Morgunblaðið - 02.01.2018, Síða 10
Kolbrún Björns-
dóttir segir að
fólk geti náð mikl-
um árangri með
því að fara eftir
hennar ráðum.
Þ
að sem ég sé oft á þessum árstíma, eftir
jólahátíðina, er að fólk er ennþá fast í sykr-
inum og getur það tímabil enst allt fram í
marsmánuð ef því er að skipta,“ segir Kol-
brún og útskýrir: „Ég ráðlegg fólki að taka
sykurinn fljótt út af matseðlinum. Ég mæli
með að fara strax af stað með þetta og huga að því að
borða kjarngóðar máltíðir yfir daginn til að finna ekki
fyrir skorti eða hungri á þessu tímabili eftir jólin.“
Hvað mælir þú með að borða í janúar?
„Ég mæli með hafragraut í morgunmat, en í staðinn
fyrir að setja ávexti eða sætuefni á hann mæli ég með
prótíni svo sem eggjarauðu, fræjum, hnetum eða jafnvel
prótíndufti. Gott er að nota eina matskeið af fitu út á
grautinn, til að mynda ólífuolíu. Mikilvægt er að borða
jafnt yfir daginn svo blóðsykurinn falli ekki og sleppa
rúsínum eða öðru sætu á grautinn. Hádegis- og kvöld-
matur ætti að vera hollur og góður og seinnipartinn er
gott að fylla magann með hrökkbrauði,“ segir Kolbrún.
Hreinsun fyrir líkamann eftir jólin
En mælir þú með hreinsun eftir jólin?
„Ég er með fínar jurtablöndur sem hreinsa blóðið og
ristilinn. Suttungamjöður er til dæmis mjög öflug jurta-
blanda sem hreinsar blóðið og eykur lifrarstarfsemina
þannig að hreinsunin í líkamanum örvast. Hún er einnig
vökvalosandi og kemur sogæðakerfinu í betra lag. Á
meðal efna í þessari blöndu eru mjólkurþistill, cayenne-
pipar og spirulina, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kolbrún
og bætir við að ef fólk hafi áhuga á að hreinsa ristilinn
líka sé jurtablandan Vaðgelmir best til þess. „Vaðgelmir
bókstaflega ryksugar ristilinn svo bakteríuflóran í hon-
um verður heilbrigðari.“
Að leysa góðan vind
En hvernig lætur líkaminn okkur vita að hann þurfi
hreinsun?
„Það er ekki víst að þú finnir einkenni en vindgangur
gefur vísbendingu um að flóran sé í ólagi. Ef þú leysir
vind og það kemur vond lykt má ætla að bakteríuflóran
sé í ólagi. Flóran í meltingarveginum á að geta verið í
lagi, en hjá fæstum er hún eins og hún á að vera, því mið-
ur.“
Hver er ástæðan fyrir því?
„Við erum hætt að borða lifandi mat. Það er í raun allt
sótthreinsað. Við neytum ekki lengur ógerilsneyddrar
mysu; góðar bakteríur eru á undanhaldi í mataræði okk-
ar. Ef við lítum á menningarsögu mataræðis í löndunum
í kringum okkur þá hefur alltaf verið eitthvað í mataræð-
inu sem nærir góðar bakteríur en það er á undanhaldi í
dag. Við lifum í eitruðum heimi. Því miður.“
Mælirðu þá með lífrænu fæði?
„Það eitt og sér er því miður ekki nóg því þótt mat-
aræðið sé lífrænt er eitur í loftinu, í fötum okkar, máln-
ingu og húsgögnum. Og ekki hefur maður alltaf tækifæri
til að borða allt lífrænt.“
Lifandi dæmi um kraftaverk mataræðis og jurta
Kolbrún þekkir mýmörg dæmi þess að fólk
hafi náð undraverðum árangri með
hennar aðstoð. Hún nefnir dæmi
um 60 ára konu sem leitaði til
hennar með verki, þreytu og
útstæðan maga.
„Tilvera þessarar konu
var þannig að hún taldi sig
eiga að líða og líta út eins
og hún gerði. Við ákváðum
í sameiningu að hún myndi
fara á strangt mataræði og
það leið varla mánuður þar
til verkirnir fóru, uppþemban
einnig. Á einum mánuði fékk
hún því orkuna sína aftur; hún
var komin með sléttan maga og
verkjalaus.“
Náttúran gefur okkur það sem við þurfum
Hvað mælir þú með því að gera til að líða
betur eftir jólin?
„Við þurfum að hægja á okkur, fara fyrr
að sofa og lifa rólegra lífi. Við lifum alltof
hratt í dag og ætlum okkur um of í lífinu. Við
þurfum bara að hætta að vera svona dugleg.
Langflestir sem leita til mín
eru með streitutengd vanda-
mál. Við þurfum að vanda það
sem við setjum ofan í okkur,
nota mat með góðum bakt-
eríum, taka olíur inn í
mataræðið, hreyfa okkur
og róa hugann.“
Kolbrún segir það
áskorun fyrir almenning
að hægja á sér, fara fyrr
að sofa og lifa rólegra lífi.
„Við lifum flest of hratt
og það er of mikið að gera
hjá okkur,“ segir Kol-
brún og leggur áherslu á
þá staðreynd að náttúran
sé ein magnaðasta orku-
lind sem við höfum aðgang
að. „Samkvæmt ayurveda-
fræðunum ætti þriðjungur af allri næringu (allt frá fé-
lagslega þættinum yfir í fæðuna) að koma úr náttúrunni.
Við eigum að fara meira út, finna fyrir vindinum, leika
okkur í snjónum, finna fyrir rigningunni og koma við
grasið. Snerta trén í garðinum okkar og muna að náttúr-
an er gjöful, hvort heldur sem er fyrir skynfærin, melt-
ingarfærin eða hugann,“ segir hún að lokum.
Við ættum
að leika okkur
meira í snjónum
Kolbrún Björnsdóttir er þjóðþekkt fyrir þekkingu
sína á jurtum, en hún hefur starfað við grasa-
lækningar frá 1993. Hún stofnaði Jurtaapótekið
árið 2004 og hefur allar götur síðan lagt kapp á
að fræða fólk um lækningamátt jurta.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Mynd/Thinkstock/Getty Images
Suttungamjöður
er jurtablanda
sem hreinsar
blóðið og eykur
lifrarstarfsemina
þannig að
hreinsunin í
líkamanum örv-
ast. Vaðgelmir
er jurtablanda
sem hreinsar
ristilinn.
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
Vilt þú létta á líkamanum eftir jólahátíðina?
Weleda Birkisafinn hjálpar!
Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út-
hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt
fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is
Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land.
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/WeledaIceland