Morgunblaðið - 02.01.2018, Page 6
R
agnheiður notar nýja nálgun í
sinni vinnu, sem felur í sér að
greina uppsprettur áskorana og
þjálfa leiðir til að takast á við
þær, í stað þess að bregðast við
birtingarmyndum þeirra.
Okkur lék forvitni á að vita hvernig hún
hjálpar fólki í þessu ferðalagi við að finna til-
ganginn, ná árangri og verða hamingjusam-
ara.
Ekki nægileg næring út úr deginum
„Margir kannast við að standa á ein-
hverjum tímapunkti í lífinu í ákveðnu öng-
stræti. Þeir ná kannski illa utan um þau fjöl-
mörgu verkefni sem tilheyra daglegu lífi
og/eða fá ekki nægjanlega næringu og gleði
út úr deginum. Heilsufélagið hjálpar fólki
meðal annars með því að styðjast við skil-
greiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar (WHO) á lífsgæðum. Þar er talað um
fjóra þætti sem verða að vera í jafnvægi til
að fólk lifi gæðalífi. Þessir þættir eru: Hreyf-
ing, samskipti, svefn og næring,“ segir Ragn-
heiður og bætir við: „Við höfum nýverið gefið
út dagbók, sem hjálpar þér að taka reglulega
stöðuna á þessum þáttum ásamt því að temja
þér að skipuleggja daginn þannig að þú gerir
meira af því sem þig langar að gera og því
sem skiptir þig raunverulega máli í lífinu.Á
nýju ári verður boðið upp á námskeið þar
sem hugmyndafræðin að baki bókinni er
skoðuð og notkun hennar þjálfuð.“
Á hlaupum allan daginn
Hverjar eru helstu áskoranir fólks í lífinu í
dag?
„Oft er það ójafnvægi á einhverjum af
þeim þáttum sem ég nefndi. Um leið og þú
ert farinn að borða eitthvað sem hefur vond
áhrif á þig, sofa lítið og minnka samskipti við
fjölskyldu og vini og samskiptin snúast til
dæmis einvörðungu um vinnutengd málefni
þá myndast ójafnvægi sem þarf að vinda ofan
af,“ segir Ragnheiður.
Hvernig er birtingarmynd þessa ójafn-
vægis?
„Algengast er að fólk upplifi sig á hlaupum
allan daginn. Það nær lítið að staldra við og
njóta augnabliksins, sem er án efa ástæða
þess að áhugi á hamingjufræðunum hefur
vaxið á undanförnum árum.“ Ragnheiður
segir að þetta skjóti skökku við: „Á sama
tíma og við höfum aldrei staðið betur efna-
Að hafa
hugrekki
til að njóta
lífsins
Ragnheiður Dögg Agnarsdóttirer stofnandi Heilsu-
félagsins, sem sérhæfir sig í ráðgjöf til einstaklinga og
fyrirtækja með það að markmiði að efla innihaldsríka
velgengni. Ragnheiður, sem áður var framkvæmdastjóri
í einu af stóru tryggingafélögunum á Íslandi, er menntuð
í sálfræði og með meistaragráðu í mannauðsstjórnun
frá Háskóla Íslands. Hún segir að með því að hafa skýra
sýn á tilgang lífsins og vinna að stöðugum umbótum
aukum við líkurnar á að njóta velgengni í daglegu lífi.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ragnheiður Dögg
Agnarsdóttir stofnandi
Heilsufélagsins.
6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018