Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Kaupir heila blokk Spánverjar kaupa á Granda … Fordæmalaust góðæri við … Stærstu vistaskiptin 2017 Eigandi Fossa kaupir í … Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Forval, sem er í eigu hjónanna Haraldar Jóhannssonar og Fjólu G. Friðriksdóttur, sendi á dögunum 3,5 tonn af íslensku salti til Dan- merkur, sem framleitt er af Salt- verki á Reykjanesi við Ísafjarð- ardjúp. Saltið verður notað í nýja dekur-baðvörulínu Forvals sem markaðssett verður undir nafninu Spa of Iceland. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Varan fer í framleiðslu í þriðju viku mánaðar- ins,“ segir Fjóla í samtali við Við- skiptaMoggann. Fjóla og Haraldur hafa nú þegar skrifað undir dreifingarsamninga sem tryggja dreifingu vörunnar í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Við erum búin að vera svo mörg ár í þessum snyrtivöruheimi og búum að góðum samböndum þar. Okkar gömlu samstarfsaðilar tóku okkur vel. Ísland er heitt, og héðan kemur ekki mikið af vörum af þessu tagi.“ Alls verða 14 vörur settar á markað núna. „Þetta verða m.a. tveir líkamsskrúbbar, hvítur freyð- andi saltskrúbbur og svartur lava-saltolíuskrúbbur, sem er alveg nýtt og mjög spennandi,“ segir Fjóla og bætir við að baðlínan sé hugsuð sem falleg lína inn á bað- herbergið og ætluð fyrir allan lík- amann. Mikil áhersla á vegan-vottun Forval vinnur alla þróunar- og hönnunarvinnu með dönskum fram- leiðanda sem er gamall samstarfs- aðili Forvals, og framleiddi aðrar vörur fyrir fyrirtækið um 10 ára skeið. „Línan er með vegan-vottun og inniheldur 95% náttúruleg inni- haldsefni en við lögðum mikla áherslu á að fá þessa vottun. Það sem er þó mest um vert er að okkur finnst þetta svakalega skemmtilegt verkefni,“ sagði Fjóla að lokum. Hreint íslenskt steinefnaríkt salt er m.a. hægt að nota í baðsalt, sjampó, sturtusápur og handsápur. Spa of Iceland notast við salt frá Saltverki. 3,5 tonn af salti til Danmerkur Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Nýjar vegan-vottaðar bað- vörur úr íslensku salti eru væntanlegar á markaðinn með vorinu og alþjóðleg dreifing hefur verið tryggð. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Það var ánægjulegt að þungavigt-ar-þingkona úr röðum Vinstri grænna hóf árið með því að upplýsa á síðum Morgunblaðsins að lækka ætti veiðigjöld á minni og meðalstórar út- gerðir með því að afkomutengja þau. Í þeim orðum endurspeglast skiln- ingur á að háar opinberar álögur eru þeim fjötur um fót. Því miður hefur komið fram í fjöl-miðlum að mögulega muni auð- lindagjaldið hækka enn frekar á stærri útgerðir. Það er hættuspil. Gengi krónu er firnasterkt og há laun í erlendri mynt hafa gert fyrir- tækjum í greininni lífið leitt að und- anförnu. Gullaldarár sjávarútvegs í þessari hagsveiflu eru að baki og efnahagslífið er í aðflugi. SFS telur að tekjuskattur að við-bættu veiðigjaldi verði um 60% af hagnaði í ár miðað við óbreytt veiðigjald. Það er með ólíkindum. Auðlindagjaldið er óskynsamlegt.Önnur lönd leggja ekki slíka skattheimtu á sín fyrirtæki, en út- gerðir keppa á alþjóðamörkuðum. Landsmenn njóta góðs af velgengni þeirra. Það fer oft lítið fyrir skilningi á því. Skattheimtan bitnar á samkeppn-ishæfni þeirra og dregur úr þeim sóknarkraftinn. Það er ekki gefið að íslenskur sjávarútvegur verði í forystu á heimsvísu um ár og aldir. Traust fyrirtæki falla alltaf fyrr eða síðar. Skynsamlegra er að létta skattbyrði útgerða til þess að þau geti sótt fram í stað þess að mjólka þau enn frekar. Erfiðleikar útgerða Íslendingar geta stundum veriðfullnýjungagjarnir og of mikið með á nótunum sem getur brotist út í hömlulausu lífi, sem ekki er hollt fyrir nokkurn mann. Sem bet- ur fer höfum við alltaf alvitur stjórnvöld sem halda okkur á mott- unni og passa að við förum okkur ekki að voða. Þó að einstaka útlenskar nýj-ungar hafi fengið sæmilegt brautargengi hér á landi á síðustu misserum, nýjungar eins og Spot- ify, Facebook, AirBnB, Costco og Netflix, hafa stjórnvöld í gegnum tíðina oft haft horn í síðu „nýj- unga“ og jafnvel brugðið fyrir þær fæti. Þar má nefna bjór, frjálst út- varp og sjónvarp, þyrilsnældur, matvörur ýmiss konar og lága vexti. Sem dæmi um útlenska nýjungsem stjórnvöld hér á landi virðast ætla að vernda okkur gegn, fyrirbæri sem Íslendingar á ferðum sínum í útlöndum nota ótæpilega og útlendingar enn meira, er leigubílaþjónusta sem notast við hið svokallaða deilihagkerfi. Eins og greint hefur verið frá í Við- skiptaMogganum nýtur íslenski leigubílamarkaðurinn enn verndar gegn þessum vágesti vegna reglu- gerðar frá árinu 2003 um sérleyfi. Vandinn nú er hins vegar sá að leyfunum hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun landsmanna, hvað þá heldur ferðamanna, sem hefur fjölgað um 600% síðan 2003 en leigubílaleyfunum einungis um 11%. Hræðsla við nýjungar hefurfylgt manninum frá örófi alda, en þó þykir það almennt við- urkennt að ekki borgar sig að standa í vegi fyrir framþróun. Eins og Samtök atvinnulífsins hafa bent á eru áhyggjur af framþróun á leigubílamarkaði óþarfar, enda sýni rannsóknir að bæði sjálfstætt starf- andi bílstjórum og starfandi bíl- stjórum á stöðvum hafi fjölgað þar sem Uber, Lyft og aðrar slíkar deilihagkerfisleigubílaþjónustur fá að þrífast. Vernd gegn framtíðinni Um 40% líkur eru á því að Apple kaupi efnisveituna Netflix að mati greinenda Citi- group. Apple kaupi Netflix 1 2 3 4 5 Settu starfsfólkið í fyrsta sæti WOW Biz er fyrir þá sem vilja aukin þægindi, einfaldleika og greiða leið inn í vélina. Innifalið er hraðferð um borð,máltíð, forfallavernd og sömuleiðis BigSeat, eða besta sætið sem er í boði hverju sinni. WOW air flýgur einu sinni til tvisvar á dag til allra helstu viðskiptaborga Evrópu og Ameríku. WOW Biz kjörin leið fyrir þá sem þurfa að komast hratt og örugglega milli staða. WOW Biz Sumir þurfa einfaldlega meira WOW en aðrir. BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.