Morgunblaðið - 25.01.2018, Síða 7
Beitir frá Neskaupstað að veiðum.
SJÁVARÚTVEGUR
Beitir NK, sem Síldarvinnslan ger-
ir út, kom til Neskaupstaðar að
kvöldi þriðjudags með 2.550 tonn af
loðnu. Allur aflinn er kældur og fór
aflinn til vinnslu í í fiskiðjuveri
Síldarvinnslunnar. Þetta kemur
fram í tilkynningu á heimasíðu út-
gerðarinnar.
Tómas Kárason skipstjóri segir
að vertíðin líti vel út. „Sú breyting
hefur orðið að nú fiskast jafnt að
nóttu sem degi en fyrr á vertíðinni
fékkst lítið yfir nóttina. Nú bíður
maður spenntur eftir niðurstöðu
mælinga en það hlýtur að verða
bætt við kvótann. Það er samdóma
álit manna á skipunum að það sé
töluvert mikið af loðnu á ferðinni
og hún sést víða,“ segir í hann.
helgivifill@mbl.is
Landaði
2.550 tonnum
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 7SJÁVARÚTVEGUR
Skiptirofi fyrir rafstöðvar.
Sjálfræsibúnaður í skáp
gangsetur rafstöðina
sjálfkrafa við rof veitu.
Rofarnir eru frá 40A til
2000A
Ekki bíða eftir næsta óveðri
- hringdu núna.
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
C44 D5 / 35 kW
C90 D5 / 72 kW
Vélasalan býður upp á mikið úrval af rafstöðvum
frá Cummins. Rafstöðvarnar eru fáanlegar
frá 17 kW til 440 kW 50-60Hz, opnar eða í
hljóðeinangruðu húsi með innbyggðan olíutank.
GTEC
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Nýtt íslenskt sjávarsnakk með bjór-
bragði er væntanlegt á markaðinn á
næstu dögum frá fyrirtækinu Hjalt-
eyri SeaSnack, sem er á Hjalteyri
við Eyjafjörð. Snakkið er framleitt í
samstarfi við bjórgerðina Kalda á
Árskógssandi, sem er ögn utar í
firðinum. Mun varan bera vöru-
merkið Kaldi Beersnack.
Forsvarsmenn fyrirtækisins eru
þeir Jóhannes Valgeirsson fram-
kvæmdastjóri og Rúnar Friðriksson
verksmiðjustjóri, en bjórsnakkið er
endapunkturinn á langri þróunar-
vinnu, að þeirra sögn.
Rúnar segist í samtali við Við-
skiptaMoggann hafa gengið lengi
með hugmyndina í maganum. „Mér
hefur fundist vera gat á markaðnum
þegar kemur að vöru sem passar
vel með bjórsötri,“ segir Rúnar.
Fengu allar tegundir frá Kalda
Hann segir að fyrir nokkru hafi
hann gengið á fund eigenda Kalda,
og fengið hjá þeim flestallar teg-
undir bjórs sem þar eru fram-
leiddar, til að prófa. „Ég marineraði
með bjórnum, kryddaði síðan fisk-
inn og þurrkaði. Til að gera langa
sögu stutta þá steinlá þetta. Ég hef
gert ótal tilraunir í þessum efnum
síðustu fimm árin, en aldrei fengið
jafn sterk og jákvæð viðbrögð við
nokkurri vöru,“ bætir Rúnar við.
Snakkið verður selt í 30 gramma
pokum.
Jóhannes segir að fyrirtækið,
sem stofnað var vorið 2017, fram-
leiði sjávarsnakk, bæði fyrir menn
og gæludýr. Bjórsnakkið er þriðja
vara félagsins fyrir utan gælu-
dýrasnakkið, en fyrir á markaðnum
eru tvær vörur sem seldar eru und-
ir öðrum vörumerkjum. „Við setjum
örlítinn bjór í fiskinn og þá gerist
einhver galdur, sem við áttum okk-
ur ekki á hver er. Þetta verður bæði
flauelsmjúkt og stökkt á sama
tíma.“
Jóhannes segir að ef áætlanir
ganga eftir þá sé varan núna ein-
ungis sú fyrsta af mörgum í sam-
starfi við Kalda. „Það er heil fjöl-
skylda af vörum á teikniborðinu
með margvíslegu kryddi.“
100 kg framleidd í fyrstu
Vinnsla snakksins fer þannig
fram að kryddinu og bjórnum er
blandað saman við fiskfars. Það er
síðan steikt í kökum, og að lokum
þurrkað. „Það eru margir aðrir að
framleiða svona sjávarsnakk, en
enginn að fara þá leið sem við för-
um með að krydda snakkið. Við höf-
um verið með nokkrar gerðir af
kryddi fram til þessa en nú erum
við komnir með það sem okkur hef-
ur alltaf dreymt um – gott vöru-
merki og góðan fisk. Við sjáum mik-
il tækifæri í þessari vöru.“
Verið er að tryggja dreifingu nýja
snakksins í verslanir á höfuðborgar-
svæðinu að sögn Jóhannesar, auk
þess sem vörunni verður dreift á
Norðurlandi meðal annars.
Hann segir að fyrsta kastið verði
framleidd um 100 kg af nýja snakk-
inu til að prófa viðbrögðin á mark-
aðnum.
Saga Bites í hólkum
Margir gætu kannast við vörur
fyrirtækisins, þó svo að þær séu
ekki seldar undir vörumerki Hjalt-
eyri SeaSnack. Til dæmis selst mik-
ið magn af sjávarsnakki fyrirtæk-
isins í Krónunni undir merkjum
Góðmetis. Þá er vöru þeirra að
finna undir merkjum Saga Bites, en
það eru litríkir hólkar sem seldir
eru í ferðamannaverslunum og í
Fríhöfninni. „Þar erum við annars-
vegar með upprunalega fiskinn okk-
ar og hinsvegar fisk kryddaðan með
red mix-kryddi. Þá er þriðja bragð-
ið, Indian Curry, á teikniborðinu.“
Galdur þegar bjór er blandað við fisk
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Eigendum snakkgerðar-
innar Hjalteyri SeaSnack
fannst vanta á markaðinn
nasl sem færi vel með bjór.
Svarið var bjórsnakk í sam-
starfi við bjórgerðina
Kalda.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Bjórsnakkið er væntanlegt í búðir
á næstu dögum.
Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi, og Jó-
hannes Valgeirsson, framkvæmdastjóri Hjalteyri
SeaSnack, með nýja snakkið í bjórböðum Kalda
á Árskógssandi.