Morgunblaðið - 09.01.2018, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018
✝ Gísli Finnbogifæddist í
Reykjavík 27.
febrúar 1940.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
1. janúar 2018.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Katarínus Gísla-
son, f. 1902, d.
1986, og Ágústa
Jónasdóttir, f. 1904, d. 1981.
Voru þau 10 systkinin og var
hann þriðji yngsti í þeim
barnahópi, hin eru Anna, d.
1935, Egill, Guðbjörg Gíslína,
d. 1996, Jónas Ellert, d. 2015,
Jón, d. 2016, Anna, d. 1993,
Gústaf Geir, d. 1961, og Stef-
anía Ragnhildur. Fyrri eig-
inkona Finnboga var Elísabet
Magnúsdóttir, f. 24. júní 1943.
Foreldrar hennar voru Magnús
Kristjánsson og Arnbjörg Her-
mannsdóttir. Börn þeirra eru:
1) Ágústa Finnbogadóttir, f.
son, börn Þórey Erla Sigurð-
ardóttir og Hulda Sigrún
Sigurðardóttir. 2) Ragnar
Rögnvaldsson, f. 1962, börn
Emilía Ruth Ragnarsdóttir og
Rögnvaldur Ágúst Ragnarsson.
3) Rögnvaldur Rögnvaldsson, f.
1965, maki Rakel Sigurð-
ardóttir, börn Daníel Rögn-
valdsson, Bjartur Rögnvalds-
son og Eiríkur Atli
Rakelarson. 4) Alda J. Rögn-
valdsdóttir, f. 1967, maki Arne
Sólmundsson, börn: Alex Berg
Arneson og Jana Ruth Arne-
dóttir.
Finnbogi ólst upp í Vestur-
bænum í Reykjavík, fór korn-
ungur til sjós hjá Jónasi bróð-
ur sínum í Ólafsvík. Hann
menntaði sig í vélstjórn og
skipstjórn og stýrði bátum auk
þess að eiga eigin útgerð í
Ólafsvík. Árið 1980 flutti fjöl-
skyldan til Reykjavíkur, starf-
aði hann hjá Gunnari Ásgeirs-
syni á VDO-mælaverkstæði í
nokkur ár. Eftir það starfaði
hann hjá Vegagerð ríkisins
þar til hann lét af störfum
vegna aldurs.
Finnbogi verður jarðsunginn
frá Guðríðarkirkju í dag, 9.
janúar 2018, og hefst athöfnin
klukkan 15.
1963, maki Magn-
ús Jónatansson,
börn: Victor Pálm-
arsson, Finnbogi
Arnar Strange og
Alexander Egg-
ertsson. 2) Guð-
mundur Finn-
bogason, f. 1964,
maki: Þorgerður
Guðrún Sveins-
dóttir, börn: El-
ísabet Ösp Guð-
mundsdóttir og Auður Ösp
Guðmundsdóttir. 3) Arnbjörg
Finnbogadóttir, f. 1966, barn
Helga Mattína Sveinsdóttir.
Finnbogi eignaðist síðan Ragn-
hildi Finnbogadóttur, f. 1991,
með Sigrúnu Sigurjónsdóttur.
Eftirlifandi eiginkona Finn-
boga er Þórey Erla Ragn-
arsdóttir, f. 27. júní 1941. For-
eldrar hennar voru Ragnar
Þorsteinsson og Alda Jenný
Jónsdóttir. Börn hennar eru:
1) Sólrún Elín Rögnvaldsdóttir,
f. 1960, maki: Sigurður Inga-
Kveðjustundin er komin,
elsku pabbi minn. Ég fyllist
söknuði og um leið þakklæti fyrir
okkar tíma saman. Þú fórst frá
okkur allt of snemma, ég sagði
alltaf við þig að þú yrðir allavega
90 ára tuðandi gamalmenni. En
það rættist því miður ekki þar
sem skyndileg veikindi tóku þig
frá okkur á þremur vikum.
Í minningunni hlýnar mér um
hjartarætur því þú varst svo
góðhjartaður og máttir ekki
neitt aumt sjá og vildir alltaf öll-
um svo vel. Afastrákarnir þínir
sjá á eftir flottum karli sem elsk-
aði að veiða fisk og það var mjög
mikilvægt hjá honum að gefa
barnabörnunum veiðistangir og
hjól því allir áttu að eiga kost á
því að kasta stöng og ná sér í
fisk.
Í minningunni um pabba þá
minnist ég þess hve oft hann
kom heim með margar tegundir
af fiski þegar hann kom að landi.
Þegar pabbi var á rækju var
komið með heilu föturnar sem
rétt fóru í pottinn í suðu og síðan
beint í vaskinn og við vorum öll
fjölskyldan að pilla rækjur.
Pabbi bjó líka til besta saltaða
hrossakjötið sem ég hef smakk-
að, hann saltaði í tunnu, síðan
var það soðið eða búnar til
hrossakjötsbollur, algjört lost-
æti. Margar ferðir voru farnar á
sumrin í Dalina, þar vorum við
að veiða og heimsækja vinafólk í
sveitinni. Yndislegar tjaldferðir
sem við fórum um landið og það
var sko oft fjör hjá okkur krökk-
unum. Ekki má gleyma utan-
landsferðinni til Noregs með
Tona og fjölskyldu.
Við pabbi náðum alltaf vel
saman, minningarnar hrannast
upp á þessari stundu. Áhugi okk-
ar lá meðal annars í matar-
ástríðu. Alltaf þegar pabbi og
Erla komu austur í bústað þá var
búið að plana hvað átti að grilla
um helgina. „Happy hour“ var
úti í Bjössó, horft yfir Hvítána og
fjallahringinn sem er alveg stór-
kostleg sýn. En fyrst af öllu var
vaknað eldsnemma á morgnana,
þá fór hann út í á til að sjá hvort
það væri fiskur, kom inn og fékk
sér kaffi og með því, síðan var
farið út með Magnúsi og ekki
vantaði verkefnin á þeim bæn-
um. Pabbi var með smá land-
skika til að setja niður kartöflur
á vorin í sveitinni. Voru þær al-
gjört góðgæti nýuppteknar, ber-
jatínsla á haustin því Erla er
snillingur í því að búa til góðar
sultur og ekki má nú gleyma rab-
babaranum. Við áttum líka sam-
an yndislegar stundir á Spáni í
nokkur ár. Fannst þeim gott að
vera í sólinni á Spáni og með vin-
um þar. Á gamlársdag um sex-
leytið komum við uppá líknar-
deild með humar ef ske kynni að
hann gæti smakkað og líka uppá-
halds freyðivínið til að skála í
kristalsglösum fyrir öllum okkar
samverustundum í lífinu, þakk-
læti og ást til pabba. Við áttum
dýrmæta stund og grétum sam-
an og var það síðasta stundin
okkar saman þegar ég bauð þér
góða nótt. Pabbi dó á nýársdag, á
fallegum vetrardegi í kyrrð og á
köldum degi. Þetta var mikið
áfall og einn af erfiðustu dögum
lífs míns, ég mun alltaf sakna
pabba en ég trúi að sorgin muni
á endanum víkja fyrir þakklæti
og græða sárin.
Ég elska þig pabbi, veit að nú
líður þér vel og við munum hitt-
ast á ný þegar minn tími kemur.
Ég elska þig að eilífu,
Ágústa Finnbogadóttir.
Elsku besti pabbi minn.
Þegar ég og Þorgerður Guð-
rún mín sóttum ykkur hjónin á
Keflavíkurvöll 9. desember 2017
og keyrðum ykkur heim á Prest-
stíginn hófst erfitt ferðalag hjá
þér í veikindum þínum sem lauk
á líknardeild Landspítalans 1.
janúar 2018. Við fengum of stutt-
an tíma með þér í þínum veik-
indum en sá tími var mjög dýr-
mætur.
Ég og pabbi minn áttum okk-
ar tómstundir saman sem var
stangveiði og hestamennska sem
gaf okkur mikið.
Við feðgar stunduðum saman
sjómennsku á Örvari frá Ólafs-
vík sem var tveggja tonna trilla
þegar ég var ungur, sem var
mikið ævintýri.
Pabba þótti gaman að elda
góðan mat og var kjötsúpan
mjög vinsæl hjá öllum.
Einn daginn í jólaösinni komst
ég ekki til hans á Landspítalann
og hann sagði við mig daginn
eftir: Þín var sárt saknað í gær,
Guðmundur minn. Þegar pabbi
vissi hvað hann ætti stutt eftir
sagði hann við mig: Við förum
ekki saman að veiða næsta
sumar. Það er mikill söknuður í
brjósti mínu að geta ekki hringt
og fengið góð ráð þegar ég fer
næst að veiða.
Ég kveð þig, kæri félagi, með
góðar minningar í farteskinu,
megir þú hvíla í friði, elsku pabbi
minn.
Þinn sonur,
Guðmundur Finnbogason.
Elsku afi, ég var nú ekki hár í
loftinu þegar ég fékk að kynnast
þér en mínar fyrstu minningar
eru lærdómur.
Þú kenndir mér handtökin í
veiðimennsku, sýndir mér
hvernig umgangast ætti hesta
(þrátt fyrir að mér hafi alltaf
fundist þeir bestir sem herra-
mannsmatur í boði hjá þér), þú
komst með þorramat inn í mína
veröld og var ég ávallt einn af
þeim fáu sem hámuðu í sig há-
karlinn þegar hann stóð til boða,
mörgum til mikillar undrunar.
Þú átt heiðurinn af mörgu sem
ég er í dag, afi minn, enda hef ég
alltaf litið upp til þín og þú verið
mér fyrirmynd í lífinu. Þú varst
einstaklega hjálpsamur og vel-
viljaður. Allir sem til þín þekkja
vita að þú varst ekki maður sem
hangsaði við hlutina. Hvort sem
það var heimilið, vinnan eða
verkefni fyrir fjölskyldu og vini
þá afgreiddir þú hlutina bæði
fljótt og örugglega alveg fram í
hið síðasta.
Ég þakka fyrir lokastundir
okkar saman og er stoltur af þér.
Þú hélst í húmorinn alveg fram á
lokastundu. Tókst á móti því
óumflýjanlega með bros í öðru
munnviki og hugrekki í hjarta,
þvílíkt mikilmenni. Þú verður í
huga mér í hvert skipti sem ég
dreg fisk að landi.
Nú kveð ég þig í hinsta sinn,
afi minn. Takk fyrir ferðalagið á
þessari jörð.
Þú varst gull af manni.
Victor Pálmarsson.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín geta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Hvildu í friði, elsku afi.
Auður Ösp.
Á nýársdag fengum við þær
fregnir að Bogi hefði fallið frá
eftir stutt og erfið veikindi.
Bogi og Erla voru stödd á
Spáni og höfðu áætlað að vera
þar í nokkra mánuði. Skyndilega
tóku örlögin völdin þegar Bogi
kenndi sér meins sem varð til
þess að heimferðinni til Íslands
var flýtt og komu þau til landsins
9. desember. Á leið heim frá
flugvellinum komu þau við á
bráðamóttöku Landspítalans
þar sem stutt og erfið barátta
hófst við illvígan sjúkdóm.
Áfallið er mikið þegar svo
skyndilega er gripið í taumana,
en Bogi var mjög hraustur mað-
ur og blómstraði í því sem hann
tók sér fyrir hendur. Hann var
farinn að hlakka til að fara að
veiða og byrjaður að skipuleggja
sumarið. Þau verkefni tekur
hann nú á öðrum vettvangi.
Mamma kynntist Boga fyrir
rúmum 20 árum eða nokkrum
árum eftir að eiginmaður hennar
féll frá. Þó tíminn með honum
hafi ekki verið langur er óhætt
að segja að þau hafi notað hann
vel. Þau hjón voru mjög samrýnd
og gerðu allt saman eins og að
veiða, synda, ganga og síðast en
ekki síst ferðast um heiminn.
Við þökkum Boga kærlega
fyrir samfylgdina og vottum að-
standendum okkar dýpstu sam-
úð.
Elsku mamma, við sendum
þér hlýja strauma og stöndum
þér við hlið í sorginni.
Sólrún, Ragnar, Rögnvaldur,
Alda og fjölskyldur.
Látinn er kær tengdafaðir og
vinur.
Það var sárt að missa þennan
yndislega mann, sem var hluti af
daglegu lífi manns og þegar
maður rifjar upp þann tíma sem
við áttum samleið þá situr eftir
þakklæti og heiður að hafa feng-
ið að njóta allra þeirra stunda
sem við áttum saman.
Samband okkar óx með árun-
um og þykir mér vænt um það
um leið og það eykur eftirsjána.
En þó það svíði sárt verður
maður að vera þakklátur fyrir að
hafa þó haft hann fram á ævi-
kvöldið
Eftir því sem maður kynntist
honum betur þá var augljósara
hvernig hann vildi að maður hug-
aði að hlutunum til lengri tíma
og að mikilvægt væri að gefast
aldrei upp, hlusta ekki á úrtölur
eða dvelja of lengi við yfirborðið.
Hann horfði fram á veginn og
var aldrei að velta sér upp úr
hlutum sem skiluðu engu.
Hann var ávallt boðinn og bú-
inn að rétta hjálparhönd þegar
dytta þurfti að eignum og vann
þá alltaf eins og hamhleypa. Það
lá við að maður yrði þreyttur
bara af því að fylgjast með hon-
um.
Hefðbundnar rammíslenskar
matarstundir með honum og
Erlu, konunni hans, áttu sinn
sess og dreifðust jafnt út árið því
Finnbogi var mikill matgæðing-
ur. Þar stóð upp úr siginn fiskur,
sviðaveisla, saltfiskur, saltað
kjöt, grásleppa, kjötsúpa og ann-
að þjóðlegt.
Undir eðlilegum kringum-
stæðum hefðu Finnbogi og Erla
konan hans dvalið á Spáni í hit-
anum þennan tíma, nokkuð sem
hann dáði og sótti í.
Hann var farsæll og gætinn í
starfi og sem skipstjóri þá skilaði
hann ávallt öllum til lands þrátt
fyrir að úfið hafið væri ekki
ávallt árennilegt.
Ég hafði yndi af því að hlusta
á sögurnar frá sjómannsárunum,
baráttuna fyrir lífsbjörginni og
vinnusemina þar sem allt helg-
aðist af því að hafa ofan í sig og á
fyrir sig og sína. Þegar betur er
að gáð liggur svo ljóst fyrir
hversu hörð lífsbaráttan var og
hversu stutt er síðan að þannig
var Ísland.
Á þeim tímum voru ekki
greiddir bónusar fyrir það að
mæta á réttum tíma eða vera
ekki veikur. Það var byggt inn í
eðlið, vitundina og uppeldið.
Af þessari kynslóð var Finn-
bogi og þannig var hann alla tíð,
ávallt á réttum tíma og klár með
það sem honum var falið. Leti og
ómennska var eitur í hans
beinum.
Finnbogi var kletturinn sem
birtist þegar fjaraði út, stundum
fannst mér hann vera gerður úr
stáli.
Hann var kyrrlátur dagurinn,
nýársdagur, þegar hann kvaddi.
Sjórinn spegilsléttur og veðrið
kyrrt og fallegt. Máninn fullur
og eins nálægt jörðu og hægt
var. Það var allt sem togaði hann
til sín.
Finnbogi er farinn, en það er
bjart yfir hans lífsbók. Hann
háði stuttan bardaga við illvígan
sjúkdóm og ákvað að gera það á
sinn hátt.
Tók afstöðu af æðruleysi og
ákvað að klára baráttuna með
sinni aðferð sem var ekki að eyða
of löngum tíma í það sem skilaði
engu. Þannig var hann samur við
sig og trúr sínu lífsmunstri.
Nú kveð ég þennan vin og ég
er þakklátur fyrir það sem hann
kenndi mér. Ég veit að það verð-
ur vel tekið á móti honum og við í
jarðríki munum reisa honum
minnisvarða í hugum okkar og
marka spor um einstakan mann
sem ylja.
Magnús Jónatans.
Gísli Finnbogi
Guðmundsson
HINSTA KVEÐJA
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Hvíldu í friði, elsku
tengdapabbi.
Þín tengdadóttir,
Þorgerður Guðrún.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þinn afastrákur,
Alexander.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA GUÐBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Völlum,
lést fimmtudaginn 4. janúar.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 12. janúar klukkan 13.
Sigrún Sigurgeirsdóttir Jón S. Stefánsson
Ólafur Sigurgeirsson Hrönn Friðriksdóttir
Halla Sigurgeirsdóttir Gunnar Magnússon
Jóna Guðrún Sigurgeirsd. Ólafur Árnason
Fanney Sigurgeirsdóttir Jón Árnason
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN KR. INGÓLFSSON
bifvélavirki,
Bárustíg 2, Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Sauðárkróki þriðjudaginn 2. janúar.
Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
13. janúar klukkan 14.
Regína Magnúsdóttir
Magnús Jónsson Karitas R. Sigurðardóttir
Jónína Inga Jónsdóttir Kristján Óli Jónsson
Helgi Jón Jónsson Inga Hjördís Aðalbjarnardóttir
Halldór Jónsson Rósa María Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, amma, langamma og
tengdamóðir,
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR,
Vesturtúni,
Álftanesi,
lést á Landspítalanum mánudaginn
1. janúar. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn
18. janúar kl. 15.
Þorbjörg Jóhannsdóttir
Ingi Bjarni Viðarsson
Stefán Geir Tryggvason
Rannar Carl Tryggvason
langömmubörn
og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÁSGEIR LÁRUSSON,
Hlíðargötu 4,
Tungu, Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
fimmtudaginn 4. janúar.
Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 12. janúar
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað.
Unnur Bjarnadóttir
Heimir Ásgeirsson Freyja Theresa Ásgeirsson
Sveinn Ásgeirsson Hólmfríður Th. Brynjólfsdóttir
barnabörn og langafabörn