Morgunblaðið - 02.01.2018, Qupperneq 2
Áttu þér uppáhaldsflík?
„Já, uppáhaldsflíkin mín er
samfestingur úr Maje. Hann
er svartur eins og svo margt í
mínum fataskáp.“
Hver er besti veitingastaðurinn á Íslandi?
„Ég er hrifin af Sumac sem er fágaður staður með
sterkum innblæstri frá Beirút í Líbanon og einnig undir
áhrifum frá Marokkó. Svo er Snaps langskemmtilegasti
veitingastaðurinn hér á landi að mínu mati.“
Uppáhaldsmorgunmaturinn?
„Ég borða uppáhaldsmorgunmatinn minn á hverjum
degi: Tvö egg steikt á pönnu í kókosolíu og bolla af am-
ericano-kaffi.“
Uppáhaldssmáforrit?
„Ég elska allt sem er myndrænt og því verð ég að
segja að Instagram sé uppáhaldssmáforritið mitt. Mér
finnst langskemmtilegast að fylgjast með myndum af
vinum mínum og það kemur mér sífellt á óvart hvað
margir hafa náð tökum á að taka fallegar og einlægar
myndir af því sem mestu máli skiptir fyrir þá.“
Hvað er á óskalistanum?
Hvað gerirðu til að dekra við þig?
„Til að dekra við mig finnst mér best að fara í hand- og
fótsnyrtingu. Ég komst upp á lagið með það þegar ég bjó
í Bretlandi. Einnig að fara í nudd. En það er eitthvað við
fallega snyrtar hendur sem gerir það að verkum að mér
finnst ég tilbúin fyrir daginn.“
Hvaða óþarfa keyptirðu þér síðast?
„Ég fer vandlega með fjármuni og tek mér vanalega
góðan tíma í að melta hlutina, þannig að það má segja að
ég vandi mig mikið við innkaupin. Ég geri helst mistök ef
boðið er upp á vörur sem ég held upp á með góðum af-
slætti. Sem dæmi keypti ég mér 12 MAC-vörur á útsölu í
Los Angeles. Þær voru á frábæru
verði en ekkert af litunum hent-
aði þegar ég kom heim með
vörurnar. Maður lærir svo lengi
sem lifir.“
Hver er uppáhaldsíþóttafatnaðurinn
þinn?
„Nike-vörurnar henta mér best því þær
endast vel og eru vandaðar að mínu mati.
Ég á bæði æfingaföt og -skó frá Nike og
get þvegið vörurnar frá þeim og þurrkað í
mörg ár án þess að sjáist nokkuð á þeim.“
Hvaða hlutur er ómissandi?
„Að mínu mati er ómissandi að vera með
fallega tösku. Fyrir utan góðan kinnalit og
varalit. Taska bjargar engu en er ómiss-
andi til að setja punktinn yfir i-ið.
Að mínu mati eru því góð
kaup að splæsa í vand-
aða tösku.“
Hver er mest notaða
snyrtivaran í snyrti-
töskunni?
„Í hreinskilni
sagt er það Bobby
Brown Ivory-
baugafelarinn minn.
Eftir að börnin fæddust
gæti ég sleppt flestu því
sem er í snyrtitöskunni öðru en honum.
Og svo auðvitað rauði varaliturinn minn.“
Hver er uppáhaldsverslunin þín?
„Maje er franskt tískuhús sem ég er mjög hrifin af.
Þar fást fallegar og vandaðar vörur á góðu verði. Merkið
er klassískt en samt aðeins öðruvísi. Ég kaupi vörur frá
Maje bæði í Frakklandi og Bretlandi, en ef ég er hér
heima finnst mér Zara góður kostur að versla í. Það er
alltaf hægt að réttlæta kaupin þar.“
Hver er uppáhaldsborgin til að versla í?
„London er mín uppáhaldsborg til að versla í, en hún
er menningarlegur suðupottur þar sem allir geta fundið
eitthvað við sitt hæfi.“
Guðrún Björg Sigurðardóttir er falleg kona sem ber með sér að hún er
mikill fagurkeri. Hún hefur ferðast víða og búið m.a. í Bretlandi. Um tíma
heimsótti hún Rússland reglulega og varð fyrir miklum áhrifum þaðan.
„Miroslava Duma er ein þeirra kvenna sem heilla mig mikið. Hún er frá
Rússlandi og er flottur fjárfestir og frumkvöðull,“ segir Guðrún og ber
með sér að hún tekur það besta frá hverjum stað sem hún ferðast á.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Fagurkerinn Guðrún Björg
Rússneskur
rauður Mac
varalitur.
Miroslava Duma
er frumkvöðull og
stjórnandi sem
eftir er tekið.
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is,
Elínrós Líndal elinros@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók Saga Sig.
Á þessum árstíma virðist maður einhvern veginn alltaf vera í sömu
sporum. Búinn að borða yfir sig og leitar villuráfandi í myrkrinu að
lausn lífsins.
Það er í raun furðulegt að þokkalega hugsandi fólk skuli fara
svona með sig. Að troða látlaust í líkamann gerir það að verkum
að leiðin til betra lífs verður ennþá þyngri í upphafi árs og einfald-
ara að draga bara sængina upp fyrir höfuð og éta vondu molana
undir sænginni.
Klassískasta áramótaheit allra tíma er að taka sig taki í ræktinni
á nýju ári, hætta öllu ofáti og verða ógurlega lekker fyrir sumar-
fríið. Því miður vaknar fólk yfirleitt upp við vondan draum í maí og
áttar sig á því að lítið hefur gerst því planið sem gert var um ára-
mótin var kannski ekki alveg nægilega vel skipulagt. Og kannski
langaði okkur bara ekkert að breyta rútínunni okkar eða lífinu
sjálfu.
Ég held að heilsutrend 2018 verði heiðarleiki. Að fólk fari að
segja sjálfu sér satt og hætti að lifa í blekkingu. Það ætti að þykja
frekar glatað að nenna að vera til ef líf manns hangir saman á
lyginni einni saman. Er það ekki?
Ef við ætlum að ná markmiðum okkar þurfum við að skipu-
leggja hvern dag og það þarf að ákveða helst daginn áður
hvenær við ætlum að hreyfa okkur og hvað við ætlum að borða.
Ef markmiðið er að taka hvítan janúar eða sykurlausan skiptir máli
að stilla lífinu þannig upp að þetta reyni minna á. Ef við ætlum að
vera sykurlaus þurfum við að borða meiri fitu og borða minna af
kolvetnum til þess að blóðsykurinn haldist jafnari. Það gerir það
að verkum að okkur langar minna í sætindi. Gott er líka að hafa
hollt nesti í töskunni eins og hnetumix eða egg sem hægt er að
grípa í þegar við verðum svöng. Ef við ætlum að breytast í íþrótta-
álfinn í janúar skiptir máli að vera alltaf tilbúin og hafa æfingafötin
með sér út í daginn. Um leið og við þurfum að fara heim að
sækja þau þá eru meiri líkur á að við dettum út af sporinu. Ef við
ætlum að ná markmiðum okkar þarf fókusinn að vera í lagi og um
leið og við förum að svindla fer allt í sama farið aftur.
Fyrir allmörgum árum fór vinkona mín í einkaþjálfun og allt
gekk ógurlega vel. Hún léttist og léttist og einkaþjálfarinn sem
hún keypti þjónustu af var að vonum himinlifandi með árangurinn.
Einkaþjálfarinn var þó ekki betri að lesa aðstæður en svo að hann
áttaði sig ekki á því að vinkona mín hvarf nánast vegna vanlíð-
unar, ekki vegna framúrskarandi leikfimisæfinga. Hún hafði stuttu
áður gengið í gegnum skilnað sem gerði það að verkum að henni
leið svo illa, gat ekki borðað og varð að engu.
Vinkona mín uppskar mikið hrós vegna góðs árangurs í „rækt-
inni“ og allir vildu vita hvernig hún fór eiginlega að þessu. Einka-
þjálfarinn fékk allt kreditið því á þessum tíma var heiðarleikinn
ekki kominn í tísku og það þótti betra að láta allt líta vel út á yf-
irborðinu. Ég er ekki viss hvernig áhugasama fólkið hefði brugðist
við ef það hefði fengið að heyra
sannleikann. Það segja nefnilega
fáir alltaf alveg satt. „Ég hætti að
borða og keðjureykti og léttist
um 20 kíló,“ myndi náttúrlega
aldrei neinn segja. Sem er
synd. Lífið væri svo miklu
áhugaverðara og betra ef all-
ir létu bara vaða – sama
hvað!
Ljósmynd/Robert Herhold
Keðjureykti
og léttist
um 20 kíló
Marta María
Jónasdóttir