor-
steinsdóttir, f. 11. apríl 1977,
sonur þeirra er Styrmir, f. 26.
Pabbi var lífsreyndur maður
og hafði margar reynslusögur að
segja frá lífi sínu og starfi við öll
helstu tilefni. Hann var mikill
viskubrunnur varðandi veður og
var kunnáttumikill sjómaður og
vélvirki. Kenndi hann marga
hluti sem voru ómetanlegir, eins
og að gefast ekki upp, þó svo á
móti blási. Þegar maður skamm-
aðist yfir því að lítið veiddist þá
sagði hann alltaf að í lok mánað-
arins þá gildir hversu oft maður
fór á sjó. Þeir fiska sem róa.
Þrautseigari mann er vart hægt
að finna. Það er hægt að segja að
maður hafi aldrei komið að tóm-
um kofunum hjá honum þegar
rætt var um næstum hvað sem er.
Þegar mamma þeirra varð
áhyggjufull og skammaðist yfir
því að þeir bræður væru úti á
firðinum á fleka að veiða, keypti
Þorsteinn faðir þeirra þá nýsmíð-
aða færeyska skektu handa þeim,
þá var pabbi um 10 ára gamall.
Hann ferðaðist til Moskvu 1957 á
alþjóðamót æskunnar og var sett-
ur í sóttkví þegar hann kom heim
frá Murmansk. Hann ólst upp á
smábátum en svo á Gerpi NK 104
frá 1957-1959 og lenti þar í hinu
mikla Nýfundnalandsveðri í febr-
úar 1959. Var á enskum togara,
Othello, í um mánuð og sagði sög-
ur af því þegar hann drakk ferskt
lýsið úr lifrarbræðslunni fyrir
framan Englendingana, hann
sagði sögur af þegar þeir voru að
mokfiska á Hafþór og Stíganda.
Hann átti Hafrúnu, sem var 12
tonna eikarbátur, sem fauk á
hvolf í ofsaveðri inni á Norðfirði
og hann lenti í ótrúlegri lífreynslu
– synti til lands, í desember 1973.
Þá lét hann smíða fyrir sig nýjan
bát, Veiðibjölluna, sem hann
gerði út til ársins 2005. Hann var
með þorskeldi í Norðfirði 2002-
2005 þar til Veiðibjallan samein-
aðist Síldarvinnslunni. Hann var
gríðarlegur húmoristi, vinamarg-
ur maður og góður.
Snorri.
Þegar maður lítur til baka á
æskuárin heima á Norðfirði þá
verður það ljóst að pabbi var eng-
inn venjulegur pabbi, óháð því
hvað það er að vera venjulegur.
Hann var langt út fyrir rammann
að flestu leyti, bæði hvað varðaði
líkamlegt atgervi og svo orð og
æði. Hann hafði örugglega meiri
afskipti af okkur krökkunum en
flestir feður á þessum tíma. Ef til
vill var það vegna þess að mamma
var yfirhjúkrunarkona, eins og
það hét þá, og sjúkrahúsið var
undirmannað og hún þurfti að
vinna mikið. Allavega var pabbi
alltaf að druslast með okkur, að-
allega í kringum útgerðina á
Veiðibjöllunni. Við vorum öll sett
í að beita og tókum þátt í því að
skvera af bátnum á vorin og mála.
Heima sá pabbi alfarið um ryk-
suguna og var með tuskuna á lofti
og skammaðist í okkur sem oft
var þörf á. Hann skreið um öll
gólf með okkur á bakinu, blés í
bumbuna á okkur og tók okkur í
kleinu (það voru sko engar smá
kleinur). Svo þegar við vorum
nógu gömul fórum við með á sjó.
Sá galli var hins vegar á gjöf
Njarðar að pabbi, ólíkt mörgum
öðrum trillukarlapöbbum, fór
ekki í land ef við urðum sjóveik.
Við urðum að æla lungum og lifur
allan daginn ef svo bar við – það
var engin miskunn.
Pabbi var kjarnyrtur – svo
kjarnyrtur að mömmu fannst
nauðsynlegt að setja hann í bölv-
bann. Það var sett upp krukka og
í hvert skipti sem bannið var
brotið þurfti að setja 50-kall í
krukkuna. Það fylltist hratt á
þessa krukku en svo gerðist at-
burður sem venjulega hefði or-
sakað krossbölv af verstu sort.
Pabbi hélt að Snorri bróðir hefði
tekið lyklana af trillunni með sér í
mánaðartúr á Blæng á Flæmska
hattinum. Við þennan atburð bað
pabbi með þjósti um undanþágu
frá banninu en bölvaði ekki. Hann
var talinn læknaður við þetta en
það var tómur misskilningur og
smám saman fór allt í sama farið.
Pabbi sagðist vera haldinn
mikilli barnagirnd – og glotti.
Hann hafði ótrúlega gaman af
börnum og lagði sig fram um að
vera í sambandi við barnabörnin
sín. Sagði að ömmur og afar ættu
að skipta sér af barnabörnunum
sínum. Hann yfirbauð tannálfinn
og keypti allar tennur barna-
barna sinna á 1.000 kr. stykkið.
Það er ljóst að dánarbúið er með
útistandandi skuldbindingar við
þetta óvænta fráfall.
Hann safnaði alla tíð góðum
vísum sem hann heyrði og tók síð-
an sjálfur til við að semja og not-
aðist þar við limruformið. Hann
var orðinn ansi flinkur í limru-
smíðinni og limrurnar hans voru
að sjálfsögðu glettnar og smá
blautlegar.
Snorri bróðir gaf pabba iPad
fyrir nokkrum árum. Mörgum
fannst þetta óttaleg vitleysa –
pabbi með sínar stóru hendur
gæti aldrei náð neinu valdi á lítilli
spjaldtölvu. Þetta reyndist hins
vegar vera misskilningur. Pabbi
og iPadinn urðu eitt – svo nánir
að okkur fannst stundum nóg um.
Hann var á Facebook og með
Skype og var í miklu sambandi
við fólk hérlendis og erlendis.
Hann var líka með Snapchat og
sendi á hverjum morgni veðurlýs-
ingu frá Bakkanum. Fjöldi manns
fékk snapp frá honum á hverjum
degi og sendi honum á móti.
Við systkinin, fjölskylda og
vinir höfum misst mikið, því
pabbi var svo félagslyndur og í
svo góðu sambandi við okkur öll.
Hins vegar er ekkert ósagt og
engin eftirsjá, nema bara að við
hefðum viljað fá meiri tíma með
þessum dásamlega manni.
Ástarkveðja,
Sveinbjörg Halldórsdóttir.
Okkur bræður langar til að
minnast föðurbróður okkar, Hall-
dórs Þorsteinssonar, sem lést á
sjúkrahúsinu í Neskaupstað á ný-
ársdag.
Allir sem þekkja vita að Dóri
var einstakur maður – trillukall
og sjómaður fram í fingurgóma.
Stór að vexti en ennþá stærri per-
sónuleiki. Hann gekk undir nafn-
inu „Dóri rauði“ í daglegu tali í
heimabænum og víðar en fyrir
okkur var hann Dóri frændi. Lit-
ríki, hjartahlýi, stríðni, trausti,
fyndni og hreint út sagt bráð-
skemmtilegi föðurbróðir okkar.
Samgangur á milli fjölskyldna
okkar var svo mikill að fram á
unglingsár var heimili Dóra og
Gunnu í Starmýri og síðar á Þilju-
völlum eins og annað heimili okk-
ar bræðra. Maður lét sér nægja
að banka nokkrum sinnum á
dyrnar en svo gekk maður inn.
Og stundum gleymdi maður
meira að segja að banka.
Það er margs að minnast þeg-
ar kemur að Dóra frænda – svo
stór hluti af æsku okkar var hann.
Með honum var farið í skemmti-
siglingar í nágrannafirðina á
sumrin, hjá honum fékk maður
fyrstu „alvöru“ vinnuna í beitu-
skúrnum og hjá honum fékk mað-
ur að heyra eins margar sögur og
maður kærði sig um en Dóri var
sögumaður af guðs náð. Virtist
geta búið til sögur með upphafi,
miðju og endi úr hverju einasta
smáatviki lífs síns. Ekki alltaf
gamansögur en þó langoftast
fyndnar og fjörugar.
En vinskapur Dóra og pabba
er það sem stendur upp úr á þess-
ari stundu. Þeir voru óaðskiljan-
legir í svo mörgum skilningi. Sín
hvor hliðin á sama peningnum.
Ólíkir í útliti og fasi en kjarninn
sá sami. Bræður, en fyrst og síð-
ast vinir.
Það er eilítil huggun í þeirri
staðreynd að Dóri kvaddi á af-
mælisdegi pabba og við sjáum þá
fyrir okkur núna; saman um borð
í Veiðibjöllunni NK 16, á leiðinni
út spegilsléttan fjörðinn. Dagur
að rísa og stefnan tekin á miðin.
Sveinbjörgu, Þórunni, Snorra
og fjölskyldum þeirra sendum við
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Halldór Þorsteinn,
Hrafnkell og Jón Knútur
Ásmundssynir.
Við fjölskyldan frá Vatni minn-
umst með þakklæti góðs drengs
og vinar, Halldórs Þorsteinsson-
ar, eða Dóra okkar eins og við
kölluðum hann alltaf, sem lést að
kvöldi nýársdags.
Í minningunni var hann stór,
rauðbirkinn og myndarlegur rétt
eins og líparítbjörgin í fjallahring
Norðfjarðar. Þar var hans staður
í lífinu, Neskaupstaður, sjávarút-
vegsbærinn, sem hann unni. Yfir
Dóra var líka sterkur blær af
traustu og skemmtilegu móður-
fólki hans frá Færeyjum.
Dóri birtist einn daginn
snemma á 7. áratugnum sem
kærastinn hennar Gunnu
frænku. Eftir það keyrðu þau
fjölskyldan að austan frá Nes-
kaupstað vestur í Dali nánast á
hverju sumri. Það var alltaf til-
hlökkunarefni þegar nálgaðist
komu þeirra að Vatni til sumar-
dvalar. Virðing, kærleikur og
gleði einkenndi samband þeirra
Gunnu og Dóra alla tíð. Þau voru
samrýnd hjón en ólík og bættu
hvort annað upp, hún dökk yfirlit-
um, djúpvitur og spök; hann
glettinn og glaðlyndur fullur af
lífsgleði. Dóri varð strax mikil
stjarna í hópi fólksins hennar
Gunnu vestur í Dölum; traustur,
með góða nærveru, hláturmildur,
beittur í samfélagsgagnrýni
sinni, sögumaður og húmoristi af
guðs náð.
Fjölskyldan var Dóra allt,
elsku Gunna hans, blessuð sé
minning hennar, börnin þeirra
þrjú þau Sveinbjörg, Þórunn og
Snorri, og barnabörnin öll, sem
veittu Dóra svo mikla gleði alla
tíð, og ekki síst á þessum síðustu
árum eftir að Gunnu naut ekki
lengur við. Það var mikil gleði í
kringum þessa fjölskyldu.
Við þökkum af einlægni fyrir
að hafa fengið að eiga hlutdeild í
lífi góðs drengs sem lýsti upp til-
veru okkar allra. Hugur okkar er
hjá börnum hans, barnabörnum
og öllum þeim sem nú kveðja góð-
an félaga og vin.
Einn var allra bestur
eðliskostur þinn:
lundin ljúfa, glaða,
létti hláturinn.
Ama burtu báru
bros þín mild og hlý.
Eyddist þögn og þykkja
þinni návist í.
(H.Z.)
Hugrún Þorkelsdóttir
og fjölskylda.
Halldór
Þorsteinsson
✝ Magnús Guðberg
Jónsson fæddist
18. apríl 1929 á
Ytri-Hofdölum,
Viðvíkursveit í
Skagafirði. Hann
lést á hjartagátt
Landspítalans
við Hringbraut
17. desember
2017.
Foreldrar
hans voru Jónína
Sigríður Magnúsdóttir, f.
30.12. 1890 að Saurbæ í Kol-
beinsdal, d. 8.7. 1992, og Jón
Sigfússon, f. 21.4. 1890 að
Krakavöllum í Fljótum, d. 1.1.
1969.
Magnús átti þrjú systkini,
Þorstein Björn, f. 2.6. 1925, d.
18.7. 1996, Margréti, f. 25.1.
1960, maki Sigurður Pét-
ursson og eiga þau þrjá syni
og fimm barnabörn. 4) Björn
Auðunn, f. 1961, maki Val-
gerður Lísa Gestsdóttir og
eiga þau tvö börn og fimm
barnabörn. 5) Magnús Þór, f.
1962, maki Anna Carlsdóttir
og eiga þau samtals þrjú börn
og tvö barnabörn. 6) Baldvin
Már, f. 1964, á hann tvær
dætur og eitt barnabarn.
Magnús fluttist með for-
eldrum sínum til Akureyrar
1945, var nemandi Heyrnleys-
ingjaskólans frá 6-15 ára
aldurs. Lengst af starfsævinni
stundaði hann sjóinn á ýms-
um skipum, ýmist sem háseti
eða netamaður.
Síðustu starfsár hans voru
á netastofu Hampiðjunnar.
Hann hætti störfum 71 árs.
Hann var heiðraður á
sjómannadaginn 3. júní 2007.
Í júlí 2016 flutti hann á
Hrafnistu í Reykjavík.
Útför hans fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 9. janúar
2018, klukkan 13.
1927, d. 16.1.
2017, og Sigur-
línu, f. 12.7. 1930,
búsett í Reykja-
vík.
Hann kvæntist
30.12. 1955
Gunnlaugu Björk
Þorláksdóttur, f.
28.2. 1936 á Ísa-
firði, og bjuggu
þau sinn búskap á
Akureyri. Þau
skildu 1971.
Þau eignuðust sex börn. 1)
Jón Hafsteinn, f. 1956, maki
Elín Hrönn Gústafsdóttir og
eiga þau samtals sjö börn og
14 barnabörn. 2) Ingibjörg
Guðrún, f. 1958, maki Ólafur
Jóhannesson og eiga þau sam-
tals fjögur börn og þrjú
barnabörn. 3) J. Sigríður, f.
Elsku afi Maggi er dáinn. Ég
bjóst ekki við því að hann færi
alveg strax en auðvitað var
hann orðinn fullorðinn en samt
svo hress. Afi lifði við þær tak-
markanir sem heyrnar- og mál-
leysi skapar og þess vegna voru
samskiptin flóknari. Það kom
samt aldrei í veg fyrir að ég
gæti tjáð mig við hann og á
tímabili lærði ég táknmál og þá
kíkti hann stundum í heimsókn
og sýndi því áhuga að maður
vildi læra tungumálið hans. Afi
var ótrúlega fallegur maður,
eins og kvikmyndastjarna á sín-
um yngri árum. Hann var bros-
mildur og mér finnst alltaf hafa
verið stutt í hláturinn hjá hon-
um. Spenntastur var hann þeg-
ar von var á nýjum einstaklingi
í fjölskylduna. Hann var alltaf
mættur stuttu eftir fæðingu að
virða litla krílið fyrir sér og
skoðaði hvern fingur og hverja
tá. Hann var áhugasamur um
fólkið sitt og spurði alltaf frétta
þegar ég hitti hann og honum
fannst alltaf gaman að hitta litlu
barnabarnabörnin sín. Síðast
þegar ég hitti hann, viku fyrir
andlát hans, var hann mættur í
anddyrið á Hrafnistu þar sem
hann bjó til að taka á móti okk-
ur. Hann hafði séð okkur koma
út um gluggann á herberginu
sínu og virtist spenntur að fá
okkur í heimsókn. Hann var
hress og kátur og skildi meira
að segja göngugrindina eftir og
tók stigann þegar hann kvaddi
mig og börnin mín og fór í kaffi.
Ég er þakklát fyrir að hafa far-
ið til hans og séð hann í síðasta
sinn svona sprækan og flottan.
Blessuð sé minning þín, elsku
afi minn.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Imma.
Óðum fækkar þeim nemend-
um sem áttu samleið í Málleys-
ingjaskólanum, eins og skóli
fyrir heyrnarlausa nemendur á
Íslandi hét þá. Nýlega kvöddum
við einn samnemanda og nú
hefur Magnús sjómaður kvatt
sína tilvist skyndilega. Það eru
tvö ár á milli okkar Magnúsar
en fjölskyldur okkar bjuggu í
sitthvorum landshlutanum.
Magnús kom frá Ytri-Hofdölum
í Skagafirði og ég kom frá Hesti
í Önundarfirði. Við sem vorum
utan af landi urðum að dvelja í
heimavist skólans. Skólastýran
var Margret Rasmus, ekkja eft-
ir Johann Christian Gustav
Rasmus. Við Magnús kynnt-
umst því kennsluaðferðum sem
Margrét innleiddi og í heyra í
dag sögunni til. Þar á meðal var
notuð svokölluð munn-hand að-
ferð sem á uppruna sinn til
Danmerkur. Nemendum var þá
gert að gera merki með fingr-
um fyrir þau hljóð málsins sem
erfiðast var að lesa af vörum.
Um leið var reynt að beita vara-
lestri. Við starfi Margrétar tók
síðar Brandur Jónsson, sem
kom með talsverðar nýjungar í
kennsluaðferðum sem m.a.
stuðluðu að því að nýta meira
heyrnarleifar nemenda. Eitt
kjörbarna Margrétar og Jó-
hanns, Hendrik Rasmus, skráði
grein sem varðveitir minningu
foreldranna um leið og hann
veitti innsýn í tímann sem nú er
að baki. Hann segir m.a. að
Margrét Rasmus hafi fórnað lífi
sínu fyrir bágstadda alla tíð og
hafi verið sæmd riddarakrossi
fálkaorðunnar fyrir vikið. Jó-
hann maður hennar var henni
stoð og stytta. Jóhann kenndi
einum bráðgáfuðum heyrnar-
lausum manni dönsku og þýsku
á kvöldin en þeir sátu og skrif-
uðust á með góðum árangri.
Maður þessi var Tryggvi Jóns-
son sem lærði síðar söðlasmíði
og húsgagnabólstrun og segir
sagan frá því að hann hafi farið
aleinn til útlanda og keypti efni.
Svo vel gagnaðist honum tungu-
málakennslan. Margrét hafði yf-
ir 30 börn í heimavist skólans
og þurfti auðvitað mikla mjólk.
Jóhann byggði því fjós fyrir 12
kýr og hlöðu á skólalóðinni og
ræktaði frábært kúakyn að
danskri fyrirmynd.
Margrét reyndi að koma öll-
um heyrnarlausum nemendum
sínum í eitthvert nám eða iðn.
Magnús var þar ekki undan-
skilinn, en hann var hörkudug-
legur og stundaði nám í hús-
gagnabólstrun í eitt ár. Hann
hvarf svo til sjómennsku, sem
varð hans ævistarf. Magnús
kvæntist Gunnlaugu Björk Þor-
láksdóttur, en þau skildu.
Magnús á sex mannvænleg
börn sem lifa föður sinn. Magn-
ús var ætíð glæsilegur og ljúfur
í framkomu og verður hans sárt
saknað. Sá hópur sem lifði
þessa umbrotatíma í kennslu-
háttum heyrnarlausra átti sam-
eiginlegar minningar og dulinn
strengur tengdi okkur ætíð. Við
hjónin minnumst Magnúsar
með hlýju og þakklæti fyrir
góðar stundir í gegnum tíðina.
Magnús var fjölskylduvinur,
bæði vinur minn og Guðmundar
maka míns og við sendum sam-
úðarkveðjur til ástvina. Megi
minningin um Magnús lifa um
ókomna tíð.
Hervör Guðjónsdóttir og
Guðmundur Egilsson.
Magnús Guðberg
Jónsson