Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 4
MORGUNVERÐARFUNDUR
KAUPHALLARINNAR
Það er staðreynd að það hallar á hlut kvenna í
stöðum stjórnenda og sérfræðinga hjá flestum
íslenskum fyrirtækjum. Er eitt helsta sóknarfæri
íslenskra fyrirtækja kannski að nýta hæfileika
kvenna til jafns við karla?
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar:
Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:
Við getum breytt stöðunni
Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi Capacent:
Hvernig innleiðum við jafnrétti hjá fyrirtækjum
Eru jafnréttismál
helsta sóknarfæri
íslenskra fyrirtækja?
Nasdaq Iceland og Capacent á
Hilton Nordica þann 23. janúar
frá kl. 8:30 til 10:00.
Pallborðsumræður:
Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone.
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS.
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
Fundarstjóri og stjórnandi pallborðsumræðna er
Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018FRÉTTIR
Kjartan Smári getur verið ánægð-
ur með árangur Íslandssjóða að
undanförnu. Fyrirtækið hefur
vaxið hratt og farið úr ellefu
starfsmönnum í tuttugu á aðeins
tveimur árum.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Íslandssjóðir hafa vaxið hratt
undanfarið með spennandi nýjum
verkefnum, góðri ávöxtun sjóða og
nýju og flottu starfsfólki. Það er
alltaf töluvert púl að vaxa og búa
til nýja hluti þar sem vanda þarf
til verka eins og raunin er með
nýja sparnaðarkosti, en mikið
hrikalega getur það líka verið
skemmtilegt!
Hvaða hugsuður hefur haft
mest áhrif á hvernig þú starfar?
Námsárin í sálfræðinni mótuðu
mig töluvert sem stjórnanda og ég
hugsa oft hlýlega til kennara og
félaga í sálfræðinni sem margir
eru góðir vinir mínir í dag. Ég er
viss um að mannlega hliðin er
mikilvægasti þátturinn í farsælu
samstarfi og viðskiptum og ég er
því oft þakklátur fyrir þennan
bakgrunn, sem er ekki eins óal-
gengur í viðskiptalífinu og margir
halda.
Hugsarðu vel um líkamann?
Þetta er einn af þessum hlutum
sem ég þarf alltaf að leggja mig
dálítið fram við að sinna. Nú er ég
í einkaþjálfun hjá Agnesi í
WorldClass og hún þrælar okkur
félögunum út í lyftingum tvisvar í
viku. Þetta hentar mér alveg sér-
deilis vel, sérstaklega þegar ég
get tekið lyftuna beint í ræktina
eins og hér í Norðurturninum. Svo
er líka mikilvægt að fá góða nær-
ingu á milli tíma í ræktinni, ég
spái stundum jafnvel meira í þann
hluta.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan
starfa?
Ég held að í framtíðinni muni
það henta mínum lífsstíl að eiga og
reka ásamt konunni minni lítið en
huggulegt veitingahús á Spáni,
eða jafnvel Suður-Frakklandi. Þar
verður vandað einkar vel til allra
verka – ég er nú þegar byrjaður
að hugsa matseðilinn.
Hvað myndirðu læra ef þú feng-
ir að bæta við þig nýrri gráðu?
Ég bætti nýlega við mig meist-
aragráðu í alþjóðaviðskiptum úti í
Barselóna þar sem við fjölskyldan
áttum saman algjört draumaár.
Ef ég væri á leið aftur í nám
myndi ég líklegast velja mér
gráðu í fjártækni (FinTech) en
alltaf á sama stað. Barselóna topp-
ar allt.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Rekstrarumhverfi fjármálafyr-
irtækja eins og Íslandssjóða ein-
kennist auðvitað af smæð íslenska
markaðarins og þeirri staðreynd
að við erum í harðri samkeppni við
erlend fyrirtæki sem oft eru
hundraðfalt eða jafnvel þúsundfalt
stærri. Kerfiskostnaður á Íslandi
er ofsalega hár, allt of mikið er af
séríslenskum lausnum í þessu
örsmáa kerfi í kringum minnsta
gjaldmiðil heims; ég nefni stað-
greiðslu á fjármagnstekjuskatti
sem dæmi. Eins hefur mark-
aðnum ekki verið leyft að hagræða
nóg, t.d. með samrekstri á grunn-
þjónustu. Það er auk þess fokdýrt
að uppfylla kröfur sem upprunnar
eru í evrópsku regluverki sem
samið er með fyrirtæki og markað
af allt annarri stærðargráðu í
huga. En þetta allt eru verkefni
sem þarf að vinna vel að áfram og
vonandi tekst okkur að finna
skynsamlegar leiðir sem kosta
ekki of mikið. Því það gleymist
stundum að allur þessi kostnaður
kemur á endanum niður á við-
skiptavinum, sparifjáreigendum
og landsmönnum öllum í gegnum
lífeyrissjóðina sem við öll eigum
hlutdeild í og flestar þjóðir heims-
ins öfunda okkur af.
SVIPMYND Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða
Of hár kerfiskostnaður
og of margar sérlausnir
Morgunblaðið/Hari
Kjartan átti nýlega yndislegt ár með fjölskyldunni í Barselóna þar sem
hann bætti við sig meistaragráðu. „Barselóna toppar allt,“ segir hann.
Hlaupabretti sem
hvetur þig til dáða
GRÆJAN
Allir vita að það er bráðhollt að skokka. Verst hvað það getur verið
drepleiðinlegt að sprikla lengi á hlaupabretti. Sumir reyna að drepa tím-
ann með því að horfa á sjónvarp eða hlusta á uppáhaldslögin á meðan þeir
skokka, en fyrir marga er það hreint ekki nógu örvandi.
Nýja hlaupabrettið frá Peloton er fyrir þá sem vilja hlaupa án þess að
láta sér leiðast. Fremst á tækinu er risastór skjár með öflugum hátalara,
og tíu sinnum á dag getur notandinn tekið þátt í æfingatíma í beinni út-
sendingu frá agalega fínni líkamsræktarstöð í New York. Tækið hefur
líka að geyma upptökur sem leiða notandann í gegnum meira
en 1.000 æfingar sem miða ekki bara að því að auka þol og
stæla fótleggi heldur að styrkja allan líkamann.
Undir notandanum er síðan færiband úr gúmmíplötum
sem draga í sig höggið af hverju skrefi.
Brettið kostar um 4.000 dali vestanhafs . ai@mbl.is
NÁM: Stúdent frá MA 1999; BA í sálfræði frá HÍ 2004; próf í
verðbréfaviðskiptum; meistaragráða í alþjóðaviðskiptum frá
UAB í Barcelona 2015.
STÖRF: Verslunarstjóri BT á Akureyri 1999 til 2001; við-
skiptastjóri hjá Rekstrarfélagi Kaupþings (nú Stefnir) 2004-
2007; forstöðumaður í Eignastýringu Íslandsbanka og VÍB
2007-2016; framkvæmdastjóri Íslandssjóða hf. frá 2016.
ÁHUGAMÁL: Fyrir utan eignastýringu, sem maður brennur fyrir,
er það helst matargerð, vín og söngur (með Karlakórnum Fóst-
bræðrum) í bland við fluguveiði og góða samveru með fjöl-
skyldu og vinum.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur menntaskólaástinni, Hildigunni
Magnúsdóttur, og eigum við saman þrjú börn 4-18 ára.
HIN HLIÐIN