Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 7

Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 7SJÁVARÚTVEGUR Framleiðni vinnuafls í íslenskum sjávarútvegi er 21% meiri en sjáv- arútvegs annars staðar á Norður- löndum þegar lit- ið er til meðaltals áranna 2009- 2015. Þetta kom fram í erindi Ás- dísar Kristjáns- dóttur, forstöðu- manns efnahagssviðs Samtaka atvinnu- lífsins, á Mark- aðsdegi Iceland Seafood Int- ernational í Iðnó á föstudag. Hún bendir á að íslenskur sjávar- útvegur sé eina atvinnugreinin þar sem framleiðni vinnuafls sé umfram það sem gengur og gerist á meðal sambærilegra atvinnugreina annars staðar á Norðurlöndunum. „Allar aðrar atvinnugreinar eru með lakari framleiðni,“ segir Ásdís. Að sögn Ásdísar hafa fjárfest- ingar í sjávarútvegi numið ríflega 10% af tekjum árin 2015 og 2016. „Fjárfesting í dag er hagvöxtur á morgun,“ bendir hún á. „Auknar fjárfestingar endurspeglast í auk- inni hagræðingu og arðsemi að lok- um.“ Af umræðunni að dæma, segir hún, mætti ætla að íslenskur sjáv- arútvegur greiddi lítið til ríkisins. Hún segir að áætlað sé að hann greiði 23 milljarða til ríkisins í ár, hafi greitt 20 milljarða í fyrra og 22 milljarða árið 2016. Ásdís segir að það sé álíka mikið og ýmsir mikil- vægir útgjaldaliðir ríkisins og bendir á að ríkið hafi lagt 21 millj- arð í lyf og lækningavöru, 16 millj- arða í umhverfismál og 13 millj- arða í húsnæðisstuðning. Ásdís gerir uppsveifluna undan- gengin ár, sem sé drifin áfram af útflutningsgreinum og sé ekki skuldsett eins aðrar hagsveiflur hérlendis, að umtalsefni. „Við verð- um í auknum mæli að horfa til samkeppnisstöðu þjóðarbúsins og horfa til reynslu annarra Norð- urlandaþjóða. Þegar samið er um launahækk- anir annars staðar á Norðurlönd- unum skiptir öllu máli hvert svig- rúmið er hjá útflutningsreinunum. Þær gefa merki um hvert svigrúm- ið er. Á Íslandi er það hið opinbera sem gefur merkið – sem er galið. Þess vegna verðum við að breyta um kúrs,“ segir Ásdís og bendir á hve mikilvægt það sé að hafa öfl- ugar útflutningsgreinar sem geta staðið undir innlendri neyslu lands- manna. 21% meiri framleiðni vinnuafls Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Framleiðni vinnuafls í íslenskum sjávarútvegi er mun meiri en annars stað- ar á Norðurlöndum. Aðrar atvinnugreinar eru með lakari framleiðni. Meðalframleiðni vinnuafls 2009-2015* Sjávarútvegur 0% -7% -20% -24% -24% -26% -28% -30% -33% -34% -43% -43% Samanburður á atvinnugreinum á Íslandi og á Norðurlöndunum *Meðaltal 2009-15 Heimild: Samtök atvinnulífsins VERRI FRAMLEIÐNI BETRI FRAMLEIÐNIMIÐAÐ VIÐ NORÐURLÖNDIN 21% Rafmagn og vatn Ferðaþjónusta og flutningar Byggingariðnaður Opinber þjónusta Matvælaframleiðsla Heild- og smásala Önnur þjónusta Fjármálaþjónusta Landbúnaður Menning og listir Upplýsingatækni og fjarskipti Önnur framleiðsla Ásdís Kristjánsdóttir Sturlaugur Haraldsson, sölustjóri rúss- nesku útgerð- arinnar Norebo Europe sem rekur 35 tog- ara, varpaði ljósi á þá þróun sem átt hefur sér stað hjá rússneskum út- gerðum í erindi á Markaðsdegi Iceland Seafood International. Helgi Anton Eiríksson, for- stjóri Iceland Seafood Int- ernational, sagði í Viðskipta- Mogganum fyrir viku að fyrir áratug litu Íslendingar ekki á Rússa sem erfiða keppinauta í sjávarútvegi. „Nú eru þeir á sumum mörkuðum orðnir að okkar helstu keppinautum,“ segir Helgi Anton. „Rússland er langstærsta framleiðslulandið af sjófrystum þorski,“ segir Sturlaugur. „Framleiðslan hefur aukist gríð- arlega.“ Frá árinu 2007 til 2012 jókst sjófrystingin úr 14 þúsund tonnum í 48 þúsund tonn. „Það er enn pláss á markaðnum til að vaxa,“ segir Sturlaugur og nefn- ir að þrátt fyrir mikla aukningu hafi verð á mörkuðum hækkað. „Á sama tíma hafa íslenskar útgerðir fært sig úr sjófrystu yf- ir í ferskt,“ segir hann og nefnir að á tímabilinu hafi framboð frá Íslandi dregist saman um 7 þúsund tonn í 10 þúsund. „Stærsti markaðurinn fyrir fiskinn er „fiskur og franskar“ í Bretlandi. Sá markaður er í hægum vexti,“ segir Sturlaugur. Að hans sögn hefur innreið þýsku lágvöruverslanakeðjanna Aldi og Lidl á Bretlandsmarkað valdið usla. „Það er verðstríð á milli verslanakeðja,“ segir Stur- lugur og nefnir að ein leið til að bjóða lægra verð er að bjóða fryst hráefni til uppþíðingar og draga úr notkun á ferskmeti. Allen Townsend, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood Barraclough í Bretlandi, segir ástæður þess að verslanir þar í landi bjóði upp á þíddan fisk í auknum mæli vera fjórar. Hrá- vöruverð hafi hækkað, Brexit (útganga Bretlands úr ESB) hafi leitt til gengislækkunar punds- ins og aukinnar verðbólgu, stórmarkaðir reyni að halda verði niðri vegna innreiðar lágvöruverðsverslanna og kraf- an sé um aukið hagræði í rekstri. Rússar veðja á sjófrystan þorsk Sturlaugur Haraldsson Íslenskur fiskur er um 28% af þeim fiski sem Bretar neyta. Aftur á móti er hlutdeildin þeirra 37% sé litið til þess fjár- magns sem var- ið er í fiskkaup. „Það er greitt aukalega fyrir ís- lenskan fisk. Þetta er gæðavara,“ sagði Allen Townsend, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood Barraclough í Bretlandi, á Mark- aðsdegi Iceland Seafood International. Til samburðar útvega Kínverjar 20% af fiski til Bretlands en fá ein- ungis 16% af virðinu. Sá fiskur er seldur á mun lægra verði. Townsend segir að selja eigi ís- lenskan fisk sem gæðavöru. Hann geti aldrei keppt í verði við ódýran fisk frá Kína. Greitt aukalega fyrir íslenskan fisk Allen Townsend Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður semætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 Skiptirofi fyrir rafstöðvar. Sjálfræsibúnaður í skáp gangsetur rafstöðina sjálfkrafa við rof veitu. Rofarnir eru frá 40A til 2000A Ekki bíða eftir næsta óveðri - hringdu núna. Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík C44 D5 / 35 kW C90 D5 / 72 kW Vélasalan býður upp á mikið úrval af rafstöðvum frá Cummins. Rafstöðvarnar eru fáanlegar frá 17 kW til 440 kW 50-60Hz, opnar eða í hljóðeinangruðu húsi með innbyggðan olíutank. GTEC

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.