Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 8

Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 8
er sú mikla samþætting sem við ætlum að tryggja í flugrekstrinum. Þannig samþættum við rekstur Icelandair og móðurfélagsins, IGS verður sameinað Icelandair og Icelandair Cargo verður dótturfélag Icelandair. Þar er þunga- miðja félagsins en aðrar einingar sem einnig hafa reynst mikilvægar í rekstri félagsins skiptast niður á tvö svið, annars vegar fjárfest- ingar tengdar fluginu og hins vegar fjárfest- ingar tengdar ferðaþjónustunni í víðari skiln- ingi. Undir fyrrnefnda sviðið fellur Air Iceland Connect, Loftleiðir Icelandic og ferðaskrifstofan Vita. Í síðarnefnda hlutann fellur svo hótelrekst- urinn í Icelandair Hotels og Iceland Travel.“ Björgólfur bendir á að í þessari uppstokkun felist miklar breytingar. Það komi m.a. fram í því að frá ársbyrjun 2017 hafi 7 framkvæmda- stjórar hætt hjá félaginu og að stöðunum hafi í raun fækkað um 5 með þessum breytingum. „Stjórnendur sem hafa starfað lengi hjá félag- inu og skilað góðu starfi í gegnum árin hafa hætt. Í nýju skipulagi eru einfaldlega færri stjórnendastöður en í eldra skipulagi. Það er augljóst að þessar ákvarðanir draga úr kostnaði. Hins vegar var lækkun kostnaðar ekki aðal- atriðið í þessari ákvarðanatöku. Við töldum mik- ilvægast að tryggja að boðleiðir yrðu sem styst- ar og félagið gæti þannig brugðist hratt við þegar það á við, ábyrgðarsvið eru skýrari. Það leiðir að mínu mati til þess að kostnaður lækkar til lengri tíma litið en í nýju skipulagi felast fyrst og fremst tækifæri til að auka tekjur. Einhverjir hafa nefnt að í framtíðinni muni flugsætin verða ókeypis. Ég hef enga trú á því að hlutirnir verði ókeypis en það er ljóst að félögin eru sífellt að leita leiða til að auka tekjur og það er ekki endi- lega gert með sama hætti í dag og á morgun.“ Snýst um að auka tekjur samhliða lækkun kostnaðar Og þegar Björgólfur nefnir styttri boðleiðir og þau tækifæri sem hann vilji sækja varðandi framtíðartekjur af starfseminni er ekki hjá því komist að spyrja hvort félagið hafi í uppgang- inum mikla sofnað á verðinum og misst sam- keppnisaðilana fram úr sér? „Að einhverju leyti má sjálfsagt taka undir það. Við hefðum þurft að bregðast fyrr við þegar Á fyrri hluta árs 2016 fór Icelandair með himin- skautum í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði fé- lagsins stappaði nærri 200 milljörðum króna og ekkert lát virtist á velgengni þess. Eftir því sem leið á árið harðnaði nokkuð á dalnum og í janúar í fyrra gaf félagið út afkomuviðvörun sem virtist koma markaðnum á óvart. Í einni svipan lækkaði gengi félagsins snarpt og síðan þá hefur markað- urinn beðið eftir því að Björgólfur og teymi hans sýndi á spilin og hvað félagið hygðist gera til að mæta breyttum veruleika á markaðnum. „Við höfum lengi átt í harðri samkeppni á flugleiðinni yfir Atlantshafið. Þar höfum við ver- ið á markaði með stórum félögum á borð við British Airways, United, Delta, Lufthansa og Air France. Þegar lággjaldafélögin komu inn á þennan markað, samhliða lækkandi olíuverði og ákveðnum tækniframförum þá tók verðið að lækka og það hefur reynt á okkur eins og öll hin félögin. Það var í raun það sem breyttist og við höfum verið að bregðast við breyttum aðstæðum á markaðnum og teljum okkur afar vel í stakk búin til þess.“ Þótt hluthafar Icelandair hafi horft upp á bréf félagsins lækka snarpt í verði frá því þegar þau stóðu hvað hæst hefur félagið verið í örum vexti og nýbirtar flutningatölur fyrir árið 2017 vitna þar um. Þannig flutti félagið ríflega 4 milljónir farþega eftir leiðakerfi sínu á árinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim raunar um 10% milli ára. Á þessu ári er áfram gert ráð fyrir um 10% fjölgun farþega. „Þessi markaður hefur verið í miklum vexti og ekkert sem bendir til annars en að það muni halda áfram. Hér á landi hefur vöxturinn reynd- ar verið gríðarlegur og í raun svo mikill að það hefur reynst erfitt að halda utan um hann. 10% vöxtur er mjög mikill, hvað þá 30-40% vöxtur eins og sést hefur í ferðaþjónustunni hér undan- farin ár.“ Björgólfur minnir þó á að vöxtur sé ekki markmið í sjálfu sér og að líta verði til annarra þátta við mat á því hvort reksturinn sé í góðu horfi eða ekki. „Það er vissulega hægt að vaxa nær endalaust en ef sá vöxtur skilar að lokum ekki arðsemi þá hefur hann í sjálfu sér engan tilgang. Markmiðið hlýtur alltaf fyrst og fremst að vera að skila góð- um rekstri og að vöxtur sé arðbær til lengri tíma litið. Þegar við berum saman rekstur Icelandair og annarra sambærilegra flugfélaga þá komum við mjög vel út og við höfum skilað góðum hagn- aði á sama tíma og við höfum tekist á við mikinn vöxt og gríðarlega uppbyggingu.“ Nýtt skipurit styttir boðleiðirnar Á fjórða degi ársins var tilkynnt að nýtt skipu- rit yrði tekið upp á vettvangi Icelandair Group og að stokkað yrði upp um leið í dótturfélögum þess. Björgólfur segir nýtt skipurit afrakstur mikillar vinnu sem miði að því að búa félagið undir framtíðina. „Við höfum keyrt uppbyggingu félagsins nokkurn veginn óbreytta frá því að það var endurskipulagt árið 2009. Nýja skipuritið tekur mið af breyttum veruleika og stærsta breytingin Býr félagið undir harðari sam ” Við hefðum þurft að bregðast fyrr við þegar kom að því að fjölga far- gjaldaflokkum og mæta með því ólíkum þörfum okkar viðskiptavina. Við tókum ákvörðun í þeim efnum snemma á síð- asta ári og byrjuðum til dæmis að bjóða upp á flug þar sem fólk greiðir sérstaklega fyrir far- angur sem það tekur með sér. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Það hefur gustað um Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, síðasta árið. Harðnandi samkeppni á flugmarkaði hefur kall- að á stórar ákvarðanir og í byrjun mánaðarins tilkynnti stjórn félagsins mikla uppstokkun á skipulagi þess. Björgólfur segir þær ákvarðanir hafa reynt á en að þær miði allar að því að efla Icelandair og tryggja að félagið verði áfram sá burðarás í flugsamgöngum til og frá landinu sem það hefur verið á undanförnum áratugum. 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.