Morgunblaðið - 25.01.2018, Side 11

Morgunblaðið - 25.01.2018, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 11FRÉTTIR Af síðum Það reyndist Carl Icahn vel að fjárfesta í Xerox. Hann til- kynnti um 780 milljóna dala hlut í félaginu í nóvember 2015 og aðeins tveimur mánuðum síðar hafði Xerox farið að ráð- um hans og skipt vélbúnaðar- og þjónustusviðum sínum í tvö aðskilin fyrirtæki. Félagið lét hann líka hafa nokkur sæti í stjórninni möglunarlaust. Í dag er Icahn stærsti hluthafi bæði Xerox og Conduent, og er eign hans samtals 1,2 milljarða dala virði. Eftir þessa góðu byrjun tók Icahn að þreytast á dauflegum rekstrartölunum. Hann hefði getað hagnast álíka vel á því að fjár- festa í S&P 500 vísitölunni. Upp á síðkastið hefur farið að hrikta í gengi hlutabréfa í Xerox, en í stað þess að innleysa hagnað og láta hér við sitja krefst Icahn frekari breytinga. Hann vill losna við for- stjórann, Jeff Cobson. Icahn hefur meira að segja látið hafa eftir sér að ef Cobson verði ekki látinn fara „gæti það endað með tapi á fjár- festingu okkar“. Fyrirtækið þurfi að taka af meiri festu á Fujifilm, sem er samstarfsaðili í Japan. Icahn hefur lýst því yfir við Xerox að nú þurfi að leiða hugann að mögulegri sölu. Eins og hann getur verið ergjandi, þá er líklegt að í ljósi fyrri ár- angurs og kaldrar rökhyggju muni Xerox gera eins og fyrir er lagt af fjárfestinum stórlynda. Auk þess nýtur hann stuðnings Darwin Deason, annars stórs hluthafa. Samruni gæti verið skynsamlegur, enda starfar Xerox á þroskuðum markaði þar sem tækifærin eru mörg. Wells Fargo-bankinn benti á það á síðasta ári að 18 minni fyrirtæki deila með sér 40% af ljósritunarmarkaðinum. Fátt bendir til að Xerox muni takast að snúa rekstrinum við upp á eigin spýtur. Tekjur hafa lækkað um 5% á ári og á sama tíma fer framlegðin minnkandi. Fregnir herma að fyrirtækið eigi í viðræðum við Fujifilm um mögulegan nýjan samning eða sölu. En í ljósi mikils bókhaldshneykslis sem kom upp þar á bæ ætti Xerox að leita fanga víðar. Hver annar gæti yfirtekið félagið? Hewlett-Packard, sem steig sjálft það skref árið 2015 að skilja sig frá þjónustuarminum, er þegar búið að kaupa prentaraframleiðslu Samsung á 1,1 milljarð dala. HP ætti líka að geta kokgleypt Xerox fyrir 8 milljarða dala. Hreinar skuldir HP eru hóflegar og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði er 4,5 milljarðar dala. Canon er í svipaðri stöðu. Eini vand- inn, rétt eins og með stíflaðan prentara, er að ákveða hver er næstur í röðinni. LEX Xerox: Tekið afrit Elon Musk, forstjóri Tesla, mun fá meira en 50 milljarða bandaríkjadala greiðslu ef rafbílaframleiðandanum tekst að ná mjög metnaðarfullum markmiðum um að hlutabréfaverðið hækki tólffalt og að fyrirtækið skili verulegum hagnaði. Nýr samningur, sem gildir til 10 ára, kveður á um að Musk muni hvorki fá laun né bónusgreiðslur heldur eingöngu hlutabréf í Tesla. Hann mun leysa þau til sín í tólf greiðslum sem fara í gegn í hvert skipti sem markaðsverð fyrirtækisins nær ákveðnum mörkum og þegar skilyrðum um tekjur og hagnað er fullnægt. Litið til markaðvirðis, tekna og hagnaðar Til að fá hæstu mögulegu greiðslu þarf Musk að hækka markaðsvirði fé- lagsins, sem núna er metið á 59 millj- arða dala, upp í 650 milljarða og gera það þar með að einu af verðmætustu fyrirtækjum heims. Jafnframt þarf hann að ná sölutekjum Tesla upp í 175 milljarða dala eða hagnaðinum upp í 14 milljarða dala. Markið er sett mjög hátt enda áætlað að tekjur Tesla á árinu 2017 nemi 11,7 milljörðum dala og hagn- aðurinn 399 milljónum dala. Með samningnum er raðfrumkvöð- ullinn Musk bundinn Tesla í einn ára- tug til viðbótar. Fyrirtækið þarf að hafa sig allt við um þessar mundir til að brjóta sér leið inn á hinn almenna rafbílamarkað með Model 3, og er á sama tíma með fjölda nýrra ökutækja í pípunum, þar á meðal vöruflutn- ingabíl. Með mörg járn í eldinum Musk, sem til þessa hefur aldrei þegið laun frá Tesla, er viðriðinn fjöl- mörg önnur fyrirtæki, svo sem eld- flaugafyrirtækið Space X þar sem hann er forstjóri. Hann þarf að gegna áfram stöðu forstjóra, eða að öðrum kosti stöðu stjórnarformanns og vöruþróunar- stjóra samhliða, til að fá greitt sam- kvæmt nýja samningnum. Fyrirkomulagið er svipað og kveðið var á um í samningi sem gerður var til fimm ára árið 2012. Á samningstím- anum hefur Tesla vaxið úr því að vera metið á þrjá milljarða dala og selja um 300 bíla á ársfjórðungi, upp í að vera 59 milljarða dala fyrirtæki sem selur 100.000 bíla á ári. Hins vegar miðaði fyrri samning- urinn við hversu vel gengi að auka framleiðslu og ná ákveðnum mark- miðum í vöruþróun, á meðan nýja samkomulagið byggist á að Tesla nái hverju tekju- og hagnaðarmarkmið- inu á fætur öðru. 50 milljarða dala bil Hver hlutabréfagreiðsla hljóðar upp á sem nemur 1% af heildarvirði fyrirtækisins, eða um það bil 1,69 milljónum hlutabréfa, að sögn Tesla. Musk getur fengið fyrstu greiðsl- una, væntanlega eins milljarðs dala virði, þegar markaðsvirði Tesla er komið upp í 100 milljarða dala, og um leið og tekst að ná öðru af tveimur fjárhagslegum markmiðum fyrir- tækisins: að tekjur fari upp í 20 millj- arða dala eða að hagnaður nái 1,5 milljörðum dala. Nýr hlutabréfapakki verður greiddur út í hvert skipti sem mark- aðsverð Tesla hækkar um 50 milljarða dala til viðbótar og ákveðnum fjár- hagslegum markmiðum verður náð. Strangari tekjumarkmið Tesla hefur tiltekið átta tekjumark- mið og átta afkomumarkmið í samn- ingnum. Af þessum sextán markmiðum þarf aðeins að ná tólf samfara því að verð- bréfin hækki, til að Musk fái hámarks- greiðslu í sinn hlut. Það þýðir að hann gæti, fræðilega séð, fengið hámarksþóknun með því að ná sölutekjum Tesla upp í 175 millj- arða dala, sem er meira en salan hjá General Motors í dag, en með aðeins 6 milljarða dala hagnað, sem þýðir að framlegðin væri ekki nema um 3%. Þar sem samningurinn er þannig gerður að Musk fær útborgun í hvert skipti sem nýjum fjárhagslegum markmiðum er náð, þá gæti Musk fengið fyrstu átta greiðslurnar, sem væru samtals 22 milljarða dala virði, með því að ná sölutekjum upp í 175 milljarða, án þess að hagnaður fyrir- tækisins þurfi að aukast á sama tíma. Musk fær risabónus ef markmið nást Eftir Peter Campbell í London Elon Musk mun hvorki fá laun né bónusgreiðslur fyrir störf sín í 10 ár, sam- kvæmt nýjum ráðningar- samningi við Tesla, en ef markmið nást gæti hann fengið allt að 50 milljarða dala í hlutabréfum. AFP Eigi Elon Musk að fá 50 milljarða bandaríkjadala hámarksgreiðslu út úr nýjum tíu ára ráðningarsamningi við Tesla þarf hann meðal annars að tólffalda markaðsvirði fyrirtækisins og gera það að einu því verðmætasta í heiminum. )553 1620 Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Veisluþjónusta Lauga-ás Afmæli Árshátíð Gifting Ferming Hvataferðir Kvikmyndir Íþróttafélög Við tökum að okkur að skipuleggja smáar sem stórar veislur. Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta gæðaflokki og getur komið hvert sem er á landinu og sett upp gæða veislu. Er veisla framundan hjá þér? Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.