Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018SJÁVARÚTVEGUR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Kraftmiklir leiðtogar komavel fyrir sig orði
Viltu vera leiðtogi sem nærð til fólks, endurspeglar öryggi og færð aðra í lið með þér á jákvæðan
og faglegan hátt? Hvernig þú tjáir þig getur verið lykillinn að velgengni þinni í starfi. Námskeiðið
Áhrifaríkar kynningar (High Impact Presentations) styrkir fagfólk til að miðla af öryggi og
trúverðugleika til ólíkra áheyrendahópa.
Hefst 13. febrúar • Nánar ádale.is
Copyright© 2018DaleCarnegie &Associates, Inc. All rights reserved. ad_121317_iceland
Það sem við förum yfir:
• Skapa jákvæð áhrif við fyrstu kynni
• Auka trúverðugleika
• Framsetning á flóknum upplýsingum
• Tjáning á áhrifaríkan hátt
• Hvetja aðra til framkvæmda
• Bregðast rétt við krefjandi aðstæðum
• Fá aðra til að fagna breytingum
• Koma fram í fjölmiðlum
Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis er á
hraðri siglingu. Starfsmenn eru núna
um 30 talsins, þar af fimmtán sem
vinna að sölu- og markaðsmálum
Kerecis í Bandaríkjunum, auk 30
umboðssölumanna sem starfa vítt og
breitt um Bandaríkin. Eru þó ekki
nema tæp átta ár síðan Kerecis hóf
göngu sína sem rannsóknarverkefni,
árið 2010, og varð það ekki að eigin-
legu fyrirtæki fyrr en 2014.
Á dögunum seldi Kerecis breytan-
legt skuldabréf fyrir þrjár milljónir
dala en áður höfðu hluthafar lagt
fyrirtækinu til um það bil milljarð
króna. „Félagið
er núna í hröðum
vexti og fjórföld-
uðust sölutekjur
okkar í fyrra rétt
eins og árið á und-
an. Verðmæta-
aukningin er mik-
il og forsendurnar
í rekstrinum
orðnar skýrari og
því skuldabréf með breytirétti ákjós-
anlegt tæki til að afla frekara fjár-
magns,“ segir Guðmundur Fertram
Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins,
og bætir við að umframeftirspurn
hafi verið eftir skuldabréfunum.
Kerecis notar þorskroð sem
ígræðsluefni til að hjálpa húð- og lík-
amsvef að gróa eftir slys, skurð-
aðgerðir og sjúkdóma. Meðal þeirra
sem njóta góðs af vörunni er fólk með
vefjamissi eftir brjóstatöku eða
krabbameinsmeðferð, sykursýkis-
júklingar sem glíma við fótasár
vegna sjúkdómsins, fólk með kviðslit
og fólk sem misst hefur húð vegna
slyss eða bruna. Guðmundur segir
læknavísindin bjóða upp á ýmsar
leiðir til að hjálpa húðinni að gróa en
vandaðar og ítarlegar rannsóknir
sýna að þorskroðið frá Kerecis er ein
besta lausnin sem völ er á:
Smithætta ekki til staðar
„Þegar alvarleg sár eru meðhöndl-
uð er algengt að fara þá leið að taka
húð af öðrum stað á líkamanum og
leggja ofan á sárið (sk. samgræð-
lingar), og er þá húðin yfirleitt fengin
af læri sjúklingsins. Þegar um er að
ræða sykursýkisár tollir húðin þó
ekki á ágræðslustaðnum í meira en
helmingi tilfella og situr sjúkling-
urinn þá uppi með tvö sár í staðinn
fyrir eitt,“ útskýrir Guðmundur.
„Ýmiskonar tækni hefur verið þróuð
til að koma í staðinn fyrir sam-
græðlinga, t.d. meðhöndlaður vefur
úr svínum, húð af kálfafóstrum, fóst-
urbelgir og líkhúð. Þessar staðgeng-
ilsvörur hafa náð talsverðri út-
breiðslu í Bandaríkjunum þar sem
þær seljast fyrir yfir milljarð dollara
á ári með yfir 20% árlegan vöxt. Gall-
inn við þessar vörur er hinsvegar að
vegna sjúkdómasmithættu þarf að
meðhöndla gjafavefinn mikið með
sterkum kemískum efnum og við það
afmyndast efnin og virkni þeirra
minnkar. Það er engin smithætta til
manna frá kaldvatnsfiski eins og
þorski og þess vegna þarf sáraroðið
okkar afskaplega litla meðhöndlun
sem eykur virkni þess stórkostlega.“
Verksmiðja Kerecis er á Ísafirði
en læknisfræðilegar rannsóknir fara
fram í Reykjavík. Sölu- og markaðs-
skrifstofa fyrirtækisins er svo á
Washington DC-svæðinu, ekki langt
frá Pentagon, en fyrir tveimur árum
var ákveðið að flytja sölu og mark-
aðsdeild fyrirtækisins vestur um haf
m.a. í kjölfar undirritunar samstarfs-
samninga við bandaríska sjóherinn.
Fleiri vörur á leiðinni
Að sögn Guðmundar stendur
kjarnastarfsemi Kerecis undir sér í
dag en megináhersla er lögð á sölu-
og markaðsstarf í Bandaríkjunum.
Fyrirtækið er með samþykkta vöru
fyrir sárameðhöndlun en umfangs-
mikil verkefni eru í gangi við að afla
markaðsleyfa fyrir nýjar ábendingar
með tilheyrandi fjármagnsþörf og
gerir félagið því ekki ráð fyrir já-
kvæðum rekstrarniðurstöðum næstu
2-3 árin. Vörurnar sem von er á á
markað eru sérhannaðar til að hjálpa
sjúklingum með sár í munnholi, fólki
sem glímir við kviðslit og til notkunar
við enduruppbyggingu á brjóstum
eftir brjósttöku í kjölfar krabba-
meins. „Við viljum halda áfram að
stækka hratt og stefnum að því að
vera búin að fjölga sölumönnum okk-
ar úr 10 í 50 um mitt næsta ár auk
þess að styrkja umboðssölu-
mannanetið,“ segir Guðmundur.
„Þessi verkefni eru fjármögnuð af
hluthöfum og styrkjum og hafa
styrkir frá Tækniþróunarsjóði m.a.
verið afskaplega mikilvægir félaginu
sem og greiðslur vegna þróunarsam-
starfs við bandaríska herinn.“
Meirihluti hlutafjár Kerecis er í
eigu íslenskra aðila, og eiga m.a.
Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal
og fiskþurrkunin Klofningur á Suð-
ureyri hlut í félaginu. Meðal annarra
hluthafa má nefna fyrirtækið Omega,
sem tengist Novator, 1924 sem er
m.a. í eigu Haraldar Jónssonar og
Marinós Marinóssonar hjá Innnesi
hf., franska lækningavörufyrirtækið
Tonifarm og kanadísk-íslenska sjáv-
arútvegsfyrirtækið Nataaqnaq Fish-
eries sem er m.a. í eigu Finns Harð-
arsonar og Þorsteins Sævarssonar.
Mikilvægar mælingar
En rekur fyrirtækið sig ekki á
hindranir þegar það býr til lækn-
ingavöru úr náttúrulegri afurð? Guð-
mundur segir það grunnforsendu
fyrir þeim leyfum sem bandaríska
Matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur veitt
Kerecis að íslensk stjórnvöld fram-
kvæma vandaðar og ítarlegar rann-
sóknir á ástandi hafsins:
„Roðið þarf að vera rekjanlegt, svo
að ljóst sé n.v. hvaðan fiskurinn kem-
ur, og það verður að vera ferskt þeg-
ar við byrjum að vinna úr því. Þegar
við öflum hráefnis fer starfsmaður á
okkar vegum til Hraðfrystihússins
Gunnvarar í Hnífsdal eða Íslands-
sögu á Suðureyri, stendur þar við
roðflettingarvélina og velur það roð
sem við munum nota.“
Í byrjun notaðist Kerecis við roðið
af eldisþorski sem Guðmundur segir
að hafi haft þann kost að vakta mátti
ástand og vaxtarskilyrði fisksins allt
frá klakningu seiða og hægt var að
tryggja að allir fiskarnir væru eins
og af sömu stærð. „En svo fór að
þorskeldið gekk ekki vel og skiptum
við því eldisþorskinum út fyrir villtan
þorsk og reiðum okkur á mælingar
Hafrannsóknastofnunar á ástandi
sjávar umhverfis landið. Þessar mæl-
ingar fara stöðugt fram og mæla m.a.
magn og samsetningu baktería,
geislavirkni og magn þungmálma og
er markaðsleyfi okkar í Bandaríkj-
unum háð því að við framvísum
skýrslum Hafró og Matís um leið og
þær eru tilbúnar.“
Reiða sig á mælingar á ástandi hafsins
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Nýlega seldi Kerecis breyt-
anlegt skuldabréf fyrir þrjár
milljónir dala og hefur því
samtals fengið um 1,3
milljarða króna frá fjár-
festum. Markaðsleyfið í
Bandaríkjunum er háð
reglulegum mælingum
Hafró og Matís umhverfis
landið.
Húðlíkið er framleitt úr fersku roði í fullkominni verksmiðju á Ísafirði. Von er á nýjum vörum á markað fljótlega.
Ýmsar ástæður eru fyrir því að Kerecis hefur lagt mesta áherslu á
Bandaríkjamarkað. Mest munar um að þar er meiri hefð fyrir því að nota
líkhúð og aðra stuðningsvefi við lækningar á sárum og vefjaskaða. „Á
Bandaríkjamarkaði erum við að koma inn á hávaxtarmarkað þar sem
allir vita hvað húðlíki er, eru vanir að nota það. Opinberir sjúkratrygg-
ingasjóðir í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna veita endurgreiðslu vegna
notkunar húðlíkis, en í Evrópu er slíkur stuðningur ekki til staðar.“
Eins og gefur að skilja er bandaríski lækningavörumarkaðurinn bæði
stór og flókinn og tekur það tíma fyrir fyrirtæki eins og Kerecis að koma
vöru sinni á framfæri og í notkun á spítölunum. „Til þess að geta notað
vöruna þarf innkaupanefnd hvers spítala fyrst að gefa til þess leyfi. Í
þessari nefnd er innkaupadeildin í meirihluta og þar sem spítalarnir eru
reknir til að skila hagnaði þá þurfa nýjar lækningavörur í senn að hafa
klíníska virkni og vera arðbærar fyrir spítalann. Húðlíki Kerecis uppfyllir
bæði skilyrðin og því oftast auðsótt að taka það í notkun en samþykkt-
arferli spítalanna tekur þó langan tíma, frá sex mánuðum upp í heilt ár.“
Greið en löng leið inn í bandaríska spítala
Guðmundur
Fertram
Sigurjónsson