Morgunblaðið - 29.01.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.01.2018, Blaðsíða 26
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Oft virðist það verða hlutskipti þýðenda að vera nær ósýnilegir. Samt vinna þeir ómetanlegt starf, og eiga þátt í að móta og auðga tungumálið. „Það má nefna Helga Hálfdanarson sem var viður- kenndur og mærður fyrir þýðingar sínar, en ekki er langt síðan út kom yfirlitsrit um sögu íslenskra bók- mennta þar sem hann er vart nefndur á nafn – en hann er, í mín- um huga, einn af lykilhöfundum ís- lenskrar bókmenntasögu á 20. öld,“ segir Ástráður Eysteinsson. Ástráður er prófessor í bók- menntafræði við Háskóla Íslands og höfundur nýrrar bókar: Orða- skil. Í heimi þýðinga. Áður hafði Ástráður sent frá sér bókina Tví- mæli þar sem hann fjallaði um þýð- ingar frá almennu fræðilegu sjón- arhorni en í nýja verkinu kafar hann ofan í einstakar þýðingar sem verðskulda sérstaka athygli og rýni. Jafnframt fjallar bókin um vægi þýðinga í menningarsam- skiptum og málrækt, og stöðu þýð- inga í bókmenntasögunni. Ástráður bendir á að starf þýð- andans er á margan hátt sambæri- legt við hlutverk leikarans eða tón- listarmannsins. „Þýðingar eru ákveðið form flutnings, enda fær þýðandinn í hendurnar verk sem hann þarf að koma til skila til les- andans og túlka eftir eigin nefi, rétt eins og tónlistarmaðurinn sem flytur verk eftir tónskáld, eða leik- arinn sem fer með hlutverk í leik- riti. Það þykir sjálfsagt að hampa leikaranum og tónlistarmanninum og nefna þá í sömu andrá og höfund verkanna sem þeir flytja, en það sama á ekki við um þýðandann. Það virðist þvælast fyrir okkur að þýdd verk eiga sér í raun tvo höfunda, en öðrum þeirra virðist ætlað að halda sig til hlés. Lengi vel heyrði t.d. til undantekninga að nafnið á þýð- endum bóka kæmi öðruvísi fram en í smáu letri á lítt áberandi stað – og stundum var því alveg sleppt – og enn er það iðulega svo að nafn þýð- andans kemur hvergi fram þegar um er að ræða greinar í blöðum eða á netinu.“ Að viðhalda heimsmynd tungumálsins Þýðingar, segir Ástráður, fela mikið meira í sér en að snara orð- um af einu máli yfir á annað. Við það að þýða erlenda texta á ís- lensku er verið að færa nýja hugs- un, og jafnvel ný orð og hugtök inn í tungumálið. Þýðingar og nýorða- smíði létta með því miklum þrýst- ingi af málinu, enda þarf íslenskan að halda í við þau nýju hugtök sem skjóta upp kollinum í erlendum málum og tilheyra bæði hversdags- máli og orðaforða sérfræðinga. Orðar Ástráður það þannig að þýð- endur gegni lykilhlutverki við að viðhalda og styrkja heimsmynd tungumálsins. Hann nefnir Helga Hálfdanarson aftur sem dæmi: „Hann var orðinn fertugur þegar hann lét fyrst að sér kveða sem þýðandi, en lifði sem betur fer svo lengi að hann átti býsna langan feril. Meðal fyrstu verka sem Helgi þýddi voru leikrit eftir Shakespeare og fer Helgi þá leið að sýna frumverkinu mikinn trúnað og halda í það form sem enska skáldið notaði. Kallaði það á að finna nýjar leiðir til að nota ís- lenskuna, og á meðan íslensku ljóð- skáldin voru flest að fara yfir í frjálsara form leitaði Helgi í, og endurnýjaði, fornu íslensku brag- hefðina í þýðingum sem voru sann- kölluð stórvirki,“ segir Ástráður. „Shakespeare er vissulega maður hefðarinnar, en það að þýða hann á íslensku eins og Helgi gerði var merkileg nýsköpun og sýndi hvað íslenskan býr yfir miklu tjáningar- umdæmi.“ Í bók sinni skoðar Ástráður líka þýðingar Jóns Þorlákssonar sem um aldamótin 1800 réðst í að þýða Paradísarmissi Johns Milton. „Það var stór áskorun að koma þessu öndvegisljóði yfir á íslensku og grípur Jón til þess ráðs, svipað og Helgi, að leita í forníslenska kveð- skapinn. Hann notar íslensku hefð- ina til að koma til móts við þessa nýju tjáningu Miltons, og gefur þýðingunni um leið sögulega dýpt.“ Ástráður lætur þýðingarhug- takið líka ná yfir endurritun (e. rewriting) og bendir á hvernig má t.d. líta á Gerplu sem þýðingu Hall- dórs Laxness á Fóstbræðrasögu, eða kvikmyndina Kristnihald undir Jökli sem eins konar þýðingu á verki Nóbelskáldsins. Þar eru verkin túlkuð og mótuð upp á nýtt, og brugðið á leik með málið til að draga fram eða fela aðal- og auka- atriði og skapa sögunum annan blæ en með ýmsum hætti hliðstæðan. Fjarar undan málinu Að öllu þessu sögðu, er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig þýðingum er sinnt í dag? Vissulega virðist vera eftirspurn eftir þýddum bókum, og bendir Ástráður á að þrátt fyrir að enska sé það mál sem Íslendingar telja sig hafa best vald á þá sé stærstur hluti þýddra bóka einmitt eftir breska og ameríska höfunda, og vilja íslenskir lesendur bæði fá Þýðingar sýna tjáningarumdæmi íslenskunnar  Þýðendum ætti að vera gert hærra undir höfði og eiga þeir sumir skilið að vera settir á stall með fremstu höfundum  „Það virðist þvælast fyrir okkur að þýdd verk eiga sér tvo höfunda, en öðrum þeirra virðist ætlað að halda sig til hlés“ Skapandi „Þýðingar eru ákveðið form flutnings, enda fær þýðandinn í hend- urnar verk sem hann þarf að koma til skila til lesandans og túlka eftir eigin nefi, rétt eins og tónlistarmaðurinn sem flytur verk eftir tónskáld, eða leik- arinn sem fer með hlutverk í leikriti,“ segir Ástráður Eysteinsson prófessor í bókmenntafræði. 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018 Íupphafi Lífs eða liðinn akaþrír ungir piltar niður að sjótil að fara á brimbretti. Íkvikmyndum eru brim- brettasenur oft nokkuð áþekkar, þær einkennast af hraða, töff- araskap og oft hljómar æsileg tón- list undir. Því er ekki til að dreifa hér. Brimbrettasenan er hæg og ljóðræn, strákarnir kastast til í öldurótinu milli þess sem þeir ná að fóta sig á brettinu og sörfa lítið eitt. Öldurnar stíga hátt upp í himininn og falla svo í átt að áhorfendum þannig maður á hálft í hvoru von á því að fá yfir sig gusu af köldum sjó. Þetta er reglulega flott sena og hún gefur tóninn fyrir myndina, sem nálgast hefðbundin viðfangsefni með óvæntum hætti. Þegar strákarnir eru að keyra heim að sjóferð lokinni lenda þeir í bílslysi. Þeir eru fluttir á sjúkrahús og það kemur í ljós að einn þeirra, Simon Lambert, hefur slasast mjög alvarlega. Læknarnir hafa samband við foreldra hans og tjá þeim að Sim- on sé heiladauður. Hann er í dái, lík- ami hans getur ekki starfað án full- tingis véla og það er orðið um seinan að lækna hann. Læknarnir bera und- ir foreldrana hvort þau myndu sam- þykkja að Simon yrði líffæragjafi, þar sem líffæri hans eru enn starfhæf. Víkur þá sögunni að Claire, konu sem er alveg óskyld fólkinu í fyrri hluta myndarinnar. Claire er með hjartasjúkdóm og kemst að því að ástand hennar fer versnandi, hennar eina bjargræði væri nýtt hjarta. Það er ekki erfitt að gera sér í hug- arlund hvað það er sem tengir sög- urnar tvær enda er fléttan ekki ýkja nýstárleg, hún er áþekk því sem mað- ur kynni að sjá í hvaða sápuóperu eða læknadrama sem er. En Lífs eða lið- inn er svo allt annað og meira en bara læknadrama. Þar er ýmislegt sem veldur en fyrst og fremst er það að kosið er að sveigja framhjá auðveld- um eða dæmigerðum framsetning- arleiðum. Í stað þess að sýna í sífellu hágrátandi fólk tala um sorgina er þeim þungu áhrifum sem missir og áföll hafa á fólk miðlað með lág- Frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói Lífs eða liðinn / Réparer les vivants bbbbn Leikstjórn og handrit: Katell Quillévéré. Kvikmyndataka: Tom Harari. Klipping: Thomas Marchand. Aðalhlutverk: Anne Dorval, Gabin Verdet, Bouli Lanners, Emmanuelle Seigner, Alice Taglioni. 103 mín. Frakkland, 2016. Íslenskur texti. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Lífsins ólgusjór Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is Dekraðu við línurnar Að vera í brjóstahaldara í réttri stærð skiptir miklu máli, gefðu þér tíma, við erum á Laugavegi 178 Misty

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.