Morgunblaðið - 29.01.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Pappelina gólfmotta, 70x90 cm Verð 11.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is „Þetta er í fimmta sinn sem við höldum Herrakvöld með þessu sniði. Þar sem matseðillinn er úr sjávarfangi,“ segir Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Hauka Magnús segir matseldina í hönd- um veitingastaðarins Þrír frakkar og þar útbúi menn einstakan mat fyrir matgæðinga. Magnús segir að herrakvöld Hauka sé fyrst og fremst fjáröflun til styrktar íþróttastarfi Hauka. „Við þurfum að hafa allar klær úti. Það er eilíf barátta að halda úti góðu íþróttastarfi.“ Magnús segir að ástæða þess að hvalkjöt sé á borðum á herrakvöldi sé m.a. stuðningur Kristjáns hjá Hval hf. við Hauka en hann leggi til hvalkjöt á hátíðina. Rík hefð er fyrir íþróttalífi í Hafnarfirði að sögn Magnúsar. „Það fara þúsundir manna um íþróttamiðstöðina á Ásvöllum í hverri viku og hún er orðin að fé- lagsheimili á svæðinu,“ segir Magn- ús sem hlakkar mikið til þegar nýr íþróttasalur veður vígður á Hauka- svæðinu 12. apríl. Hvalaveisla á árlegu herrakvöldi Hauka Einstakur matur fyrir matgæðinga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Herrakvöld Á hlaðborði af réttum úr hval má finna súran hval, reyktan hval og steiktan. Þar má líka finna síld, lax, plokkfisk í sparifötum og ýmislegt ann- að. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, segir alvöru matgæðinga borða hvalaafurðir og ekki skemmi að ágóði af kvöldinu fari til íþróttastarfs. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Verð á innanlandsflugi hérlendis er svipað eða lægra en á ýmsum sam- bærilegum flugleiðum í nágranna- löndunum, þrátt fyrir að hér séu veður vályndari en víðast hvar. 7,2% skipulagðra flugferða Air Iceland Connect féllu niður í fyrra og kostn- aður félagsins vegna þessara rask- ana nam tæplega 81 milljón króna. Þetta er á meðal þess sem kom fram í erindi Gríms Gíslasonar, for- stöðumanns sölu- og markaðssviðs Air Iceland Connect, á morgunfundi um innanlandsflug sem haldinn var á vegum Isavia nýlega. „Það er deginum ljósara og ekk- ert nýtt að það er ekki alltaf gott veður á Íslandi og veðurfar hefur gríðarleg áhrif á okkar starfsemi,“ segir Grímur í samtali við Morg- unblaðið. Flugfélagið var nokkuð heppið með veðrið í fyrra, en 9,2% flug- ferða var aflýst árið 2016. Flugið jafnvel ódýrara hér Grímur segist skilja umræðu um hátt verð á innanlandsflugi. Innan- landsflugið komi til dæmis illa út í samanburði við verðþróun í milli- landaflugi. „Þar er markaðurinn allt öðruvísi, 26 félög sem eru að fljúga til Íslands yfir sumarið og eru í bull- andi verðstríði,“ segir Grímur. Hann segir Air Iceland Connect fylgjast vel með sambærilegum mörkuðum í Skandinavíu og gera reglulegar verðathuganir á flugleið- um þar sem tíðni, vélakostur og fluglengd sé svipuð og í áætlunar- kerfi félagsins. Sá samanburður leiði í ljós að hér á landi sé innan- landsflug á svipuðu verði og annars staðar á Norðurlöndum, jafnvel ódýrara. Sem dæmi má nefna að lægsta verð á flugi á milli Kaupmannahafn- ar og Billund með SAS er tæpar 14 þúsund kr., en dýrustu sætin eru á allt að 40 þúsund krónur, sem er hærra verð en Air Iceland Connect setur upp. „Þar, rétt eins og hjá okkur, get- ur þú fengið gott verð ef þú bókar með ágætis fyrirvara, en ef þú ert að bóka með minni fyrirvara er flug annars staðar á Norðurlöndum oft dýrara en hjá okkur,“ segir Grímur. Yfir 50% farþega Air Iceland Conn- ect bóka flug sitt 5-7 dögum áður en þeir ferðast. „Það gefur því augaleið að fólk er ekki að fá besta dílinn.“ Leiðinlegt að vera höggpúði Töluverð umræða hefur verið um hátt verð innanlandsflugs, sérstak- lega á meðal íbúa á landsbyggðinni, sem þurfa að sækja sér ýmsa þjón- ustu til borgarinnar. Grímur segir sjálfsagt að þessi umræða sé tekin og skoða megi hvernig ríkið geti mögulega niðurgreitt flugsamgöng- ur þeirra sem þurfa að sækja sér ýmsa þjónustu til borgarinnar. Í þessum umræðum öllum hefur flugfélagið reglulega verið gagnrýnt fyrir verðlagningu sína. „Í umræðunni um þennan sam- göngumáta finnst okkur svolítið leiðinlegt að vera höggpúðinn á milli ríkis og íbúa, að því leyti að við er- um náttúrlega bara einkafyrirtæki sem er að halda úti þessari þjón- ustu. Það er ekki okkar hlutverk að niðurgreiða flug. Við skiljum samt vel að fólk þarf að komast á milli staða, þarf að fara til læknis og nýta sér þá þjónustu sem það er að borga fyrir til samfélagsins. Okkur finnst sjálfsagt að skoða hvort ríkið geti gert það auðveldara fyrir fólk, en við getum ekki gert það,“ segir Grímur. Hann bendir einnig á að flug- rekstur sé dýr starfsemi, margir starfsmenn komi að hverri flugferð og að fámennið á Íslandi þýði að einingaverð sé og verði hátt. Smæð markaðarins sé vandamál. Flugfélagið vill ekki vera höggpúði  Verð á innanlandsflugi svipað hér og á sambærilegum leiðum í Skandinavíu  7,2% flugferða Air Ice- land Connect aflýst vegna veðurs í fyrra  „Bullandi verðstríð“ í millilandaflugi lætur verð líta illa út Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flug Air Iceland Connect verður fyrir barðinu á veðurguðunum. Þorsteinn (Jónsson) frá Hamri rithöfundur er látinn, 79 ára að aldri. Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar. Þorsteinn fæddist 15. mars 1938 að Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði. Hann lauk gagnfræða- prófi og landsprófi við Héraðsskólann í Reyk- holti 1954 og stundaði nám við Kennaraskóla Íslands 1955 til 1957. Þorsteinn vann sem að- stoðarbókavörður á Bókasafni Kópavogs frá 1961 til ársins 1967 en eftir það fékkst hann við rit- störf, samhliða prófarkalestri, þýð- ingum og gerð útvarpsþátta. Hann var í stjórn Rithöfundafélags Íslands 1966 til 1968, varamaður í stjórn Rit- höfundasambands Ís- lands 1984 til 1986 og meðstjórnandi þess 1986 til 1988. Þorsteinn var gerður að heiðurs- félaga sambandsins árið 2006. Tvítugur að aldri gaf Þorsteinn út sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli, en alls urðu ljóða- bækur hans 26 talsins. Þorsteinn skrifaði einn- ig skáldsögur og sagna- þætti og eftir hann liggja fjölmargar þýð- ingar. Þorsteinn hlaut margvíslegar við- urkenningar fyrir skáldskap sinn, meðal annars Íslensku bókmennta- verðlaunin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi. Hann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fimm sinnum. Þá var hann tilnefndur til Íslensku bók- menntaverðlaunanna árið 1995 og 1999. Þorsteinn hlaut Menningar- verðlaun DV í bókmenntum árið 1981, Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar árið 1991, Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar árið 2004 og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi ís- lenskrar tungu árið 2009. Árið 1996 var honum veittur riddarakross hinn- ar íslensku fálkaorðu fyrir ritstörf og Heiðurslaun Alþingis frá 2001. Verk Þorsteins hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Eftirlifandi sambýliskona Þorsteins er Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Dóttir Þorsteins og Laufeyjar er Guðrún. Börn Þorsteins og Ástu Sig- urðardóttur eru Dagný, Þórir Jökull, Böðvar Bjarki, Kolbeinn og Guðný Ása. Sonur Þorsteins og Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur er Egill. Andlát Þorsteinn (Jónsson) frá Hamri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.