Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018FRÉTTIR
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is
Mesta hækkun Mesta lækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
GRND
-2,71%
34,05
TM
+0,31%
32,8
S&P 500 NASDAQ
+1,52%
7.055,922
+0,75%
2.707,82
+0,68%
7.674,51
FTSE 100 NIKKEI 225
4.7.‘17 4.7.‘173. 1.‘17 3. 1.‘17
1.700
652.300
1.928,0
2.246,12
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
49,61
67,55
-0,56%
22.764,94
45
Erlendar fjárfestingar hingað til
lands voru fyrir hrun einkum tengdar
orkuháðum iðnaði. Frá hruni hafa
þær orðið fjölbreyttari. Á síðasta ári
voru fjárfestingar áberandi í þremur
atvinnugreinum; ferðaþjónustu,
gagnaverum sem stunda bitcoin-gröft
og aðra aflfreka vinnslu og smáþör-
ungaframleiðslu. Þetta segir Þórður
H. Hilmarsson,
forstöðumaður er-
lendra fjárfest-
inga hjá Íslands-
stofu.
„Það hefur orð-
ið veruleg aukning
á erlendri fjárfest-
ingu í ferðaþjón-
ustu á und-
anförnum tveimur
árum samhliða vexti í atvinnuveg-
inum,“ segir hann í samtali við Við-
skiptaMogggann. „Ég get upplýst að
það eru nokkur verkefni í pípunum á
nýju ári sem tengjast lúxushótelgist-
ingu og afþreyingarþjónustu.“
Tugir ferðaþjónustufyrirtækja
Að sögn Þórðar hafa nokkrir tugir
ferðaþjónustufyrirtækja fengið inn
erlenda fjárfesta á undanförnum
tveimur árum, sem sé mun meira en
áður hefur þekkst. „Fyrirtækin eru
allt frá litlum bókunarþjónustum upp
í hótel. Áhuginn kemur til vegna
þeirrar stærðar sem ferðaþjónustan
hefur náð og erlendir fjárfestar telja
að hún haldi áfram að vaxa þótt ef til
vill hægi á vextinum.“
Í nóvember var til dæmis upplýst
að alþjóðleg fjármögnun hefði verið
tryggð fyrir FlyOver Iceland sem
hyggst sýna íslenska náttúru í sýn-
ingarsal með ýmsum tæknibrellum.
„Það er umfangsmikið verkefni sem
kosta mun yfir einn milljarð króna,“
segir Þórður.
Að hans sögn er vaxandi áhugi á
hátækniþörungarækt. Ástæðan er
hreint vatn, endurnýjanleg orka á
hagkvæmu verði og aðgengi að
koltvísýringi frá háhitavirkjunum og
kælivatni.
Fram hefur komið í Viðskipta-
Mogganum að ísraelskt sprotafyrir-
tæki á sviði líftækni, Algaennovation,
í samvinnu við íslenska fjárfesta,
hyggst byggja hér og starfrækja eitt
afkastamesta framleiðslufyrirtæki í
heimi á sviði smáþörungaræktar í
auðlindagarði Orku náttúrunnar á
Hellisheiði. Fyrstu árin mun áhersl-
an verða á framleiðslu frumfóðurs
fyrir klakstöðvar í fiskeldi. Auk þess
hefur bæjarstjórn Ölfuss veitt já-
kvæða umsögn um áform
nýsköpunarfyrirtækisins Omega
Algae sem hyggst koma upp fram-
leiðsluaðstöðu í nágrenni Hellisheið-
arvirkjunar.
„Þrjú félög voru stofnuð um ný
gagnaver á síðasta ári. Ekki síst í
kringum bitcoin-gröft,“ segir hann.
Íslandsstofa horfir einkum til þess
að laða að verkefni sem fela í sér nýja
þekkingu, eru umhverfisvæn og arð-
söm og skapa verðmæt störf. „Við
horfum því í þessu sambandi einkum
á tækifæri á sviði þekkingariðnaðar
og þá ekki síst í upplýsingatækni og
líftækni.“
Hann segir að nokkuð erfitt sé að
meta endanlegan árangur af starf-
seminni enda „snertir endanleg
ákvarðanataka fjárfestanna marga
þætti sem ekki eru á okkar valdi.
Ætli megi ekki segja að við getum á
hverjum tíma búist við að 1-5% þeirra
verkefna sem koma til skoðunar verði
að veruleika, ekkert ósvipað og er í
hefðbundinni nýsköpun hér á landi.
Hvert verkefni sem gengur upp er
hins vegar tiltölulega verðmætt“.
Erlendar fjárfesting-
ar nú fjölbreyttari
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Erlendar fjárfestingar hafa
að undanförnu einkum ver-
ið á sviðum ferðaþjónustu,
gagnavera og smáþör-
ungaframleiðslu.
Morgunblaðið/RAX
Ísraelskt sprotafyrirtæki hyggst starfrækja smáþörungarækt á Hellisheiði.
SJÁVARÚTVEGUR
Skinney – Þinganes vinnur að því að
kaupa aflaheimildir Storms Seafood,
einkum fyrir þorsk. Kaupin munu
ekki vera frágengin. Þetta staðfestir
Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri
Skinneyjar-Þinganess, í samtali við
ViðskiptaMoggann. Miðað við um-
fang kaupanna er ljóst að virði kvót-
ans hleypur á nokkrum milljörðum,
að sögn sérfræðinga á markaði. Eft-
ir því sem ViðskiptaMogginn kemst
næst eru aflaheimildir einhvers
staðar í kringum 1.400 tonn.
Skinney-Þinganes gerir út tvö
uppsjávarskip, tvö togveiðiskip, einn
línubát og þrjú fjölveiðiskip. Þá rek-
ur það tvær vinnslur í Höfn og aðra í
Þorlákshöfn.
Fram kom í ViðskiptaMogganum í
síðasta mánuði að eigendur Storms
hefðu ákveðið í fyrravetur að selja
allt sitt í sjávarútvegi. Stormur Sea-
food gerði út tvö skip sem hafa verið
seld, sem og frystihús. Fyrir tveim-
ur árum pantaði útgerðin nýtt neta-
og línuskip knúið rafmagni og dísel-
olíu, sem kom til landsins fyrir
skemmstu og er nú til sölu.
Steindór Sigurgeirsson á meiri-
hluta í Storm Seafood en 44% á
breskur sjóður í eigu Jason Whittle
og barna hans. Afi Jasons var Frank
Whittle sem fann upp þotuhreyfil-
inn. helgivifill@mbl.is
Skinney-Þinganes að
kaupa kvóta Storms
Morgunblaðið/Ómar
Virði kvótans hleypur á nokkrum
milljörðum, segja sérfræðingar.
VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI
Arion banki var með mestu hlutdeild
í hlutabréfaviðskiptum á Aðalmark-
aði Kauphallarinnar á síðasta ári,
eða 24%. Landsbankinn var næstur í
röðinni með 20% og Fossar mark-
aðir voru þriðju umsvifamestir með
15%, Kvika banki var með 14%, Ís-
landsbanki 12% og Arctica Finance
11%. Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Kauphöllinni.
Á skuldabréfamarkaði var Lands-
bankinn með mestu hlutdeildina eða
18%. Íslandsbanki fylgdi í kjölfarið
með 17%, Arion banki kom fast á
hæla með tæplega 17%, Kvika banki
með 15%, Fossar markaðir voru með
12% og Arctica Finance með 6%.
Fram hefur komið í Morgun-
blaðinu að velta á hlutabréfamarkaði
jókst um 13% á síðasta ári, sem má
að einhverju leyti rekja til aukinnar
þátttöku erlendra fjárfesta á mark-
aði. Velta á skuldabréfamarkaði
dróst hins vegar saman um 15% á
árinu. helgivifill@mbl.is
Arion banki umsvifa-
mestur í hlutabréfum
Morgunblaðið/Einar Falur
Hlutdeild Arion banka í hlutabréfa-
viðskiptum nam tæplega fjórðungi.
VINNUMARKAÐUR
Nú er unnið að því að birta í fyrsta
sinn úttekt á atvinnuþátttöku út-
lendinga sem ekki eru með lögheim-
ili á Íslandi, fólks sem kemur hingað
til að vinna til skemmri tíma meðal
annars í ferðamennsku og bygging-
ariðnaði, að sögn Ólafs Más Sigurðs-
sonar, sérfræðings hjá Hagstofu Ís-
lands. „Þetta er fólk sem við náum
ekki til í okkar vinnumarkaðsrann-
sókn, þar sem við byggjum þá rann-
sókn á úrtaki úr þjóðskrá og fólki
sem er með lögheimili á Íslandi,“
segir Ólafur í samtali við Viðskipta-
Moggann.
Atvinnuleysi 1,7% í nóvember
Í nýrri vinnumarkaðsrannsókn
Hagstofu Íslands sést, þegar skoð-
aður er samanburður mælinga fyrir
nóvember 2016 og 2017, að vinnuafl
á landinu hefur dregist saman um
1.000 manns og hlutfall þess af
mannfjölda lækkað um 3,5 prósentu-
stig. Ólafur segir að þessi fjöldi sé
innan vikmarka.
Í rannsókninni kemur fram að
198.100 manns á aldrinum 16–74 ára
hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði
í nóvember 2017, sem jafngildir
80,5% atvinnuþátttöku. Af þeim
voru 194.700 starfandi og 3.400 án
vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starf-
andi af mannfjölda var 79,2% og
hlutfall atvinnulausra af vinnuafli
var 1,7%.
Samkvæmt rannsókninni stendur
fjöldi starfandi nánast í stað en hlut-
fall þeirra af mannfjölda lækkaði þó
um 2,9 prósentustig. Atvinnulausir
eru um 1.200 færri en á sama tíma
árið 2016 og hlutfall þeirra lækkaði
um 0,6 prósentustig. Alls voru
47.900 utan vinnumarkaðar og fjölg-
aði þeim um 10.100 frá því í nóv-
ember 2016. Ólafur vill skoða þann
hóp betur. „Mig langar að skoða
hvað einkennir hann.“ tobj@mbl.is
Úttekt á erlendu vinnuafli væntanleg
Morgunblaðið/Hanna
Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli er
um 1,7% að mati Hagstofunnar.
„Ef til vill er stærsta hindrunin sú
að Ísland er enn sem komið er til-
tölulega óþekkt sem „fjárfest-
ingaland“ þótt almennt sé landið
vel þekkt á öðrum sviðum,“ segir
Þórður. „Á þessu þarf að ráða bót
ef við viljum fullnýta tækifæri okk-
ar til að laða hingað til lands
þekkingarmiðuð verkefni og al-
þjóðlega nýsköpun.“
Ísland er óþekkt
fjárfestingaland
Þórður H.
Hilmarsson