Morgunblaðið - 29.01.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er sama hvar þú ferð, þú ert eins og segull á fólk því þú nýtur þess að ræða við það um alla heima og geima. Eitthvað óvænt mun reka á fjörur þínar í dag. 20. apríl - 20. maí  Naut Þar sem er reykur þar er eldur en láttu samt slúðrið á vinnustaðnum sem vind um eyru þjóta því mest af því er mannskemm- andi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gættu þess að lenda ekki í skugg- anum af mönnum og málefnum og forðastu að dragast inn í deilur annarra. Vertu bjart- sýnn, ástvinur vill allt fyrir þig gera. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er notalegt að eiga samskipti við fólk sem hugsar á sömu nótum. Reyndu að ná utan um málin hvað sem það kostar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur ákveðið að hreinsa upp vitleys- una eftir einhvern annan. Vertu óhræddur við að segja hug þinn og fara eftir sannfæringu þinni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er nauðsynlegt að þekkja allar hliðar mála áður en þú lætur til skarar skríða því annars getur farið illa. Sígandi lukka er best. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert einhvern veginn ekki alveg með sjálfum þér og þarft því að taka þér tak. Láttu ekki tilfinningar þínar villa þér sýn og koma þér í ógöngur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er eitt og annað sem þú hef- ur látið sitja á hakanum, en verður nú að ganga frá. Brettu upp ermar og gakktu í mál- in af öryggi en með fyrirhyggju að leiðarljósi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Notaðu fádæma gáfur þínar til að greiða úr fjármálavanda. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú sleppir hendinni af fé sem þú þurftir að hafa mikið fyrir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Þú munt kynnast nýrri hlið á gömlum vini og samband ykkar mun taka breytingum til hins betra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Öllu gríni fylgir einhver alvara svo þú skalt gæta orða þinna og hafa aðgát í nærveru sálar. Gakktu glaður að hverju verki því allt mun ganga þér í haginn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Allt hefur sinn tíma bæði starf og leik- ur og að jafnaði gengur starfið fyrir. Notaðu skynsemina þegar þú gagnrýnir og hafðu all- ar staðreyndir á hreinu því annars er hætta á að illa fari. Björn Ingólfsson skrifaði í Leir-inn á fimmtudag að „þessa dagana eru morgunverkin ekki bú- in fyrr en pallurinn er mokaður og komið gangfæri út á götu. Þetta er ljómandi líkamsrækt sem veturinn skaffar, þrælskemmtileg og hindrar mann í því að leggjast í leti. Þetta var ég að tauta við skófluna í morgun;“ Af því fæ aldrei nóg, orðinn þetta gamla hró að kafa mjöll í mitti og þjó og moka snjó. Eftir streðið oft er þó af því fró að komast inn í kaffibolla og korríró. Helgi R. Einarsson þóttist þekkja „mývetnska smámunasemi“ í sól- inni á Fuenteventura; Magnús því marki er brenndur að mæra’ allar sólarstrendur. Þó finnst þessum kalli ferlegur galli hve fátt er um mývetnskar endur. „Hún“ er heiti þessarar limru eft- ir Helga: Ung og falleg er ’ún af öllum hinum ber ’ún. Allir þrá í Þöll að ná þegar tölta fer ’ún. Davíð Hjálmar Haraldsson spyr á Leir, hvort nokkur viti höfund ljóðsins: Inn við litla skrýtna skál skeður margt í leyni þar sem lítið leyndarmál liggur undir steini. Er í hugann meitluð mynd sem mig um nætur dreymir þar sem ylvolg lítil lind leyndarmálið geymir. Draumnum ekki get ég gleymt né gleði mína falið. Aftur hef ég endurheimt yl í sálarkalið. Það er alltaf skemmtilegt að rifja upp Benedikt Jónsson Gröndal: Hossir þú heimskum gikki, hann gengur lagið á, og ótal asna stykki af honum muntu fá; góðmennskan gildir ekki, gefðu duglega á kjaft: slíkt hefir, það ég þekki, þann allra besta kraft. Hér yrkir Benedikt um gömul sannindi: Að verma í barmi vondan snák veldur sjaldan happi, því illt hafa menn af illum strák eins og Þráinn Hrappi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Snjóþyngsli og mývetnsk smámunasemi „ÉG ER UPP MEÐ MÉR, EN ÞÚ ÁTTIR BARA AÐ SEGJA „HVERSU HÁTT?““ „ÉG SEGI ENN AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ GRAFA OKKUR ÚT.“ Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera alveg sama um það hversu oft hún skiptir um skoðun. DÆS… ÉG ÞARF AÐ VERÐA AÐ ÞEIM MANNI SEM LÍSA Á SKILIÐ TÆKNILEGA SÉÐ VÆRI ÞAÐ ALLT ANNAR MAÐUR ÉG VERÐ KJÖR- INN… EF ÉG FER Í PÓLITÍK! OG HVAÐ HEFUR ÞÚ UPP ÚR KRAFSINU? ÉG HEITI HRÓI HÖTTUR! ÉG STEL FRÁ ÞEIM RÍKU OG GEF ÞEIM FÁTÆKU! HVER ERT ÞÚ?! Mörg þeirra mála sem eru í deigl-unni á hverjum tíma eru endur- tekning. Ýmislegt slíkt góðgæti af þessum toga hefur verið borið fram að undanförnu og viðtökur við krás- unum hafa verið alla vega. Þannig er nýlega komið fram á Alþingi frum- varp frá Píratanum Helga Hrafni Gunnarssyni til breytinga á áfeng- islögum þar sem lagt er til að bann við framleiðslu áfengis til einka- neyslu verði afnumið. Nú kunna efa- laust einhver góð rök að vera fyrir framangreindum sjónarmiðum, en Víkverji telur ósennilegt að breyt- ingarnar nái í gegn. Fyrirstöðurnar eru margar og er nærtækt að nefna óteljandi tilraunir sem einkum og helst nýliðar á Alþingi hafa gert til þess að rýmka verslunarfrelsið, það er að heimila sölu á guðaveigum í matvöruverslunum. Satt að segja eru allar slíkar tilraunir orðnar gamlar lummur og að leyfi fáist fyrir heimabruggi er auðvitað borin von. x x x Þegar krakkar eru ungir, reiðir ogróttækir langar þá að stjórna heiminum og telja sig í fullum fær- um til þess sem sjálfsagt er rétt í einhverjum tilvikum. En hvað ætli oft hafi verið lagt til að lækka kosn- ingaaldur, nú úr átján árum í sextán eins og frumvarp Andrésar Inga Jónssonar þingmanns VG gerir ráð fyrir? Allt er þetta kunnuglegt í huga Víkverja sem minnist líka til- lagna fyrr á tíð um að hækka bílpróf- saldurinn úr sautján árum í átján og að öll aldurstengd borgaraleg rétt- indi miðist við þann aldur. En að krakkar fari sextán ára að blanda sér í stjórnmálin er óheppilegt að mati Víkverja; svo grimm eru hjaðn- ingavígin í stjórnmálunum í dag að fullþroska fólk gefst upp, hvað þá ef óharðnaðir unglingar ættu í hlut. x x x Í síðustu viku var tekinn á Alþingienn einn snúningurinn í umræðu um hvar nýr Landspítali skuli vera. Jú, fólk getur rifist endalaust um hús og staðsetningu þeirra. Má þar minnast deilna um til dæmis Ráð- húsið, Perluna og Hallgrímskirkju, allt byggingar sem sátt er um í dag og eru sannkallaðar fyrirmyndir og borgarprýði. vikverji@mbl.is Víkverji Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. (Matt: 11:28) Við notum ekki MSG í súpuna okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins. Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.