Morgunblaðið - 25.01.2018, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 13SJÓNARHÓLL
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar
BÓKIN
Bruno Maçães, fyrrverandi ráð-
herra Evrópumála í Portúgal,
bendir réttilega á að merkileg þró-
un er að eiga sér stað í samgöngum
og vöruflutningum
á milli Evrópu og
Asíu. Fram að lok-
um kalda stríðsins
voru þessir tveir
heimshlutar í
reynd aðskildir, en
í dag má ferðast
landleiðina alla leið
frá vesturströnd
Portúgals að aust-
urströnd Kína.
Kínversk stjórn-
völd hafa hleypt af
stokkunum metn-
aðarfullu verkefni,
„Belt and Road“,
sem á að stórbæta
samgönguleiðir á landi á milli aust-
urs og vesturs, og í reynd gera
Evrasíu að einum risastórum
markaði þar sem vörur streyma
hratt og vel á milli landa. Hagur
margra þjóða mun vænkast við
þetta og valdajafnvægi heimsins
breytast.
Bók Maçães um þetta mál heitir
The Dawn of Eurasia: On the Trail
of the New World Order.
Höfundurinn er ekki sá fyrsti til
að koma auga á þá krafta sem
myndu losna úr læðingi ef austrið
færist nær vestr-
inu, en hann er í
hópi fárra hugsuða
í samtímanum sem
hafa rýnt í þá
merkilegu þróun
sem er nú þegar að
eiga sér stað – þró-
un sem virðist að
stóru leyti vera að
fara framhjá ráða-
mönnum í Evrópu.
Samt er strax farið
að glitta í ákveðin
vandamál sem má
beinlínis tengja við
að múrarnir milli
austurs og vesturs
eru teknir að falla, s.s. þann núning
sem er á milli ESB og Rússlands
vegna Úkraínu, og streymi flótta-
manna frá Mið-Austurlöndum inn í
Evrópu.
Það er ljóst að þó þróunin lofi
góðu, þá verður hún ekki áfallalaus.
ai@mbl.is
Samband Evrópu og
Asíu mótar framtíðina
Í Spegli Ríkisútvarpsins í liðinni viku var fjallað umathygliverðan fylgifisk #metoo frásagna, einkum erlendis, sem eru samningar meintra gerenda við
þolendur um að ekki verði bornar fram kærur vegna
m.a. nauðgana og kynferðislegrar áreitni og að þol-
endur undirgangist, gegn greiðslu, að tjá sig ekki um
ætluð brot við nokkurn mann. Fram kom í inngangi
Spegilsins að lögmenn virtust oft eiga milligöngu um
gerð slíkra samninga. Var formaður Lögmannafélags
Íslands spurður að því hvort slík milliganga af hendi ís-
lenskra lögmanna í málum hér á landi myndi fela í sér
brot á siðareglum þeirra.
Formaðurinn var nokkuð var-
kár í svörum sínum en sagði þó að
ef lögmaður vissi að umbjóðandi
hans hefði gerst sekur um alvar-
legt brot og óskað væri eftir milli-
göngu lögmannsins um sam-
komulag af framangreindu tagi,
gegn lágri greiðslu til þolanda,
sem jafnvel nyti ekki lögmanns-
aðstoðar sjálf eða sjálfur, þá bæri
lögmanni að hugleiða vel hvað
hann væri að gera.
Ég hygg að óhætt sé að kveða
nokkuð fastar að orði um þetta.
Ef lögmaður veit að umbjóðandi
hans hefur gert sig sekan um
refsiverða háttsemi, t.d. vegna þess að umbjóðandinn
trúir honum fyrir því, og þess er óskað að lögmaðurinn
hafi milligöngu um samningagerð sem hefur að mark-
miði að þagga brotið niður og komast hjá því að taka af-
leiðingum brotsins þá væri lögmanni rétt að neita slíkri
bón. Með því að takast slíkt verk á hendur væri lög-
maður annars að gerast þátttakandi í eftirmálum refsi-
verðrar háttsemi og leggja beinlínis sjálfur af mörkum
til þess að hylma yfir með brotamanni. Slíkt framferði
getur ekki samrýmst góðum lögmannsháttum.
Í þessu samhengi skipti engu máli hvort hin refsi-
verða háttsemi telst meira eða minna alvarleg. Þá
skiptir heldur ekki máli hvort greiðslan sem til stendur
að bjóða er há eða lág, hvernig sem slíkt verður annars
metið. Loks skiptir ekki máli hvort þolandinn, gagnaðil-
inn við framangreinda samningsgerð, nýtur lögmanns-
aðstoðar eða ekki. Lögmanni væri einfaldlega rangt að
ljá atbeina sinn að samningagerð af framangreindu tagi
enda vandséð hvernig hann væri með því að efla rétt og
hrinda órétti, eins og það er orðað í 1. gr. siðareglna
lögmanna.
Einnig má nefna að hér á landi gildir sú meginregla
að samningar milli manna mega ekki stríða gegn alls-
herjarreglu og almennu velsæmi. Kröfur á grundvelli
slíkra samninga njóta ekki réttarverndar og samningar
sem samrýmast ekki meginreglunni eru ógildir eða
ógildanlegir. Einnig í því ljósi
væri atbeini lögmanns að svona
samningagerð óeðlilegur en
sömu skoðun lýsti formaðurinn í
framangreindu viðtali, að því er
varðaði alvarleg ofbeldisbrot.
Í viðtalinu bar einnig á góma
hvað þolanda bæri að gera ef
fram kæmi tilboð um greiðslu
gegn þögn. Viðkomandi væri þá
rétt að leita a.m.k. lögmanns-
aðstoðar áður en neitt væri
ákveðið um viðbrögð en hún
væri oft dýr og af þeim sökum
lítt aðgengileg. Formaður
LMFÍ lýsti þeirri skoðun sinni
að auðvelda ætti aðgengi aðila að lögmannsþjónustu, á
kostnað ríkisins eða með milligöngu réttaraðstoð-
artrygginga. Undir þetta má taka en einnig bæta við að
lögmenn mættu sjálfir að ósekju gefa sig að því í aukn-
um mæli að liðsinna þeim sem höllum fæti standa, af
einhverjum sökum, án endurgjalds. Til dæmis þol-
endum brota af hendi vel stæðra eða valdamikilla ger-
enda. Slík aðstoð, nefnd pro bono uppá latínu, á sér ríka
hefð víða erlendis en síður hér á landi, þótt margir lög-
menn veiti slíkt liðsinni meðfram öðrum störfum án
þess að það fari ef til vill hátt. Hún ber, hvað sem öðru
líður, umhyggju lögmanna fyrir framgangi réttlætis í
samfélaginu fagurt vitni og hjálpar til við að efla rétt og
hrinda órétti.
Þögn gegn greiðslu og
siðareglur lögmanna
LÖGFRÆÐI
Heimir Örn Herbertsson
hrl. og sérfræðingur við lagadeild HR
”
Með því að takast slíkt
verk á hendur væri lög-
maður annars að gerast
þátttakandi í eftirmálum
refsiverðrar háttsemi
og leggja beinlínis sjálf-
ur af mörkum til þess
að hylma yfir með
brotamanni.