Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 13SJÓNARHÓLL BÓKIN Það er ágætt að minna lesendur á, eins og David Pilling gerir, að verg landsframleiðsla er ekki gallalaus mælikvarði á velmegun þjóða. Pill- ing, sem er ritstjóri Afríkudeildar Fin- ancial Times, er höf- undur bókarinnar The Growth De- lusion: The Wealth and Well-Being of Nations , og fer hann þar í saumana á veikleikum og styrk- leikum þessa vinsæla verkfæris hagfræð- inga og stjórnmála- manna og skoðar áhugaverðar til- raunir til að mæla hagsæld og lífsgæði þjóða á betri hátt. Pilling bendir t.d. á að eins og svo mörg mælitæki þá hafi verg lands- framleiðsla verið fundin upp til að þjóna ákveðnum hagsmunum. Má rekja fyrstu mælingar landsfram- leiðslu til hagfræðingsins Simons Kuznets sem notaði útreikninga sína til að réttlæta stóraukin umsvif hins opinbera í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum. Bresku fræði- mennirnir Richard Stone og James Meade þróuðu mælitækið enn frek- ar til að hámarka nýtingu aðfanga í Bretlandi í seinni heimsstyrjöldinni. Vergri landsfram- leiðslu var því ekki beinlínis ætlað að vera mælikvarði á hversu góðu lífi fólk lifir eða hversu þró- að atvinnulífið væri orðið. Reyndar er fylgni á milli landsfram- leiðslu og ýmissa eftirsóknarverðra þátta, og yfirleitt betra ef lands- framleiðslan er meiri frekar en minni, en Pilling segir að það sé ágætt að hafa hugfast að verg landsfram- leiðsla gefur okkur aðeins takmark- aða sýn á það hvert samfélagið stefnir, og ekki galið að nota oftar önnur mælitæki sem t.d. bera sam- an hamingjustig þjóða eða gefa menntun, lífslíkum og landsfram- leiðslu á mann meira vægi. ai@mbl.is Landsframleiðsla segir ekki alla söguna Það verður okkur sífellt ljósara að gæði náttúrunn-ar eru ekki ótakmörkuð og flestir farnir að reynaað takmarka sín persónulegu áhrif á umhverfið. Sífellt fleiri fyrirtæki eru að gera slíkt hið sama og setja sér markmið um sjálfbærni og umhverfisvernd, oft til margra ára eða jafnvel áratuga. Stjórnendur og starfs- fólk fyrirtækja vilja í auknum mæli skila náttúrunni og samfélagslegum verðmætum á við lýðræði, þekkingu og öryggi í sama eða betra ástandi til komandi kynslóða. Þetta gera þau ekki til að fórna fjárhagslegum hagnaði fyrir samfélagið. Þvert á móti flétta þau samfélagsábyrgð inn í viðskiptastefnu sína svo að reksturinn gangi betur til lengri tíma á, sama tíma og þau vilja bæta samfélagið. Neytendur verða jú sífellt meðvitaðri og kröfur um sjálf- bærar vörur og þjónustu háværari með hverju ári. Árið 2012 setti IKEA sér framtíðarsýn til ársins 2020 að vera farið að framleiða meira af endurnýtanlegri orku en þá sem fyrirtækið notar sjálft við framleiðslu og í verslunum sín- um um allan heim. Auk þess ætlar IKEA að auðvelda heimilum að verða sjálfbær og tryggja ábyrgð sína í virðiskeðjunni svo ekki sé brotið á verkafólki til að mynda með því að nota einungis timbur sem ræktað er með sjálfbærum hætti. Snyrtivörurisinn L’Oréal setti sér á svipuðum tíma þá framtíð- arsýn fyrir árið 2020 að gera „feg- urð sjálfbæra og sjálfbærni fal- lega“. Fyrirtækið hefur náð markverðum árangri í að auka hlutfall endurnýtanlegra hráefna í vörum sínum og pakka þeim inn í umhverfisvænni umbúðir. Íslensk fyrirtæki hafa líka stigið skref í átt að sam- félagsábyrgð. HB Grandi hefur t.d. unnið markvisst und- anfarin ár í auka sjálfbærni í starfsemi sinni, stigið stór skref til að umgangast lífríki sjávar af virðingu svo kom- andi kynslóðir geti notið hennar áfram. Svipaða sögu má segja um mörg þau íslensku fyrirtæki sem undanfarin misseri hafa sett sér loftslagsmarkmið um að minnka los- un gróðurhúsalofttegunda og úrgangs, eða ferðaþjón- ustufyrirtæki sem sett hafa mælanleg markmið um ábyrga ferðaþjónustu. Önnur dæmi um samfélagsábyrgð eru þegar fyrirtæki ráðist á félagslegar áskoranir svo sem að bæta aðbúnað starfsfólks, auka jafnrétti, bæta mannréttindi í virðis- keðju sinni eða leggja nærsamfélagi sínu lið. Undanfarin misseri hafa Íslandsbanki, Vodafone og Orkuveita Reykjavíkur fengið viðurkenningar fyrir markvisst jafn- réttisstarf. Rökin eru bæði siðferðisleg en einnig rekstr- arleg. Það skilar einfaldlega betri árangri til lengri tíma þegar starfshópar eru kynjablandaðir. Slíkar breytingar gerast ekki af sjálfu sér. „Það þarf að fremja jafnréttið,“ segir forstjóri Orkuveitunnar. Einkaframtakið og sá kraftur sem fylgir nýsköpun í fyrirtækjarekstri getur leyst margar aðkallandi um- hverfislegar og samfélagslegar áskoranir. Við sjáum dæmi um fyrirtæki eins og Tesla sem er að breyta raf- orkuiðnaðinum í Ástralíu með því að framleiða og setja upp rafhlöðubúgarða með endurnýtanlegri orku í stað mengandi kolaraforkuver. Össur er annað dæmi um einkafyrirtæki sem hefur það markmið að bæta hreyf- anleika fólks sem hefur lík- amlega fötlun. Það má halda því fram að öll fyrirtæki ættu að vera starfrækt í þeim tilgangi að gera samfélaginu gagn. Hlutverk stjórnenda er að draga þennan tilgang fram og gera hann sýni- legan. Í fyrirtækjarekstri er erfitt að gera langtímaáætlanir. Það er nógu vandasamt að spá um nán- ustu framtíð hvað þá tuttugu ár fram í tímann. Breytingar á rekstraraðstæðum verða sífellt örari en einnig er innbyggt í fjármálakerfið að mæla ár- angur fyrirtækja ársfjórðungslega. Þannig er athygli for- svarsfólks fyrirtækja beint að næstu mánuðum fremur en velgengni til lengri tíma. Dæmin sýna að fyrirtæki sem setja sér raunhæf en metnaðarfull langtímamarkmið um sjálfbærni og sam- félagsábyrgð, sem fléttuð eru saman við kjarnahæfni þeirra, geta haft mikil og góð áhrif á náttúruna og fólkið sem starfsemin snertir. Þetta gera þau án þess að fórna fjárhagslegum markmiðum sínum. Raunar er það svo að í vaxandi alþjóðlegri samkeppni þar sem neytendur gera sífellt meiri kröfur þá eru raun- verulegar aðgerðir í átt að samfélagsábyrgð og sjálf- bærni ekki val heldur nauðsyn til að fyrirtæki geti náð fjárhagslegum árangri. Ábyrgð fyrirtækja er mikil SAMFÉLAGSÁBYRGÐ Ketill B. Magnússon, framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. ” Í vaxandi alþjóðlegri samkeppni þar sem neytendur gera sífellt meiri kröfur þá eru raunverulegar aðgerðir í átt að samfélagsábyrgð og sjálfbærni ekki val heldur nauðsyn. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.