Morgunblaðið - 25.01.2018, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018SJÓNARHÓLL
TIL LEIGU
Skipholt 31 – 105 Reykjavík
Skrifstofuhúsnæði
2. og 3. hæð hússins
Stærð samtals 1.200 fm.
Virðisaukaskattslaust.
Ólafur Jóhannsson
Rekstrarfræðingur
Löggiltur leigumiðlari
Löggiltur fasteignasali
534 1023 / 824 6703
olafur@jofur.is
Allar nánari upplýsingar veitir:
Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í
sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir
netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er
við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í
síma 824-6703. Laust strax.
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
Til sölu 2.039.6 m² heil húseign, iðnaðarhúsnæði í Borgarnesi. Verð aðeins 83.000 kr./m². Eignin er öll í
útleigu. Leigutekjur eru um 1.560.000 kr. á mánuði. Stærð lóðar er 4.520 m². Á neðri hæð/kjallara er eitt
stórt (1.006,8 m²) lagerrými með steyptum súlum í. Lofthæð er ca. 4,40 m. Innkeyrsludyr á norðurgafli
hússins eru ca. 4,30 m. á hæð. Efri hæð skiptist upp í þrjá vinnslusali með 5 til 7 m. lofthæð, 180, 352
og 375 m². Auk þess starfsmannaaðstaða á 1. hæð 69 m² og skrifstofurými á 2. hæð 69 m². Fjórar
innkeyrsludyr eru á húsnæðinu. Malarborið útisvæði þar sem er nóg pláss fyrir t.d. gáma o.fl.
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Ólafur
S: 824 6703
Magnús
S: 861 0511
Sigurður J.
S: 534 1026
Helgi Már
S: 897 7086
Bergsveinn
S: 863 5868
TIL SÖLU
Sólbakki 6 – 310 Borgarnes
Gerð: Iðnaðarhúsnæði
Stærð: 2.039,6 m2
Verð: 170.000.000
Allar nánari upplýsingar veitir:
Magnús Kristinsson
Löggiltur fasteignasali
861 0511
magnus@jofur.is
HARI
Mikil fjölgun byggingarkrana hefur líklega ekkifarið framhjá landsmönnum, þá sérstaklegaá höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtæki í bygg-
inga- og mannvirkjagerð hafa staðið í ströngu við
uppbyggingu gistirýmis ferðamanna á sama tíma og
mikil þörf er á nýju íbúðarhúsnæði til að mæta al-
mennri fólksfjölgun í landinu og búast má við að þörf
verði á nýju atvinnuhúsnæði sem færist nú fjær íbúð-
arbyggð. Þá hefur mikið hvílt á atvinnugreininni við
uppbyggingu innviða sem hefur verið grundvöllur
þess mikla vaxtar í þjónustuútflutningi sem einkennt
hefur síðustu uppsveiflu.
Árangur atvinnugreinar-
innar hefur að mörgu leyti
verið mjög sveiflukenndur í
gegnum árin og langvarandi
þörf fyrir iðnmenntað starfs-
fólk hefur líka leitt til um-
ræðu sem hefur haft áhrif á
ásýnd og ímynd greinar-
innar. Umræða um mikilvægi
þessarar atvinnugreinar fyrir
samfélagið hefur því oft átt
það til að gleymast í upptaln-
ingu á þeim mikilvægu stoð-
um atvinnulífsins sem við
viljum byggja á, hlúa að og
þróa til framtíðar. Leita þarf
sameiginlegra leiða til að auka framleiðni í eftirlits-
og leyfismálum í þeim tilgangi að stytta framleiðslu-
tíma, auka sveigjanleika í kerfinu og lækka bygging-
arkostnað.
Til að átta sig á mikilvægi greinarinnar fyrir þjóð-
félagið í heild og setja hlutina í samhengi má nefna að
á síðasta ári voru að meðaltali um 12.360 launþegar í
greininni á fyrstu tíu mánuðum ársins sem er 17%
aukning frá sama tíma 2016. Það eru auk þess ríflega
6,7% allra fyrirtækja í landinu sem starfa í
byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og greinin er
ein af þeim greinum hagkerfisins sem greiða hvað
mest í opinber gjöld en byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð greiddi 7,3 milljarða króna í opinber gjöld
á árinu 2016 samanborið við 4,5 milljarða króna þegar
fjárfesting fór að taka við sér í hagkerfinu í núverandi
efnahagsuppsveiflu. Veltan í greininni hefur aukist
sem nemur 14,4% á milli ára og er það ein mesta
aukning meðal atvinnugreina hagkerfisins á þeim
tíma. Veltan í greininni var um 7,2% af heildarveltu
allra atvinnugreina hagkerfisins á þessum tíma í fyrra
samanborið við 6,4% á sama tíma árið á undan.
Samtök iðnaðarins hafa þrátt fyrir aukin umsvif
greinarinnar bent á að áfram er gífurleg þörf á frek-
ari innviðauppbyggingu. Í nýlegri skýrslu Félags
ráðgjafarverkfræðinga og samtakanna um innviði á
Íslandi kemur m.a. í ljós að
ástand vega og fráveitna er verst
og uppsöfnuð viðhaldsþörf mjög
mikil. Þá kemur í ljós að framtíð-
arhorfur hafna og innanlands-
flugvalla eru ekki góðar og meiri-
háttar hindranir koma til með að
takmarka getu þessara innviða til
að uppfylla kröfur og þarfir
framtíðarinnar. Á sama tíma er
einnig þörf á fjölgun íbúða.
Efasemdir hafa þó verið uppi
um getu atvinnugreinarinnar til
að standa undir frekari og tíma-
bærri uppbyggingu en vert er
hafa fyrirvara á umræðu um þol-
mörk greinarinnar til að takast á við nauðsynlega
uppbyggingu. Því til stuðnings má t.d. nefna að þrátt
fyrir gott gengi á atvinnugreinin langt í land með að
ná þeim umsvifum sem við þekktum fyrir hrun. Er
þar bæði horft til fjölda launþega, fjölda fyrirtækja og
rekstrartekna á föstu verðlagi til ársins 2016. Þess má
geta að árið 2008 voru 16.280 starfandi í greininni
sem eru nær 32% fleiri en á síðasta ári. Samtök iðn-
aðarins hafa bent á að á næstu misserum muni draga
úr hagvexti og slakna á spennunni í hagkerfinu. Þetta
merkir að það mun losna um framleiðsluþætti sem
væri þá lag að nýta til frekari uppbyggingar. Það mun
ekki standa á atvinnugreininni að mæta frekari eftir-
spurn.
MANNVIRKJAGERÐ
Jóhanna Klara Stefánsdóttir
sviðsstjóri mannvirkjasviðs
Samtaka iðnaðarins
Við erum reiðubúin
í frekari uppbyggingu
”
Umræða um mikilvægi
þessarar atvinnugreinar
fyrir samfélagið hefur því
oft átt það til að gleymast
í upptalningu á þeim
mikilvægu stoðum
atvinnulífsins sem við
viljum byggja á, hlúa að
og þróa til framtíðar.
VEFSÍÐAN
Hvort sem skjótast þarf í stutta við-
skiptaferð eða mánaðarlanga reisu um
framandi slóðir, þá er vandinn yfirleitt
sá sami: hvað má komast af með lítinn
farangur?
Best af öllu væri vitaskuld að geta
pakkað hálfum fataskápnum, öllum
hugsanlegum græjum, og afgöng-
unum af sunnudagssteikinni, en þegar
haldið er út í heim þarf ýmist að
ferðast eins og róttækur minímalisti
ellegar burðast um með þungar tösk-
ur og borga dýr farangursgjöld til
flugfélaganna.
Vefsíðan Voyage Lightly
(www.voyagelightly.com) býður upp á
lausn á þessum vanda. Notandinn
pantar einfaldlega þau föt sem hann
vill að bíði eftir honum þegar komið er
á áfangastað, og þarf því ekki að pakka
nema snyrtivörunum, nærfötum,
sokkum, og skóm til skiptanna. Buxur,
úlpur, frakkar peysur, skyrtur, jakka-
föt eða dragtir – allt bíður þetta hreint
og nýpressað þegar notandinn skráir
sig inn á hótelið sitt. Fötin verða síðan
eftir þegar haldið er heim á leið, fara
aftur til Voyage Lightly, sem gerir þau
klár fyrir næsta ferðlang.
Viðskiptavinir svara stuttri könnun
svo að starfsmenn Voyage Lightly eigi
auðveldara með að velja föt sem bæði
falla að líkamslögun og smekk hvers
og eins. Að svo stöddu er þjónustan
aðeins í boði í Bandaríkjunum.
ai@mbl.is
Ferðafötin bíða eftir
þér á áfangastað