Morgunblaðið - 02.01.2018, Qupperneq 13
ekki frá litla barninu mínu og vantaði
sárlega gott æfingaplan sem ég gæti
hreinilega bara gert heima. Ég fór að
kanna málið og sá hversu lítið væri í
boði fyrir íslenskar konur.
Mér finnst mjög margar konur tala
um það að þær hafi ekki alltaf tíma til
þess að fara í ræktina, þær eru
kannski í fullri vinnu með heimili og
börn eða til dæmis í fæðingarorlofi en
langar samt til þess að hreyfa sig
markvisst. Einnig langaði mig að
gefa konum út á landi, sem hafa
hreinlega ekki aðgang að líkams-
ræktarstöð, tækifæri til þess að geta
æft markvisst heima hjá sér,“ segir
Anna.
Anna telur að hún geti hjálpað
konum mjög mikið, ekki bara þeim
sem komast ekki í ræktina heldur
líka þeim sem hafa ekki fundið rétta
hillu í ræktinni.
„Þegar maður finnur hreyfingu við
sitt hæfi og finnst gaman að því sem
maður gerir, ég tala nú ekki um finn-
ur fyrir árangrinum sem fylgir því að
æfa, þá er svo miklu auðveldara að
hafa hreyfingu sem hluta af sínum
lífsstíl. Einnig aukast líkurnar á því
að halda góðri æfingarútínu þegar
fyrirstaðan að komast á æfingu er
engin. Mataræðið er gríðarlega stór
þáttur í því að hugsa vel um heilsuna
sína en með 6 vikna æfingaplaninu
mínu fylgir matseðill sem hjálpar
konunum að koma bættum mat-
arvenjum inn í sinn lífsstíl. Ég er
einnig með uppskriftarsíðu inn á
vefnum sem ég vona að gefi konum
góðar hugmyndir og hvetji þær enn
frekar til þess að huga vel að mat-
aræðinu sínu.“
Þegar Anna er spurð hver sé heit-
asta þjálfunin í dag segir hún að
hjólaþjálfun njóti mikilla vinsælda.
„HIIT tímar halda áfram sínum
vinsældum því fólk sem stundar slíka
þjálfun nær svo góðum árangri. Þetta
er lotuþjálfun þar sem unnið er af
mikilli ákefð í skamma stund. Barre-
tímar eru áfram gríðarlega vinsælir
og mjög heitir í Bandaríkjunum og
auðvitað á Íslandi. Í þessum tímum
er unnið mikið við balletstöng en æf-
ingarnar sem gerðar eru í þessum
tímum eru með þeim betri sem ég hef
komist í og ég elska að kenna þessa
tíma. Lyftingar eru mjög heitar í dag
og jóga hefur sjaldan verið jafn heitt
og núna, sérstaklega Hot Yoga. Fólk
er svolítið að blanda saman þjálfun
sem er ótrúlega jákvætt, þá fer því
síður að leiðast og nær oft ennþá
betri árangri,“ segir Anna.
Anna segir að fólk þurfi að finna
sér hreyfingu við hæfi ef það á að ná
árangri.
„Fólk þarf að setja sér markmið og
hugsa vel um mataræðið, borða hollt
og fjölbreytt. Mjög gott er að finna
sér æfingafélaga, fara til þjálfara,
fara á lokað námskeið, kaupa sér
þjálfun á netinu því það hjálpar mikið
við að halda sér við efnið og það
skiptir líka málið að vita hvað maður
er að gera og að þjálfunin sé mark-
viss.“
Anna hefur sjaldan verið í betri
formi en akkúrat núna. Hún segir að
vinnan haldi henni í formi.
„Ég nýt þeirra forréttinda að
starfa við það að hreyfa mig en það
heldur mér klárlega í góðu formi auk
þess sem ég passa vel upp á mat-
aræðið, en án allra öfga samt. Ég
reyni að borða fjölbreytt og passa
upp á skammtastærðirnar en það er
mjög oft ástæðan fyrir því að fólki
gengur illa að komast í form, það
borðar hreinlega of mikið. Það er svo
gott að reyna að borða bara aðeins
minna og oftar. Ég reyni að borða vel
af grænmeti og ávöxtum, fæ mér
hollan morgunverð eins og hafra-
graut, fæ mér svo salat, boozt eða
eitthvað létt í hádeginu og svo venju-
legan heimilismat á kvöldin. Ég á
fjögur börn og elda því alltaf á kvöld-
in en við elskum mexíkóskan mat,
eldum fisk, lasagna og þar fram eftir
götunum. Ég reyni að forðast unnar
vörur og nota fersk og góð hráefni
sem mér finnst skipta máli. Ég er
ekki alveg heilög því ég fæ mér alveg
ís og súkkulaði af og til en það er
nauðsynlegt að lifa líka. Þetta snýst
bara um að finna hinn gullna með-
alveg sem mér hefur tekist ágætlega
að finna og hjálpar það mér að halda
mér í fínu formi,“ segir hún.
Finnur þú fyrir mikilli pressu að
vera alltaf í toppformi?
„Nei ég finn alls ekki fyrir neinni
pressu að vera í toppformi. Hreyfing
er frábær vinnustaður, það er ekki
nein útlitsdýrkun í gangi þar heldur
leggjum við meira upp úr fag-
mennsku og að vera heilbrigð og
þannig góð fyrirmynd fyrir okkar
viðskiptavini.“
En ætli Anna hafi einhvern tímann
ekki verið í formi?
„Já, ég hef gengið í gegnum fjórar
meðgöngur og því verið á þeim stað
að þurfa að koma mér í aftur í form
en ég viðurkenni að mér hefur alltaf
fundist það ótrúlega skemmtilegt
verkefni því ég starfa við það að
hjálpa öðrum að komast í form og
þess vegna hefur mér fundist mjög
lærdómsríkt að vera á þeim stað
sjálf.“
Þótt Anna leggi mikið upp úr því
sjálf að vera í góðu formi segir hún að
það skipti alltaf mestu máli að fólki
líði vel.
„Mér finnst alls ekki að allir þurfi
að vera í einhverju svaðalegu formi,
aðalmálið er að líða vel í eigin skinni
og vera heilbrigður og hraustur.“
Þegar Anna er spurð út í líf sitt
segir hún að það snúist fyrst og
fremst um fjölskylduna. „Börnin mín
fjögur eru öll í íþróttum og leggjum
við hjónin mikið upp úr því að sinna
áhugamálum þeirra, horfa á þau
keppa og vera til staðar. Sam-
verustundir með fjölskyldunni er það
sem ég elska mest af öllu, mér finnst
yndislegt að liggja öll upp í sófa og
horfa saman á góða mynd eða fara
saman í heita pottinn okkar þar sem
við spjöllum saman og förum yfir
daginn. Það eru litlu hlutirnir sem
skila stundum svo miklu og muna að
njóta hverrar stundar. Ég elska úti-
veru, fara á skíði, ferðast, borða góð-
an mat með góðum vinum, rölta í
bænum, fara í brunch með fjölskyld-
unni og njóta þess að vera til.“
Hvert er áramótaheitið þitt fyrir
nýja árið?
„Lifa í núinu og njóta þess að vera
til!
Sinna mér og mínum, ferðast og
gera margt skemmtilegt með fjöl-
skyldunni minni.
Sinna nýja gæluverkefninu mínu,
heimasíðunni minni, og reyna að ná
til sem flestra kvenna og miðla
reynslu minni og aðstoða þær eins og
ég get.“
Hvað ætlar þú að gera í ár sem þú
gerðir ekki í fyrra?
„Úff, nei, það veit ég ekki, kannski
skella mér í eitt hálfmaraþon með
vinkonu minni,“ segir hún.
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 13
Velkomin í okkar hóp!
Innritun og nánari upplýsingar
í síma 581 3730 og á jsb.is
Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt
fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa
og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan.
Rétta
þjálfunin
sem veitir vellíðan!
Vetrarkortið er komið í sölu -
Innritun hafin á öll námskeið!
Markmiðið með þjálfuninni okkar hjá
Líkamsrækt JSB er skýrt. Hún miðast við að
efla og styrkja líkamann þannig að hann
þjóni okkur sem best og kalli fram þessa
góðu tilfinningu og vellíðan sem er svo
eftirsóknarverð.
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R