Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018SJÁVARÚTVEGUR SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Í Hnakkaþons-keppninni í ár var há- skólanemendum sett fyrir að finna leiðir til að efla sölu á sjófrystum ufsa inn á Bandaríkjamarkað. Útgerð- arfélagið Brim var einn af samstarfs- aðilum keppninnar í ár en fyrirtækið er einn stærsti framleiðandi sjófrysts ufsa hér á landi. Kárl Már Einarsson, útgerð- arstjóri Brims, segir íslenskan ufsa einkum seldan til Evrópu en þar á tegundin sér nokkuð langa sögu og er bæði veidd og borðuð af mörgum þjóðum í álfunni. Erfiðlega virðist hins vegar ganga að selja ufsa í Bandaríkjunum og spilar þar m.a. inn í að bandarískir neytendur virðast vilja hafa hvítfiskinn sinn skjanna- hvítan. „Ufsi er mjög góður matfiskur en er þannig frá náttúrunnar hendi að hann hefur á sér dökka himnu roð- hliðarmegin og við frystingu verður holdið dökkleitara svo að varan er ekki jafn hvít og þorskur eða ýsa.“ Helstu kaupendur ufsa í Evrópu eru í Póllandi, Tyrklandi, og Þýska- landi. „Einnig fer töluvert af ufsa til hótela og veitingastaða víða um álf- una og næsta víst að margir Íslend- ingar sem ferðast til Tenerife eða Kanaríeyja eru að fá fiskrétti úr ís- lenskum ufsa á hótelunum þar,“ segir Karl. Fullvinna og fela litinn Vinningstillaga Hnakkaþonsins felst í því að leggja ríka áherslu á gæði, sjálfbærni og jafnt framboð allt árið um kring samhliða því að þróa nýtt vörumerki og byggja upp að- stöðu í Portland þar sem fiskurinn væri fullunninn. Tinna Brá Sigurðardóttir er meist- aranemi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og einn af meðlimum vinningshópsins. Hún segir að með því að marínera ufsann, reykja hann eða húða með brauðraspi megi fela litinn. „Samhliða mætti búa til nýtt vörumerki, sem við kölluðum „Say Iceland“ í tillögu okkar. Ætti vel heppnað vörumerki að hjálpa til við markaðssetningu vörunnar og hjálpa til að undirstrika að um íslenska gæðavöru er að ræða,“ útskýrir Tinna. „Ufsann mætti síðan selja full- unninn og tilbúinn til eldunar til kaup- enda á borð við hótel, veitingastaði og stór háskóla- og spítalamötuneyti. Í framhaldinu mætti svo leggja áherslu á markaðssetningu og sölu beint til al- mennra neytenda.“ Í verðlaun fær vinningshópurinn fimm daga ferð til Boston í vor, þar sem þau heimsækja eina stærstu sjávarútvegssýningu heims. Að vanda voru það Háskólinn í Reykjavík og SFS sem skipulögðu Hnakkaþonið en verðlaunin eru í boði Icelandair Gro- up og sendiráðs Bandaríkjanna á Ís- landi. Vert að skoða möguleikana Karl segir margt áhugavert við vinningstillöguna, sem og við aðrar tillögur sem bárust í keppnina en nemendurnir höfðu aðeins frá fimmtudegi til laugardags til að vinna og skila inn hugmyndum sínum. „Til- lögurnar spönnuðu allt frá því að inn- leiða nýtt vottunarferli yfir í að búa til núðlu-smárétti úr ufsanum. Margar þessara hugmynda er vert að skoða nánar og mögulega tvinna saman svo að jafnvel verði úr því alvöru verkefni sem væri hægt að skoða ofan í grunn- inn. Vinningstillagan er sæmilega mótuð og vel unnin, þrátt fyrir að hafa orðið til á aðeins tveimur sólar- hringum, en eðlilega þarf að þroska hana betur og þróa hugmyndina lengra.“ Það er til mikils að vinna ef finna má fleiri kaupendur fyrir ufsa og fá betra verð fyrir vöruna. Karl bendir á að bandaríski markaðurinn sé gríð- arstór og tækifærin mörg, en þrátt fyrir að ufsinn sé prýðilegur fiskur fá- ist lágt verð fyrir hann miðað við teg- undir eins og þorsk og ýsu. Karl bendir líka á að það væri lík- legara til árangurs að fara í samstarf ef ráðast ætti í að byggja nýja verk- smiðju í Bandaríkjunum. „Þó svo að við framleiðum tæplega þriðjung af öllum sjófrystum íslenskum ufsa þá er okkar hlutur af ufsakvótanum ekki nema 8-9%. Að koma á laggirnar verksmiðju til að fullvinna ufsa fyrir svona stóran markað myndi kalla á meira hráefni til að tryggja stöðugt framboð inn á markaðinn og væri hyggilegast að ráðast í verkefni af þessari stærðargráðu í samvinnu við aðrar útgerðir.“ Maríneraður ufsi gæti selst betur í BNA Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sigurvegarar Hnakkaþons leggja til að fullvinna íslenskan ufsa í Portland og selja hann maríneraðan, reyktan eða í raspi til að grái liturinn sjáist ekki. Evrópubúar eru hrifnir af ufsa en Bandaríkjamenn virðast vilja hafa hvítfiskinn sinn skjannahvítan og hafa hingað til fúlsað við tegundinni. Morgunblaðið/RAX Erlendis fæst töluvert lægra verð fyrir ufsa en fyrir þorsk og ýsu, þó hann sé bragðgóður og ekki erfitt að elda. Karl Már Einarsson Tinna Brá Sigurðardóttir Það var fyrir tilviljun að Tinna Brá tók þátt í Hnakkaþoninu. Samnem- andi hennar vildi endilega spreyta sig og hvatti Tinnu til að vera með. „Ég var ekki mjög spennt fyrir þessu og reyndi að finna afsökun til að taka ekki þátt, en rak mig á það að ég gat ekki fundið neina góða ástæðu til að gera þetta ekki.“ Tinna segist hafa þekkt mjög lítið til íslensks sjávarútvegs þegar keppnin hófst og ekki hafa gert sér grein fyrir hvað störfin í greininni geta verið fjölbreytt og viðfangsefnin spennandi. „Það fyrsta sem ég þurfti að gera var hreinlega að fara inn á Google og fletta upp orðinu „ufsi“ því ég vissi svo lítið um tegundina.“ Sýn Tinnu á sjávarútveginn virðist hafa gjörbreyst eftir keppnina. „Þá daga sem að keppnin stóð yfir uppgötvaði ég að sjávarútvegurinn getur verið ótrúlega spennandi og í nokkra daga voru fiskveiðar, -vinnsla, og -sala það eina sem ég talaði um við fólkið í kringum mig,“ segir Tinna og bætir við að í framtíðinni muni hún vafalítið fylgjast vandlega með hvort áhugaverð atvinnutækifæri verði í boði í greininni fyrir manneskju með hennar menntun. Sér sjávarútveginn í nýju ljósi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.