Morgunblaðið - 02.01.2018, Page 15
hún tengist geðheilsunni okkar.
Meltingarfærin eru oft kölluð okk-
ar annar heili, enda er framleiðsla
og upptaka seretóníns að stórum
hluta í meltingarveginum. En seró-
tónin er þekkt fyrir að minnka
þunglyndi og auka virkni.“
Sjálfskærleikur sjálfsagður
Jóhanna bætir við. „Í dag er al-
menningur kominn með leyfi til
sjálfskærleika,“ Jóhanna útskýrir.
„Sjálfskærleikur er ekki það sama
og sjálfselska. Þú mátt hugsa vel
um sjálfan þig í dag, nærast vel og
búa til þín eigin „hyggehorn“ eins
og Danirnir kalla það. Þar sem þú
átt stund með þér í hljóði. Ilm-
kjarnaolíur eru einnig orðnar vin-
sælar.“
Hvað gera ilmkjarnaolíur fyrir
okkur?
,,Þær hafa áhrif á hvernig okkur
líður. Sem dæmi er þekkt að úða
lavender á koddan til að hjálpa til
með svefn og sefja. Piparmynta er
góð í lófann á skrifstofunni til að
vakna og örva skynfærin. Svo eru
margir farnir að blanda sín eigin
ilmvötn sem er áhugavert.“
Kristilegur ilmkjarni
Segðu mér meira um ilmvötn úr
ilmkjarna?
„Þú getur blandað þinn eigin ilm
með ólíkum ilmkjörnum og fengið
það sem virkar best fyrir þig
hverju sinni. En svo erum við einn-
ig með ilmvötn með blómadropum
sem hefur áhrif á fínni orku. Það
sem er mikilvægt að muna í þessu
samhengi er að náttúran er með
þetta allt fyrir framan okkur. En
við erum búin að slíta okkur svo
langt frá henni og jafnvel sögunni.
Sem dæmi þá er frankincense olían
mjög vinsæl hjá okkur um þessar
mundir. Hún er með þessum hlýja
sæta keimi. En olían er betur
þekkt sem myrra úr kristnisögu.
Myrra var það sem talað er um í 2.
kafla Mattheusarguðspjalls, þegar
vitringarnir færðu jesúbarninu ilm-
kjarna. Þessi kjarnaolía er góð fyr-
Vöruúrval í Systrasamlaginu er
margskonar. Hér getur að líta
náttúrusteina sem breyta vatni.
ir heilann. Hún fer í gegnum
blóðheilahindrunina og hefur
hvetjandi áhrif á okkur.“
Þetta er falleg saga. Og gef-
ur aukna þýðingu að tengja við
það sem maður þekkir og þykir
vænt um. Áttu góða hugmynd í
lokin fyrir okkur til að tengja í
gegnum náttúruna?
„Hver og einn þarf að hafa
sjálfstraust til að nota innsæið og
finna það sem þarf til að tengjast
inn á við betur og finna fyrir inn-
sæinu. Það sem virkar alltaf best
fyrir mig er að fara út að ganga.
Þar losa ég út allar óþarfa hugs-
anir. Og eftir því sem vindurinn
slær fastar því meiri hreinsun
verður. Ef ég fer eitthvað út af
sporinu, þá tek ég eina góða
gönguferð og helst nálægt sjó. Þar
sest ég niður og gef mér nokkrar
mínútur að hlusta á vísdóm hafsins
í hljómunum sem verða þegar sjór-
inn slæst við steinana,“ segir Jó-
hanna í lokin.
Það róar að hlusta á vís-
dóm hafsins í hljómunum
sem verða til þegar sjór-
inn slæst við steinana.
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 15
Með því að velja
hráefnið af kostgæfni,
nota engin aukaefni
og hafa verkhefðir
fyrri tíma í hávegum,
framleiðum við
heilnæmar og
bragðgóðar sjávarafurðir.
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin,
Melabúðin, Nettó, Samkaup kjörbúðirnar,
Samkaup krambúðirnar, Sunnubúðin,
Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík.