Morgunblaðið - 02.01.2018, Side 8

Morgunblaðið - 02.01.2018, Side 8
ólíkum persónueinkennum að aukast,“ segir Ragnheiður og leggur áherslu á að sjálfstraust stjórnanda sé lykillinn að því að hann þori að rækta fjölbreytni á sínum vinnustað. „Fjölbreytni er lykill- inn að framtíðarsamkeppnishæfni fyr- irtækja. Þú þarft sumsé að hafa hug- rekki til að ráða fólk sem er ólíkt þér, enda sýna rannsóknir að einsleitur hóp- ur gerir þig veikari í samkeppni.“ En eru stjórnendur að velta fyrir sér hamingju starfsfólks í dag? „Kappsamir stjórnendur gera það. Hamingjusamt starfsfólk leggur á sig þetta aukaskref sem oft þarf til að skara fram úr. Ánægt starfsfólk leggur sig meira fram, stendur sig betur og er líklegra til þess að vera áfram við störf en þeir sem eru óánægðir.“ Frá sæmilegu í hamingjuríkt líf Mér leikur for- vitni á að vita hvernig maður breytir sæmilegu lífi í hamingjuríkt líf. Ragnheiður seg- ir dagbókina geta hjálpað til við það. „Sérhver dagur er gjöf sem manni ber að njóta. Dagbókin færir manni ekki aukin lífsgæði eða hamingju, en hjálpar manni að taka þessi litlu skref á degi hverjum í átt að því lífi sem mann langar til að lifa.“ Hvað með Ragnheiði sjálfa? Hugar hún að eigin hamingju, velferð og heilsu? „Ég lifi samkvæmt hugmyndafræðinni sem ég boða. Ég forgangsraða og nota aðferðafræðina sem ég kenni. Flesta daga sest ég niður með dagbókina og tek stöðuna. Ég passa mataræðið, hreyfi mig helst á hverjum degi, sef sjö til átta tíma á sólarhring og hef viðveruna mína á skrifstofunni yfirleitt sex tíma á dag. Ég nota skorpuaðferðina í vinnu, vinn 25 mín- útna lotur og stend upp í fimm mínútur á milli lota. Það er mikilvægt að lifa vörumerkið og vera stöðugt að þróa það,“ segir Ragnheiður og brosir. 2018 árið til að njóta Hvernig sérðu árið 2018 fyrir þér? „Ég er spennt fyrir árinu og hef góða tilfinningu fyrir því. Ég tel einnig að fólk muni í auknum mæli velta því fyrir sér hvað það vill fá út úr lífinu og stíga út úr hamstrahjólinu ef það er mögulega á þeim stað, enda ekki eftir neinu að bíða að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.“ hagslega er sú ham- ingja sem okkur er lof- að með aukinni velmeg- un ekki endilega alltaf til staðar,“ segir hún og bætir við: „Tæknileg sí- tenging og snjalltækin gera það að verkum að vinnan rennur inn í einkalíf fólks og það á erfiðara með að vera í augnablikinu og nær því stundum ekki að rækta samveruna við til dæmis vini og fjöl- skyldu eins vel og það vildi.“ Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í dag? En á Ragnheiður góð ráð fyrir okkur á nýju ári? „Já, að spyrja sig á hverjum degi: Hvað ætla ég að gera skemmtilegt í dag?! Heilsufélagið býður reglulega upp á nám- skeið þar sem til dæmis spurningunum Í hverju felast mín lífsgæði? og Hvað nærir mig? er velt upp. Einnig er farið yfir leiðir til að setja þessi atriði í forgang hjá fólki,“ segir Ragnheiður og bætir við: „Bara að hugsa þessa hugs- un og velta því upp daglega, helst með því að skrifa niður í dagbók, er ein áhrifaríkasta leiðin til að hreyf- ast í átt að hamingju.“ En hvernig spilar meðvirkni inn í þennan mála- flokk? „Ég tel að það hvernig við upplifum væntingar sem gerðar eru til okkar geri það verkum að við höfum til- hneigingu til að detta í ákveðin hlutverk. Ég get verið starfsmaður, foreldri, dóttir, maki og vinur. Við hvert þessara hlutverka er handrit, og ef við höfum ekki myndað okkur sjálfstæðar skoðanir á stöðu okkar í þessum hlutverkum getum við lent í ógöngum. Við eigum að móta okkar eigin hlutverk,“ segir Ragnheið- ur. Fjölbreytni er lykillinn að framtíðarsamkeppnishæfni Er pláss fyrir mismunandi persónuleika t.d. í hörð- um fyrirtækjaheimi í dag? „Já, hiklaust, að mínu mati. Þau fyrirtæki sem gera ekki ráð fyrir því að fólk komi með persónuleika sinn til vinnu ættu að sjálfvirknivæðast sem fyrst. Rann- sóknir sýna að nú þegar er eftirspurn stjórnenda eftir Lífsgæðadagbók Heilsufélagsins er fáanleg á heimasíðu Heilsufélagsins sem og á Facebook-síðu félagsins. Ragnheiður á góðri stundu með Auði Ólöfu dóttur sinni og Óliver Degi þeg- ar hann varð Ís- landsmeistari með KR í 2. flokki á síðasta ári. Ragnheiður ásamt dóttur sinni Auði Ólöfu á brimbretti við Huntington-stönd í Kaliforníu. 8 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 Verð frá 59.179 Vitamix blandararnir eiga sér engan jafningja. Mylja nánast hvað sem er. Búa til heita súpu og ís. Hraðastillir, prógrömm og pulse rofi sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Uppáhalds græjurnar í eldhúsinu Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.