Morgunblaðið - 02.01.2018, Page 12

Morgunblaðið - 02.01.2018, Page 12
A ldurinn er svo ótrúlega afstæður, mér finnst ég alltaf bara 25 ára en lífið verða skemmtilegra og skemmtilegra eftir því sem ég eldist. Er það ekki bara alveg eins og það á að vera? Þetta voru klárlega tímamót í mínu lífi að verða fertug og í rauninni svo mikil að ég upplifði smá svona núna eða aldrei augnablik og þess vegna ákvað ég að opna heimasíðu. Það er svo fyndið hvað þessi aldur, sem skiptir engu máli ýtir aðeins við manni, ég viðurkenni það alveg. Ég fagna því mjög að vera orðin fertug og er bara mjög spennt fyrir nýju og spennandi verkefni,“ segir Anna sem er búin að vera lengi viðloðandi lík- amsræktarbransann. Hún byrjaði að æfa frjálsar íþróttir þeg- ar hún var sex ára gömul og hefur ekki stoppað síðan þá. „Mamma lagði alltaf mikið upp úr heilbrigðum lífsstíl. Sjálf er hún göm- ul landsliðskona í sundi og alveg frá- bær fyrirmynd. Ég hef trú á því að þetta hafi haft mikil áhrif á mig,“ seg- ir hún. Anna segist ekki þekkja neitt ann- að en að hugsa vel um heilsuna því þannig hafi hún verið alin upp. Hún æfði frjálsar íþróttir af kappi til 16 ára aldurs eða þangað til hún fór að æfa þolfimi hjá Magnúsi Scheving í Aerobix Sport. Anna segist hafa fundið sjálfa sig á þessum tíma og hóptímar hafi heillað hana upp úr skónum. „Þetta var fyrsta upplifun mín af hóptímum og það varð ekki aftur snú- ið. Mér fannst æðislegt að vera í tím- um hjá Magga, þvílíkur kraftur, út- geislun og gleði í hverjum einasta tíma. Það er honum að þakka að ég fetaði þessa braut því hann kom til mín dag einn þegar ég var búin að mæta til hans í hvern einasta tíma í svona 2 ár, þá um 18 ára, og spurði hvort ég væri ekki til í að fara að kenna, ég yrði pottþétt góð í því. Hann þurfti ekkert að sannfæra mig meira og ég stökk til og upp frá því jókst áhugi minn ennþá meira á heil- brigðum lífsstíl og hreyfingu,“ segir Anna. Þaðan lá leiðin í Kennaraháskól- ann þar sem Anna tók íþróttir sem sérsvið. Í framhaldinu kláraði hún einkaþjálfaranám og hellti sér út í þjálfun og kennslu. Anna segir að það gefi sér mikið að hjálpa fólki að temja sér hollari lífshætti því hún veit að það getur algerlega breytt lífi fólks. Anna hefur upplifað mörg tímabil í ræktinni. Það hefur nefnilega margt breyst í líkamsræktarheiminum síð- an Anna var 18 ára. „Þegar ég byrjaði var þolfimin og mjög flóknir pallatímar það allra heitasta. Síðan tók tæbó við og fór ég að kenna það og allt varð vitlaust. Tímarnir stútfylltust og það var alltaf svaka stuð og mikil orka í hverjum tíma. Svo kom spinning og pallarnir duttu út, Body Pump kom inn svo HIIT tímar og tæbóið datt út. Barre- tímar koma inn og svo framvegis. Þetta fer í endalausa hringi því fólk vill fá nýjungar og sækir í þær,“ segir Anna og bætir því við að fólk verði leitt á að gera alltaf það sama og þess vegna skipti fjölbreytnin máli. Anna opnaði vefinn annaeiriks.is á fertugsafmælisdaginn sinn. „Ég er búin að ganga með þennan draum í maganum lengi að opna mína eigin heimasíðu og hugsaði að ef ég myndi ekki gera það núna þegar ég yrði fertug þá myndi ég líklega aldrei gera það. Ég ákvað að kýla bara á það. Á vefnum mínum býð ég upp á þjálfun sem er ólík flestri fjarþjálfun á Íslandi. Öll þjálfunin er í mynd- bandaformi sem þýðir að ég leiði fólk í gegnum hverja einustu æfingu frá upphafi til enda sem minnkar til dæmis líkurnar á því að það hætti í miðjum klíðum,“ segir Anna. Æfingarnar eru hnitmiðaðar og taka í kringum 20 mínútur. „Þegar fólk kaupir 6 vikna þjálfun þá getur það hlaðið æfingunum niður og eignast þær. Mér finnst mjög það mikilvægt því markmiðið mitt er að hjálpa konum að koma hreyfingu og hollari venjum inn í sinn lífstíl en síð- an mín einblínir á þjálfun fyrir konur. Hægt er að finna stakar æfingar sem einblína á kvið- og bakvöðva, efri hlutann eða rass- og lærvöðva en einnig er ég með frábært æfingaplan fyrir ungar stelpur á aldrinum 12-16 ára. Aðal-æfingaplanið mitt, „Í form með Önnu Eiríks“ er 6 vikna fjar- þjálfun sem inniheldur 3 æfinga- myndbönd, ásamt aukaæfingu, til- lögur að matseðli og svo framvegis. Einnig er ég með uppskriftir, almenn heilsuráð, innsýn í mína eigin rútínu og líf, æfingafatnað, sniðug áhöld og mínar æfingar,“ segir hún. Anna er búin að ganga með þá hugmynd í maganum í fjögur ár að opna vefinn. Það gerðist þegar hún var í fæðingarorlofi með dóttur sína, sem nú er fjögurra ára. Hún fann hvað það var mikil þörf því hún komst ekki mikið í ræktina á þessum tíma. „Ég á fjögur börn og þegar ég var í fæðingarorlofi með yngsta barnið langaði mig að hreyfa mig en komst „Mér finnst ég alltaf bara 25“ Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu varð fertug í lok árs. Hún stendur á tímamót- um en á afmælisdaginn opnaði hún vefinn annaeiriks.is þar sem hún er með uppskriftir, æfingaplön og góð ráð. Vefurinn er ekki síst fyrir þá sem búa á landsbyggðinni og hafa ekki tök á að mæta í tíma hjá Önnu. Marta María | mm@mbl.is Ljósmyndir/Saga Sig. 12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 Mangójógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt: Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.