Morgunblaðið - 09.01.2018, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018
Franski NóbelshöfundurinnPatrick Modiano rakst ár-ið 1988 á auglýsingu í dag-blaðinu Paris-Soir frá
árinu 1941 þar sem segir: „Við erum
að leita að ungri stúlku sem heitir
Dóra Bruder, hún er 15 ára, 1,55 á
hæð, andlitið sporöskjulagað, augun
grábrún, klædd í gráan sportjakka,
vínrauða peysu, dökkblátt pils og
húfu, brúna íþróttaskó. Komið öllum
upplýsingum til
Bruder-hjónanna,
Ornanó-búlevarði
41 í París.“
Auglýsingin
vakti áhuga Mod-
iano sem lengi
hafði þekkt Orn-
anó-búlevarð og
hann fór að skoða
húsið þar sem Bru-
der-hjónin höfðu
búið og velta fyrir sér hvaða fólk
þetta hefði verið, og þá einkum hver
stúlkan var sem lýst var eftir. Nær
áratug síðar, eftir að hafa leitað
heimilda víða – í skólum, hjá ætt-
ingjum, á lögreglustöðvum og ým-
iskonar skjalasöfnum, og eftir að
hafa gengið fram og til baka þær
götur sem Bruder-fjölskyldan hafði
farið um og búið við, sendi Modiano
frá sér söguna Dóra Bruder. Sögu
sem hefur haft mikil áhrif á þá sem
hafa lesið og varð þess meðal annars
valdandi að hluta breiðstrætisins við
heimili fjölskyldunnar í París hefur
nú verið gefið nýtt heiti, Promenade
Dora Bruder.
Modiano fæddist 1945, árið sem
seinni styrjöldinni lauk, og hafa
stríðsárin verið honum gjöful upp-
spretta sagna. Foreldrar hans – fað-
irinn ítalskættaður gyðingur og
móðirin belgísk leikkona – kynntust
á þessum árum og bækur hans fjalla
allar á einhvern hátt um París, her-
nám nasista, gyðingdóm og sjálfs-
mynd sögumanns.
Fyrsta skáldsaga Modiano, La
Place de l’Étoile, kom út árið 1968,
og síðan hefur hann skrifað fjölda
skáldsagna, sem allar eru stuttar,
innan við 200 bls., og hefur sagna-
heimur hans notið sívaxandi virð-
ingar og hylli í heimalandinu. En
verðskuldaða heimsfrægð öðlaðist
hann þó ekki fyrr en með Nóbels-
verðlaununum árið 2014. Strax í
fyrstu bókinni tók Modiano að tak-
ast á við þau lykilatriði allra sagna
hans, sem sérstaklega var minnst á í
rökstuðningi Sænsku akademíunnar
fyrir Nóbelnum: minnið, sjálfsmynd-
ina og tímann. Þrjá þætti sem leit
sögumanns í Dóru Bruder hverfist
einmitt um.
Fyrsta saga Modiano til að rata á
íslensku, hin áhugaverða Svo þú vill-
ist ekki í hverfinu hérna, kom út hér
haustið 2015, í vandaðri þýðingu Sig-
urðar Pálssonar sem gjörþekkti höf-
undarverk skáldbróður síns. Í sam-
tali okkar Sigurðar um þá sögu, sem
byggist á formi sakamálasagna sem
Modiano fer þó afar persónulega
með, kvaðst Sigurður næst ætla að
þýða Dóru Bruder, sem hann áleit
eitt af lykilverkum höfundarins,
meistaralega sögu sem hann rakti.
Dóra Bruder varð síðasta þýðing
Sigurðar og þegar hún barst mér í
hendur í liðinni viku byrjaði ég strax
að lesa – og gat ekki hætt fyrr en
bókinni var lokið. Og var djúpt
snortinn enda er stutt sagan áhrifa-
ríkt meistaraverk. Þetta er listilega
fléttuð heimildasaga, þar sem þessi
mikli sagnameistari rekur margra
ára leit sína að Bruder-fólkinu í Par-
ísarborg stríðsáranna, leit sem leiðir
hann í hverja blindgötuna á fætur
annarri en þó oft að einhverjum nýj-
um upplýsingum eða hugmyndum.
Saman við blandar Modiano frá-
sögnum af föður sínum og segir
nokkuð af nöturlegum og óneitan-
lega sérkennilegum samskiptum
þeirra feðga. Þá koma einnig ör-
stuttar er áhrifaríkar örlagasögur
annarra gyðinga í Parísarborg á
tímum seinni heimsstyrjaldarinnar
við sögu og styðja við og undir-
byggja brotakennda frásögnina af
Dóru og foreldrum hennar.
Eins og í öðrum bókum Modiano
er Parísarborg nánast eins og ein
aðalpersónan og las ég bókina með
Google Earth-forritið opið við hlið
mér og gat þar farið eftir götum
borgarinnar og horft á sum húsin
sem koma við sögu og á nýjar bygg-
ingar þar sem áður stóðu hús sem
tengjast frásögninni en eru horfin,
rétt eins og svo margt í sögu fólksins
sem Modiano sýnir fram á að hafi
jafnvel meðvitað verið reynt að eyða,
enda meðferð franskra stjórnvalda á
gyðingum á stríðsárunum skamm-
arleg – sum skjölin sem hann leitar,
eins og skýrslur lögreglustöðva þar
sem gyðingum var haldið föngnum,
var eytt eftir stríðið og þar með
nöfnum margra lögreglumannanna
sem níðst höfðu á fólkinu.
Texti Modiano er látlaus en lipur
og snarar Sigurður Pálsson honum
listavel á íslensku í síðustu þýðingu
sinni. Lesandinn ferðast með höf-
undinum í leitinni að Dóru, þar sem
hann reynir árangurslaust að kom-
ast að ástæðunni fyrir hvarfi hennar
árið 1941, hvarfi sem við vitum þó að
var strok og það leiddi föður hennar
inn á lögreglustöð að tilkynna hvarf-
ið. Allt hefur það haft eitthvað að
segja um hvernig fór.
Í frásögnum um helför gyðinga og
hræðileg örlög milljóna breytast ein-
staklingar iðulega í andlitslausar töl-
ur en það sem Modiano gerir svo
snilldarvel hér er að sýna okkur
fólkið sjálft, og hann hreyfir við okk-
ur með ógleymanlegri sögu þess.
Þessi íslenska útgáfa Dóru Bru-
der er falleg myndalaus kilja, í anda
bóka Gallimard-forlagsins sem gefur
út bækur Modiano. Í sumum út-
gáfum eru þó birtar ljósmyndir sem
höfundurinn fann af Dóru og fólkinu
hennar. Ég freistast til að birta eina
þeirra hér, af unglingnum með for-
eldrum sínum, ljósmynd sem var
tekin áður en auglýst var eftir henni
og áður en fjölskyldan litla var
þurrkuð af yfirborði jarðar. Löngu
áður en Modiano reisti þeim þennan
fagra en átakanlega bautastein.
Örlagasaga „… þau standa þarna þrjú í röð en snúa andlitinu að myndavélinni: fremst er Dóra og móðir hennar,
báðar í hvítri blússu og svo kemur Ernest Bruder í jakka með bindi.“ Í sögunni Dóra Bruder leitar Patrick Modiano
að upplýsingum um líf Dóru og foreldra hennar, og greinir frá nöturlegum örlögum þeirra í París stríðsáranna.
Meistaraleg saga af leit og
örlögum ungrar stúlku
Skáldsaga
Dóra Bruder bbbbb
Eftir Patrick Modiano.
Sigurður Pálsson þýddi.
JPV útgáfa, 2018. Kilja, 163 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
AFP
Höfundurinn Patrick Modiano segir átakanlega sögu Dóru Bruder.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Lau 24/2 kl. 20:00 aukas.
Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/3 kl. 20:00 aukas.
Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas.
Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas.
Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Lau 10/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s
Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Fös 23/2 kl. 20:00 aukas.
Síðustu sýningar leikársins!
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Fim 11/1 kl. 20:00 Frums. Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s
Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Mið 31/1 kl. 20:00 10. s
Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s
Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s
Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar.
Medea (Nýja sviðið)
Lau 13/1 kl. 20:00 Frum Mið 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 28/1 kl. 20:00 7. s
Sun 14/1 kl. 20:00 2. s Fim 18/1 kl. 20:00 5. s Mið 31/1 kl. 20:00 8. s
Þri 16/1 kl. 20:00 3. s Mið 24/1 kl. 20:00 6. s
Ástir, svik og hefndarþorsti.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fös 12/1 kl. 20:00 43. s Fim 18/1 kl. 20:00 45. s Lau 20/1 kl. 20:00 47. s
Lau 13/1 kl. 20:00 44. s Fös 19/1 kl. 20:00 46. s Sun 28/1 kl. 20:00 48. s
Draumur um eilífa ást
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 14/1 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas.
Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Sun 4/2 kl. 13:00 aukas.
Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor.
Skúmaskot (Litla sviðið)
Lau 13/1 kl. 13:00 3. s Lau 20/1 kl. 13:00 5. s Lau 27/1 kl. 13:00 7. s
Sun 14/1 kl. 13:00 4. s Sun 21/1 kl. 13:00 6. s Sun 28/1 kl. 13:00 8. s
Búðu þig undir dularfullt ferðalag!
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Lau 13/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00
Sun 21/1 kl. 13:00 Sun 4/2 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka
Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn
Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Hafið (Stóra sviðið)
Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn
Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn
Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn
Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00
Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00
Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00
Brúðusýning
Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 11/1 kl. 20:00 Fös 19/1 kl. 22:30 Lau 27/1 kl. 20:00
Fös 12/1 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 22:30
Fös 12/1 kl. 22:30 Lau 20/1 kl. 22:30 Fim 1/2 kl. 20:00
Lau 13/1 kl. 20:00 Sun 21/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 20:00
Lau 13/1 kl. 22:30 Fim 25/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 22:30
Sun 14/1 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00
Fös 19/1 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 22:30 Lau 3/2 kl. 22:30
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Efi (Kassinn)
Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka
Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn
Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fim 15/2 kl. 19:30 Auka
Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn
Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn
Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 Auka
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Sun 14/1 kl. 15:00 2.sýn Lau 20/1 kl. 15:00 3.sýn Lau 27/1 kl. 15:00 4.sýn
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00
Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00
Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS