Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018FRÉTTIR
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Í flestum greinum þýðir viðvarandi
lítill hagnaður, hörð samkeppni og
lágt hlutabréfaverð aðeins eitt: yf-
irtökur. Þeir sterku kaupa veikari
keppinauta sína, og þeim allra veik-
ustu eru einfaldlega bolað burt. En
ekki í bankageiranum. Ekki enn sem
komið er, í það minnsta.
En stjórnendur sumra stærstu
lánastofnana Evrópu og stjórnvöld í
álfunni eru núna farin að tala opin-
skátt um þörfina á aukinni sam-
þjöppun í geiranum. Ef til þess kem-
ur myndi það binda enda á nærri
áratugarlangt tímabil, sem nær allt
aftur til fjármálakreppunnar, þar
sem kaup og sölur á bönkum hafa
verið mjög fátíð.
Meiri samruni á milli landa
„Ef við horfum tíu ár fram í tím-
ann ... þá getum við séð fyrir okkar
bankageira sem einkennist af færri
bönkum, meiri samþjöppun á heima-
mörkuðum, og væntanlega fleiri
bönkum með rekstur víða um
Evrópu,“ segir Frédéric Oudéa,
bankastjóri franska bankans Société
Générale, í viðtali við Financial Tim-
es.
Oudéa, sem er jafnframt forseti
Evrópsku bankasamtakanna (EBF),
segir að á meðan flestir bankar ein-
blíni á samþjöppun á heimamörk-
uðum sínum þá telji hann líklegt að
samrunum banka á milli landa muni
fjölga „til lengri tíma litið“, þegar
búið er að koma bankasamstarfi
evrusvæðisins að fullu á laggirnar og
eftir að fleiri lánastofnanir hafa kom-
ið á aukinni sjálfvirkni í rekstri sín-
um.
Ný skýrsla þýska fjármálaráð-
gjafarfyrirtækisins ZEB um evr-
ópska bankageirann varpar ljósi á
þörfina á frekari samþjöppun. Í
skýrslunni er rýnt í hagnað og fjár-
hagsstöðu fimmtíu stærstu lána-
stofnana Evrópu á næstu fjórum ár-
um.
ZEB segir að viðvarandi lágir
stýrivextir og strangara regluverk
muni setja hagnaðartölur stærstu
banka álfunnar undir þrýsting. Regl-
urnar sem um ræðir eru t.d. Mifid II
neytendaverndarlöggjöfin og sú
skylda að gefa út svokölluð MREL
eða TLAC lán, sem eru eins konar
samsettar skuldbindingar sem veita
kröfuhöfum minni vernd við áföll.
Skýrslan spáir því að arðsemi eigin
fjár bankanna muni að jafnaði lækka
úr 4,1% árið 2016, sem þykir nógu
lágt, niður í einungis 1,5% árið 2021.
Það vegur að hluta upp á móti
þessari svartsýnu spá að ZEB telur
suma banka geta bætt fyrir minnk-
andi arðsemi, og gott betur, með því
að hagræða í rekstri sínum, bæta
vöruframboð sitt, taka nýja tækni í
þjónustu sína og losa sig við eignir
sem skila þeim litlum arði.
Í skýrslunni var vitnað í tölur frá
Evrópska seðlabankanum sem sýna
að lánastofnunum er nú þegar tekið
að fækka í Evrópu, og fóru úr 8.237
árið 2010 niður í 7.110 árið 2015.
Skýrslan bendir þó á að bankageir-
inn sé mjög sundurskiptur og óhjá-
kvæmilegt að meiri samþjöppun eigi
sér stað.
Of mikil afkastageta
Á evrusvæðinu starfar einn banki
á hverja 50.000 íbúa, sem er svipað
hlutfall og í Bandaríkjunum, en mun
hærra hlutfall en í Bretlandi þar sem
170.000 íbúar eru á hvern banka, og í
Japan þar sem hlutfallið er nærri því
900.000 manns á hvern banka, að því
er tölur Evrópsku bankasamtak-
anna sýna.
„Rétt eins og í öðrum atvinnu-
greinum þar sem afkastagetan er of
mikil, er afleiðingin of hár kostnaður
og of lítill hagnaður, nema gripið sé
til þeirra úrræða sem hagfræðin
kennir okkur,“ segir í niðurstöðu-
hluta skýrslu ZEB, sem FT hefur
aðgang að. „Yfirtökur og samrunar
munu ryðja veikustu aðilunum úr
vegi þar til betra jafnvægi er náð.“
Á síðasta ári áttu sér stað sam-
runar fyrir aðeins 5,9 milljarða dala
hjá evrópskum bönkum, sem er það
lægsta sem sést hefur í nærri ára-
tug, samkvæmt tölum Dealogic. Er
þetta aðeins lítið brot af þeim sam-
runum sem áttu sér stað árið 2007, í
aðdraganda bankakreppunnar, þeg-
ar bankar gengu kaupum og sölum
fyrir 193,8 milljarða evra.
Tveir þriðjuhlutar þeirrar sam-
þjöppunar sem varð í evrópska
bankageiranum á síðasta ári voru á
milli banka sem starfa í sama landi,
svo sem þegar Banco Santander
greiddi eina evru fyrir hluta af
rekstri spænska keppinautar síns,
Banco Popular, í júlí síðastliðnum,
eftir að bankinn hafði lent í alvar-
legum hremmingum, eða þegar
Intesa Sanpaolo tók yfir tvo gjald-
þrota keppinauta sína í Veneto-
héraði á Ítalíu fyrir málamyndaverð.
Heildarvirði bankasamruna sem
urðu á milli landa árið 2007 er enn
meira en samanlagt virði slíkra
samninga sem gerðir hafa verið síð-
an þá.
Innlendir samrunar fyrst
Miklar vangaveltur hafa verið um
hvort Commerzbank í Þýskalandi
kunni að vera freistandi yfir-
tökutækifæri fyrir stóran evrópskan
banka, sér í lagi ef ráðamenn í Berlín
ákveða að selja allstóra minni-
hlutaeign þýska ríkisins í bankanum.
Markaðsgreinendur hjá Citigroup
segja hins vegar í nýlegri greiningu:
„Við væntum þess að fyrst verði
samþjöppun á innanlandsmörk-
uðum, og líklegra að það verði í þeim
Evrópulöndum þar sem flestar lána-
stofnanir eru um hituna. ... Við bú-
umst síðan við samrunum á milli
landa í kjölfarið, til meðallangs tíma
litið, eftir að bankasamstarfi Evr-
ópusambandsins hefur verið komið á
að fullu.“
Danièle Nouy, sem er formaður
rekstrarráðs Evrópska seðlabank-
ans, telur að margir af þeim þáttum
sem standa í vegi fyrir samruna í
bankageiranum, svo sem lítill hag-
vöxtur, óvissa vegna vanskilalána og
að bankasamstarf Evrópusam-
bandsins sé enn óklárað, muni brátt
heyra sögunni til og það muni greiða
leiðina að hraðari samrunaþróun.
„Ég held að með auknum hagvexti
og þeirri miklu vinnu sem er að eiga
sér stað vegna vanskilalána, þá megi
vænta mikils fjölda samruna bæði
innan landa og yfir landamæri,“
sagði Nouy nýlega í viðtali við portú-
galska dablaðið Público.
Hún bætti við að samrunar væru
„jákvæðari leið“ til að fást við „of
stóran bankageira“, en að fara þá
sársaukafullu leið að þvinga veik-
burða lánastofnanir út af mark-
aðinum.
Þarf að laga regluverkið
Bankastjórnendur segja, aftur á
móti, að stjórnvöld þurfi að ganga
lengra við að laga það ósamræmi
sem er í bankaregluverki Evrópu-
ríkjanna, áður en það fer að verða
fýsilegt að sameina banka þvert á
landamæri. Þetta mætti t.d. gera
með því að innleiða sameiginlegt inn-
stæðutryggingakerfi eða með því að
aflétta hindrunum sem sum lönd
hafa á streymi fjármagns.
„Í tíu ár hafa stjórnvöld þrýst á
okkur að verða smærri og einfald-
ari,“ segir Philippe Brassac, banka-
stjóri franska bankans Crédit Agri-
cole, í viðtali við FT. „Núna segja
[Mario] Draghi [seðlabankastjóri] og
[Danièle] Nouy að tímabært sé að
sjá meiri samþjöppun hjá bönk-
unum. Hljóð og mynd eru greinilega
ekki fyllilega í samræmi.“
Brassac segir, að það að bankarnir
séu með kvaðir um aðskilið fjármagn
í hverju Evrópulandi fyrir sig, geri
að engu þann ávinning við fjár-
mögnun sem annars myndi hljótast
af því að sameina banka sem starfa í
tveimur eða fleiri löndum. Banka-
menn benda líka á að þær auknu eig-
infjárkröfur sem lagðar eru á kerf-
islega mikilvægar lánastofnanir letji
banka enn frekar til að sameinast.
Spænski bankinn Santander, sem
keypti rekstur Deutsche Bank í Pól-
landi í desember, þykir vera einn af
þeim bönkum sem eru líklegastir til
að ráðast í yfirtökur yfir landamæri í
Evrópu, auk franska bankans BNP
Paribas og UniCredit á Ítalíu.
En Santander fer sér að engu óðs-
lega: „Við þurfum ekki að kaupa
neitt,“ segir Ana Botín stjórnar-
formaður bankans við FT. Hún
bætti við að yfirtakan á Popular
hefði verið dæmi um þá stefnu bank-
ans að grípa góð tækifæri þegar þau
bjóðast, sem þýðir að bankinn lætur
iðulega að sér kveða þegar hann er
eini trúverðugi tilboðsgjafinn sem er
inni í myndinni. „Ef upp koma tæki-
færi sem falla að stefnumótun okkar
og fjárhagslegum viðmiðum, þá tök-
um við þau til skoðunar,“ segir hún.
Síðasti stóri evrópski banka-
samruninn á milli landa var þegar
Royal Bank of Scotland keypti
megnið af ABN Amro, sem endaði
með ósköpum.
Það gæti verið langt í bankayfir-
tökur af þeirri stærðargráðu yfir
landamæri. En bankastjórar í
Evrópu eru greinilega farnir að
dusta rykið af þeirri hugmynd
að ráðast í kaup á ný.
Evrópskir bankar huga að samþjöppun
Eftir Martin Arnold
fréttastjóra bankafrétta
Heildarvirði banka-
samruna á milli Evrópu-
landa frá árinu 2007 er
enn ekki búið að ná virði
slíkra samruna á því ári
einu. Nú eru horfur á því
að bankarnir séu aftur
farnir að huga að hagræð-
ingu með samrunum.
AFP
Bankar í Frankfurt og annars staðar í Evrópu leita nú leiða til hagræðingar.