Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 1
SJÁLFVIRKNI OGTÆKNIVÆÐINGAFVEF Í BARNES & NOBLE ssballborð frá Hermés fyrir vandláta vinnustaði. 4 Unnið í sam Nordic Style Magazine fór úr því að vera veftímarit yfir í prentað tímarit sem selt er í Barnes & Noble. 14 VIÐSKIPTA Auður Daníelsdóttir hjá Sjóvá segir mikið að gerast í tækniþróun og sjálfvirknivæðingu til að auka þjónustuna hjá vátryggingafélögum. 4 Fú vinnu við FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 Arðsemi eigin fjár 53% minni Arðsemi eigin fjár íslenskra fyrir- tækja minnkaði mikið að meðaltali á milli áranna 2016 og 2015, sam- kvæmt tölum sem Creditinfo hefur tekið saman fyrir ViðskiptaMogg- ann. Samkvæmt tölunum, sem unn- ar voru upp úr ársreikningum rúm- lega 31 þúsund fyrirtækja, og að undanskildum þrotabúum föllnu bankanna, minnkaði arðsemi eigin fjár fyrirtækjanna um 53% á milli ára, eða úr því að vera 18,1% árið 2015 í 11,8% árið 2016. Samanlagt eigið fé fyrirtækjanna lækkaði einnig og fór úr því að vera 7,8 þúsund milljarðar árið 2015 nið- ur í 7,2 þúsund milljarða árið 2016. Sömuleiðis lækkaði meðal eigið fé félaganna úr því að vera 249 millj- ónir árið 2015 niður í 228 milljónir 2016. Meðaltal eiginfjárhlutfalla félaganna stóð nánast í stað milli ára og var um 44%. Skuldirnar fara lækkandi Heildarskuldir íslenskra fyrir- tækja hafa farið stiglækkandi sam- kvæmt sömu samantekt. Árið 2010 voru heildarskuldirnar rúmir 13 þúsund milljarðar króna en voru komnar niður í rúma níu þúsund milljarða árið 2016. Sé horft til með- alskuldsetningar fyrirtækjanna er sömu sögu að segja þar. Að meðal- tali skulduðu íslensk fyrirtæki árið 2010 487 milljónir króna en árið 2016 eru skuldirnar komnar niður í um 290 milljónir króna, sem er 67% minnkun meðaltalsins á tímabilinu. Eignastaða íslenskra fyrirtækja gaf nokkuð eftir á árinu 2016. Heild- areignir námu þá um 16,2 þúsund milljörðum króna og minnkuðu úr 17,9 þúsund milljörðum árið 2015. Eignastaðan hefur verið á svipuðu reki síðan árið 2010, eða um og yfir 15 þúsund milljörðum króna, en náði hámarki árið 2015 í fyrrnefndum 17,9 þúsund milljörðum. Eignir fyrirtækjanna að meðaltali minnkuðu úr því að vera 566 millj- ónir króna árið 2015 í 518 milljónir árið 2016. EBITDA-hagnaður eykst Sé horft til EBITDA-hagnaðar, það er hagnaðar fyrir afskriftir og fjármagnsliði, þá hefur hann farið stighækkandi síðan árið 2013. Það ár var meðal EBITDA-hagnaður ís- lenskra fyrirtækja rúmar 18 millj- ónir króna, en hækkar svo jafnt og þétt og er orðinn tæpar 32 milljónir árið 2016. Ef skoðuð er heildar- EBITDA félaganna 31 þúsund, þá nam hún 990 milljörðum króna árið 2016 og hafði þá hækkað um 13% milli ára, en árið 2015 var saman- lagður EBITDA-hagnaður fyrir- tækjanna 876 milljarðar króna. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Á sama tíma og arðsemi eigin fjár íslenskra fyrir- tækja hrapaði 2016 lækk- uðu heildarskuldir og EBITDA-hagnaður jókst. Þróun ársreikningsstærða fyrirtækja 2010-2016 14 12 10 8 6 4 2 0 þús. milljarða 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 17,6% 9,1 7,2 13,1 2,8 Skuldir alls Eiginfjárhlutfall – meðaltal Eigið fé alls 44,1%Að undanskildum þrotabúum gömlu bankanna Heimild: Creditinfo Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 4.7.‘17 4.7.‘17 3. 1.‘17 3. 1.‘17 1.729,75 1.622,93 130 125 120 115 110 116,75 125,1 Ísraelskum ferðamönnum sem aka sjálfir um landið í svokölluðum „Self Drive Tours“ hefur fjölgað mikið síð- ustu ár hér á Íslandi og þá að miklu leyti fyrir tilstilli ferðaþjónustufyrir- tækisins Another Iceland, sem er í eigu Guys Guitraimans. Guy segir í viðtali við Viðskipta- Moggann að samkvæmt Wikipedia dveljist ísraelskir ferðamenn lengst allra á landinu. „Fólk frá Bandaríkj- unum og Evrópu eyðir að jafnaði fimm til sex dögum hér á landi, en Ísraelar tveimur til þremur vikum. Líklega er þetta út af því að ferðalagið hingað er langt og menn vilja fá sem mest út úr því.“ Guy segir viðbrögðin mjög já- kvæð. „Erlendis eru svo margir staðir eins og svo lengi sem menn fá ekki þá tilfinningu á Íslandi dregur það að. Við megum aldrei komast á þann stað að fólki finnist við bara vilja hirða sem mesta peninga af gest- unum.“ Ísraelar dvelja lengst á landinu Morgunblaðið/RAX Guy segir viðskiptavinina hrifna af landi og þjóð og gefi góð meðmæli. Another Iceland selur þús- undum Ísraela Íslandsferðir ár hvert og hefur fyrirtækið vaxið hratt frá stofnun. 8 Fjármálastofnanir í Evrópu hafa haldið að sér höndum í samrunum frá efnahagshruni en nú má ætla að breyting verði á. Bankarnir að fara að kaupa á ný 10 SpaceX er þekktast fyrir fyrirhugaðar geimferðir en tekjur fyrirtækisins munu að mestu koma frá neti gervitungla. Lex: Geimferðir og gervitungl 11 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.