Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 2

Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018FRÉTTIR Mesta hækkun Mesta lækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) REITIR -0,44% 90,2 HAGA +5,44% 38,75 S&P 500 NASDAQ +0,40% 7.240,388 +0,57% 2.783,39 -0,72% 7.722,95 FTSE 100 NIKKEI 225 18.7.‘17 18.7.‘1717.1.‘17 17.1.‘17 1.700 652.300 1.931,0 2.192,75 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 48,84 69,22 +0,91% 23.868,34 45 Stærð gjaldeyrisforðans er hæfileg um þessar mundir. Hann gæti verið örlítið minni miðað við forðaviðmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og má bú- ast við að hann lækki eitthvað þegar fram í sæk- ir. Það kostar um 17 milljarða á ári að halda úti forð- anum. Þetta segir Már Guðmunds- son seðlabanka- stjóri í samtali við ViðskiptaMogg- ann. Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 130 milljarða króna í fyrra eða 16% og nam í árslok 686 milljörðum króna. Í lok árs svaraði hann til 27% af vergri landsfram- leiðslu og dugði fyrir innflutningi vöru og þjónustu í 8 mánuði. „Gjaldeyrisforðinn var nýttur í fyrra til þess að kaupa aflands- krónur með hagnaði og greiða niður skuldir ríkissjóðs. Af þeim sökum var lækkunin skynsamleg ráð- stöfun,“ segir Már. Að hans sögn er ekkert vandamál að gjaldeyrisforðinn sé um þriðj- ungur af landsframleiðslu en ýmis lítil og millistór lönd með fljótandi gjaldmiðil séu með forða af þeirri stærð. Hann var kominn í þá stærð árið 2015 eða 33% af landsfram- leiðslu og jókst í 34% ári síðar. Gjaldeyrisforðinn var alltof lítill í aðdraganda bankahrunsins, að sögn Más. Eftir hrun var hann aukinn með lánum frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. „Það jók traust á Íslandi og skapaði þá ímynd að við gætum staðið við skuldbindingar af erlend- um lánum. Lánshæfisfyrirtæki og markaðurinn líta á gjaldeyrisforða sem óbeint veð fyrir lántökum rík- issjóðs, sem eru í rauninni ekki með veð,“ segir hann. Mikið gjaldeyrisinnstreymi „Frá árinu 2013 hefur verið mikið gjaldeyrisinnstreymi vegna upp- gangs í ferðaþjónustu og góðra við- skiptakjara,“ segir Már. Góð við- skiptakjör merkja að verðmæti útflutnings er meira en virði inn- flutnings. „Gjaldeyrisinnstreymið setti mikinn þrýsting á krónuna sem skapaði okkur tækifæri til að byggja upp gjaldeyrisforðann í æskilega stærð.“ Gjaldeyrisforðinn er nú að lang- mestu leyti fjármagnaður með inn- lendu fé og því er að sögn Más áhættuminna að grípa til hans, því að baki eru ekki erlendar skuldbind- ingar sem greiða þarf seinna af. „Það er mun betri trygging gegn áföllum.“ Matsfyrirtækin jákvæð Að hans sögn líta lánshæfis- fyrirtækin nú jákvæðum augum á stærð íslenska gjaldeyrisforðans og leikur hann hlutverk í góðri einkunn frá þeim. „Stór forði er trygging gegn áföllum. Slíkar tryggingar kosta alltaf. Kostnaður er nú um 17 milljarða króna á ári. Við teljum að ávinningurinn sé mun meiri.“ Kostnaðinn má rekja til þess að ávöxtunin af forðanum er um það bil 0,5% á ári en fjármagnskostnaður vegna innlendra vaxta er mun hærri. „Kostnaðurinn sem hlýst af lendir að mestu á Seðlabankanum. Bank- inn er að skoða hvaða breytingar mætti gera á því fyrirkomulagi. Það er fyrst og fremst ríkissjóður sem nýtur ávinnings af stórum gjaldeyr- isforða með betri lánakjörum. Bank- ar fá auk þess betri lánakjör vegna gjaldeyrisforðans auk þess sem hann með óbeinum hætti er hluti af öryggisneti þeirra. Þess vegna er verið að skoða hvort og hvernig rík- issjóður og bankar geti tekið þátt í kostnaðinum í ríkara mæli.“ Gjaldeyrisforðinn kostar 17 milljarða Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Gjaldeyrisforðinn hefur aukist myndarlega frá fjár- málahruni. Stærð gjaldeyr- isforðans er hæfileg um þessar mundir að mati seðlabankastjóra. Janúar 2003 til desember 2017 Gjaldeyrisforði Seðlabankans 1.000 800 600 400 200 0 milljarðar króna ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 Heimild: Seðlabanki Íslands 686.135 milljónir kr. Már Guðmundsson STJÓRNUN Flestir framkvæmdastjórar ís- lenskra fyrirtækja búa við Norður- bakka í Hafnarfirði, samkvæmt samantekt sem Creditinfo gerði fyr- ir ViðskiptaMoggann, eða 64 fram- kvæmdastjórar í 81 fyrirtæki. Á meðal þeirra sem þar búa má nefna Ásbjörn Björnsson framkvæmda- stjóra endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young og Katrínu Óladótt- ur framkvæmdastjóra ráðningar- þjónustunnar Hagvangs. Sú gata sem er með næst flesta framkvæmdastjóra á landinu er Logafold í Reykjavík með 62. Í þriðja sæti er svo Langalína í Garða- bæ með 59 framkvæmdastjóra. Fjórða fjölmennasta fram- kvæmdastjóragatan er Lundur í Kópavogi með 58 framkvæmda- stjóra, en sú fimmta fjölmennasta er Langholtsvegur í Reykjavík með 55. Jörundarholt framúrskarandi Sé litið sérstaklega á lista Credit- info yfir framúrskarandi fyrirtæki, sem félagið tekur saman árlega og kynntur verður í Hörpu í næstu viku í samstarfi við ViðskiptaMoggann, þá eru flestir framkvæmdastjórar framúrskarandi fyrirtækja til heim- ilis við Jörundarholt á Akranesi eða 7 talsins. Göturnar í öðru og þriðja sæti á þeim lista eru svo Þrastarhöfði í Mosfellsbæ með 6 framkvæmda- stjóra og Háarif á Helllissandi með 5. tobj@mbl.is Norðurbakki með flesta stjóra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á Norðurbakkanum í Hafnarfirði búa flestir framkvæmdastjórar á Íslandi, 64 að tölu, í 81 fyrirtæki. Næst flestir búa í Logafold í Reykjavík. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Snögg og góð þjónusta Stafrænt prentaðir límmiðar á rúllum Vantar þig lítið upplag? Stafræn límmiðaprentun hentar vel fyrir minni upplög. Pappír, hvítt plast, glært plast og fl. þú velur! Sími 540 1818 | Skemmuvegi 4 | Kópavogi midaprent@midaprent.is | midaprent.is SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.