Morgunblaðið - 18.01.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 18.01.2018, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 11FRÉTTIR Af síðum Sem tap þá minnir það meira á síli en stórhveli. JPMorgan fór fram fyrstur bandarískra banka og birti traustar af- komutölur á föstudaginn. En fljótlega komu glöggir greinendur auga á for- vitnilega klausu um 143 milljóna dala tap vegna „verðbréfaveðláns (e. margin loan) til eins viðskiptavinar“. Fljótlega var giskað á (og það staðfest) að þessi viðskiptavinur væri Steinhoff International, suðurafríska smásölu- fyrirtækið sem hefur riðað til falls á undanförnum mánuðum vegna bók- haldshneykslis. JPMorgan er þekkt fyrir að hreykja sér af „brynvörðum“ efnahagsreikningi. Og með 27 milljarða dala hagnað á árinu 2017 og 184 milljarða dala eigin fé þá er tapið vegna Steinhoff, að viðbættum smá varúðarfærslum, nánast smáræði. En þetta minnir á að þó svo að Wall Street hafi fært sig yfir í minna áhættusöm viðskipti, þá er bankarekstur eftir sem áður bankarekst- ur. Því fylgir fjárhagsleg áhætta og tapið getur orðið óvænt og snöggt. Árið 2016 tók forstjóri Steinhoff 1,6 milljarða dala að láni frá hópi banka. Fyrirtækið var þá í fjárfestingaflokki og mikilvæg stoð í at- vinnulífi Suður-Afríku. Lánið var tryggt með hlutabréfum, sem hefði átt að skapa lánveitendunum nokkra sálarró. Eftir að efasemdir vöknuðu um bókhald Steinhoff, sem farið hafði mikinn í yfirtökum, hafa hlutabréf fyrirtækisins lækkað um nærri 90%, svo að tryggingin fyrir láninu var svo til horfin. Yfirmenn JPMorgan bentu á að þrátt fyrir þetta tap væru lánveitingar af þessu tagi áhugaverð viðskipti. Þeir bættu við að tap geti alltaf átt sér stað. JPMorgan var ekki stærsti lánveitandi Steinhoff svo það má vænta svipaðra tilkynninga frá Bank of America, Citigroup, Gold- man Sachs og fleirum. Með markaðinn á fleygiferð og tiltölulega einfalda vöru í höndunum sem höfðað getur til efnaðra viðskiptavina, urðu lán með veði í verðbréfum mjög vinsæll fjárfestingarkostur. Árið 2010 námu verðbréfaveðlán hjá eignastýringarsviði Morgan Stanley einungis 4 milljörðum dala, en árið 2016 var fjárhæðin kom- in yfir 30 milljarða dala. Tapið vegna Steinhoff sýnir að jafnvel einfaldar veðtryggðar fjár- málaafurðir geta súrnað með hraði. Enginn vafi leikur á því að bankarnir standa mun traustar nú en fyrir áratug. En þótt yfirboðið sé kyrrt getur alltaf eitthvað leynst í djúpinu. LEX AFP JPMorgan: Hvað leynist í djúpinu? Tveir stærstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna eru varkárir í spám sínum fyrir árið 2018. Ford á von á umfangsmiklum niðurskurðar- aðgerðum og General Motors gerir ráð fyrir að hagnaður muni standa í stað. Þessar viðvaranir koma í kjölfar nokkurra ára tímabils mikillar aukningar í sölu á heimsvísu og góðs hagnaðar bílaframleiðandanna. Ford segist ætla að draga úr kostnaði á „öllum sviðum“ fyrirtæk- isins til að geta betur haldið í við keppinauta sína, en GM segir að hagnaðartölur muni ekki breytast á árinu 2018 vegna versnandi að- stæðna á bandaríska markaðinum og mikils verðþrýstings á bílamark- aði. Samdráttur eftir mikinn vöxt Búist er við að sala nýrra bíla í Bandaríkjunum, sem er helsta tekjulind framleiðendanna, muni taka að dragast saman á þessu ári eftir að hafa farið upp í 17,2 millj- ónir seldra bíla árið 2017. Á sama tíma þurfa framleiðendur að ráðast í æ meiri fjárfestingar til að þróa tækni fyrir rafmagns- og sjálf- akandi bíla. Á bílasýningunni í Detroit sagði GM að fyrirtækið hygðist verja ein- um milljarði dala í áframhaldandi þróun kerfa fyrir sjálfakandi bíla, og er það aukning um 600 milljónir frá árinu á undan. Ford hefur gefið fyrirheit um að verja 11 milljörðum í þróun rafbíla fram til ársins 2022. Jim Farley, sem stýrir alþjóða- markaðsmálum Ford, segir fyrir- tækið líka stefna að því að draga úr kostnaði á „öllum sviðum“ rekstr- arins. „Ég er ekki sáttur með hvar bíla- framleiðsla okkar er stödd í dag, og þurfum við að bæta ásigkomulag okkar, sjóðstreymi, og arðsemi,“ sagði hann. Í október lofaði bílaframleiðand- inn sparnaðaraðgerðum upp á 14 milljarða dala, „en síðan þá hefur okkur orðið enn meira ágengt í að finna þau svið þar sem við getum orðið skilvirkari,“ sagði hann á bíla- sýningunni. Hagnaðarvöxtur tekur enda Á þriðjudag upplýsti GM að hagnaður á hvern hlut árið 2017 verði í hærra lagi miðað við vænt- ingar markaðarins, eða á bilinu 6 til 6,50 dalir – sem er nýtt met hjá fyrirtækinu. En um leið var greint frá að hagnaðurinn á árinu 2018 muni verða „með svipuðu móti“ og á síð- asta ári, og myndi það binda enda á þá samfelldu aukningu hagnaðar sem verið hefur hjá GM síðan 2013. Fyrirtækið væntir þess að hagn- aðurinn muni taka að aukast á ný árið 2019. Verðþrýstingur bæði í Bandaríkj- unum og Kína, tveimur stærstu markaðssvæðum GM, mun dempa hagnaðinn á þessu ári að sögn sam- steypunnar. Minnkandi lokavirði og kostn- aður við að hleypa af stokkunum nýrri línu pallbíla mun líka verða mótdrægt og vega upp á móti auk- inni sölu á minni sportjeppum og lækkun kostnaðar, að sögn félags- ins. „Starfsemi okkar í Bandaríkj- unum mun verða sterk, en við telj- um að hún muni dragast saman á árinu 2018 borið saman við 2017,“ sagði Chuck Stevens, fjármálastjóri GM. Hækkaði um 40% í fyrra Hlutabréfaverð GM hefur hækk- að um meira en 40% síðastliðið ár en á sama tíma hefur félagið hætt sölu á mörkuðum sem ekki hafa staðið undir sér, svo sem í Evrópu, Indlandi og Indónesíu. Fyrirtækið upplýsti að það myndi afskrifa 7 milljarða dala eignir í rekstraruppgjöri sínu fyrir árið 2017 vegna breyttra skatta- reglna í Bandaríkjunum sem lækk- ar skatta á tekjur fyrirtækja úr 35% niður í 21%. Þessar breytingar valda því að það skattalega tap sem GM flytur á milli uppgjörsára frá þeim árum þegar reksturinn gekk verr, verður minna virði í takti við lækkandi skattprósentu. Mörg bandarísk fyrirtæki munu þurfa að ráðast í sams konar afskriftir á ársreikningum sínum á því afkomutilkynningatímabili sem nú er að hefjast. Stevens segir að skattabreyting- arnar muni fela í sér „ávinning heilt á litið“ fyrir rekstur GM, „sem ætti síðan að styðja við heildarsölu ökutækja þegar fram í sækir.“ Bílaframleiðendur vest- anhafs varkárir í spám Eftir Peter Campbell og Patti Waldmeir í Detroit Eftir mikinn uppgang um nokkurra ára skeið eiga bandarískir bílaframleið- endur von á að hægjast fari á sölunni í Bandaríkj- unum á þessu ári eftir að hafa farið upp í 17,2 millj- ónir bíla í fyrra. AFP Bill Ford, starfandi stjórnarformaður Ford, ræðir við blaðamenn eftir kynningu á nýjum árgerðum af Ford-bifreiðum í Detroit fyrr í vikunni. Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.