Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 15FÓLK Vantar fyrirtækið þitt gæða prentefni? Við bjóðum fjöl- breyttar lausnir hvort sem er í offset eða stafrænt. Komdu við í kaffisopa og við finnum leið sem hentar best hverju sinni. PRENTVERK Þegar Ásþór Tryggvi Steinþórsson var í námi í Hollandi hugkvæmdist honum að hanna nýja gerð af grip- töng fyrir skurðlækna. Hann þróaði uppfinningu sína í náminu, en þegar hann snéri aftur til Íslands rak hann sig á að erfitt gat verið að fá að kom- ast í þau tæki sem þarf til að smíða vandaðar frumgerðir af tækjum og tólum. „Þegar litið er yfir samsetningu íslenskra sprotafyrirtækja kemur í ljós að flest þeirra fást við þróun hugbúnaðar, og sennilegasta skýr- ingin sú að til að búa til forrit þarf ekki meira en tölvu. Þeir sem fá hug- mynd að nýrri uppfinningu þurfa aftur á móti að byrja á að kaupa tæki fyrir nokkrar milljónir ef þeir vilja smíða nothæfa frumgerð af vörunni sinni, og það er þröskuldur sem venjulegt fólk ræður ekki við,“ segir Ásþór. „Jarðvegurinn er mjög góður fyrir hvers kyns hugbúnaðarhug- myndir og hægt að feta í fótspor margra sem á undan hafa komið, en það er sáralítill jarðvegur fyrir verk- legu hugmyndirnar.“ Ásþór sá sér leik á borði og stofn- aði nýtt „frumgerðasetur“ fyrir frumkvöðla. Um er að ræða opna vinnustofu sem fengið hefur nafnið Frumgerðin (www.frumgerdin.is) og geta áhugasamir fengið þar aðgang að fullkomnum smíðatækjum á kostnaðarverði. Meðstofnandi Ás- þórs er Elvar Örn Þormar, stjórn- andi Reon, og er Frumgerðin rekin í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í húsakynnum NMÍ í Ár- leyni í Keldnaholti. Tækifæri í tækjum rétt eins og hugbúnaði Að sögn Ásþórs skýtur það skökku við að aðstaða af þessu tagi hafi ekki verið í boði fyrr en nú. „Smíði vélbúnaðar er ekki minna ábatasöm en smíði hugbúnaðar, og sést kannski hvað best á nýsköp- unarfyrirtækjum eins og Marel og Össuri sem í dag eru í hópi stærstu fyrirtækja landsins,“ segir hann og bætir við að víða í Hollandi og Þýskalandi megi finna staði eins og Frumgerðina þar sem hugvitssamt fólk getur fengið að smíða full- komnar frumgerðir. Ásþór segir íslensku háskólana bjóða upp á takmarkaða aðstöðu en þar sé aðgengi líka takmarkað og ekki að því hlaupið fyrir aðra en nemendur og kennara að nota tækjakost háskólanna. „Einkarekin vélaverkstæði hérlendis fást flest við grófari framleiðslu og því ekki með tækin sem henta fyrir fínsmíði, eða þá að framleiðslunni er þannig hátt- að að það borgar sig ekki fyrir þau að smíða eina frumgerð fyrir upp- finningamann,“ útskýrir Ásþór. „Nýsköpunarmiðstöð rekur Fab Lab-verkstæði, sem eru ágæt til síns brúks, en gefa ekki völ á þeirri fín- smíði sem frumkvöðlar þurfa oft á að halda. Hjá Fab Lab má komast í þrí- víddarprentara og leysiskera, sem kemur sér vel á fyrstu stigum, en líta má á Frumgerðina sem n.k. framlengingu af þeirri þjónustu, og stað þar sem notendur geta smíðað úr nánast hvaða efni sem er með að- gangi að fullkomnu rafmagnsverk- stæði, vélaverkstæði og fínsmíða- verkstæði auk búnaðar til að mæla brotþol og kraft. Áhugasamir geta sótt um að kom- ast að hjá Frumgerðinni og segir Ásþór hægt að fá handleiðslu við notkun tækjanna. „Það er ekki í boði að fólk komi einfaldlega og prófi sig áfram með tækin enda er öryggið í fyrirrúmi og ekki sama hvernig smíðaverkstæðið er notað. Aðstaðan er leigð í hálfan eða heilan dag í senn og verkefnið sem unnið er að þarf að hafa nýsköpunarlegt gildi – er verk- stæðið ekki hugsað til að framleiða t.d. húsamerkingar eða götuskilti.“ Morgunblaðið/Hari Frumgerðin er vel búin tækjum fyrir hvers kyns fínsmíði. Ásþór á frum- gerðaverkstæðinu með samstarfskonu sinni Huldu Jónasdóttur. Ryðja burtu hindrun fyrir hugvitsfólk Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Íslenska frumkvöðla hefur vantað aðstöðu til að smíða vandaðar frumgerðir af fullkomnum uppfinn- ingum. Nýtt „frumgerða- setur“ á að bæta úr þessu en þar geta uppfinninga- menn með góða hugmynd komist í öll nauðsynleg tæki. SPROTAR GG Verk Ferdinand Hansen hefur verið ráðinn í starf gæða- og öryggisstjóra GG Verks. Ferdinand lauk prófi í framleiðslufræði frá Skive Tekniske Skole og hefur réttindi sem húsasmíðameistari og byggingastjóri. Hann hefur starfað sem verkefnisstjóri gæðastjórnunar hjá Samtökum iðnaðarins frá 1999. Þá sá hann um ráðgjöf við stjórnun, rekstur og CE-merkingar og hélt utan um áfangavottanir SI. Þá hefur hann á undanförnum árum verið leiðbeinandi við Háskólann í Reykjavík og Tækniskólann í gæðastjórnun iðnmeistara og byggingastjóra. Ferdinand er nýr gæða- og öryggisstjóri Arctica Finance Jón Þór Sigurvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance. Hann tekur við starfinu af Stefáni Þór Bjarnasyni sem hefur frá stofnun félagsins sinnt stöðu framkvæmdastjóra félagsins samhliða því að veita Fyrirtækjaráðgjöfinni forstöðu. Jón Þór er einn af stofnendum Arctica Finance og hefur 14 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Jón Þór hefur leitt eða komið að mörgum stærri fyrirtækjaráðgjafarverkefnum seinni ára. Hann er með BSc-gráðu í vélaverkfræði og tölvunarfræði fá HÍ, MSc- gráðu í orkuverkfræði frá Universite Joseph Fourier. Jón Þór tekur við fyrirtækjaráðgjöfinni VISTASKIPTI Samtök atvinnulífsins Unnur Elfa Hallsteinsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Sam- taka atvinnulífsins. Unnur Elfa er lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hún starfaði áður hjá sendiráði Íslands í Brussel, EFTA og Fjármálaeftirlitinu. Meistararitgerð Unnar í lögfræði fjallaði um samanburð á reglum ESB- og EES-réttar og reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um viðskipti með vörur. BA-ritgerð hennar fjallaði um framsal ríkis- valds alþjóðastofnana með tilliti til Schengen-samstarfsins. Nýr verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Arion banki Ingi Steinar Ellertsson hefur tekið við starfi svæðisstjóra Arion banka á Norður- og Austurlandi. Hann mun samhliða því gegna starfi útibússtjóra bankans á Akur- eyri. Ingi Steinar hefur verið forstöðumaður fyrirtækja- viðskipta hjá Arion banka á Norður- og Austurlandi frá árinu 2015. Frá árinu 2011 hafði hann leitt uppbyggingu sjóða- og lífeyrissjóðasviðs hjá T Plús hf. á Akureyri. Ingi Steinar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í fjármálum og stefnumótun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hann hefur jafnframt lokið prófum í verðbréfaviðskiptum og vátryggingafræðum. Ráðinn svæðisstjóri á Norður- og Austurlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.