Morgunblaðið - 02.01.2018, Side 22

Morgunblaðið - 02.01.2018, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 B ootcamp fyrir peningabudduna er fyrir þá sem vilja tileinka sér nýjar leiðir til að nálgast fjár- málin. Þessi lausn er fyrir þig, hvort sem þú vinnur fyrir aðra eða átt þitt eigið fyrirtæki og ert með ágætis tekjur en samt sem áður upplifir þú að peningar stýra lífi þínu fremur en þú sért við stjórnvölinn. Með öðrum orð- um: Þú greiðir reikningana og stendur skil á þínu en þú nærð ekki að leggja fyrir. Þú lifir jafnvel á kreditkortinu og það má lítið út af bregða til að allt fari úr skorðum í peningamálunum,“ segir Edda og bætir við: „Jól, sumarfrí og annar tími ársins þar sem útgjöldin eru hærri en ella gætu verið áskorun. Þú átt líklega ekki varasjóð ef eitt- hvað kemur upp á.“ Edda segir að fólk eigi það til að álasa sér fyrir ástandið. „Þú segir jafnvel við þig að þú ættir að geta betur en útkoman er gjarnan sú að þú missir móðinn og upplifir jafnvel ráðaleysi gagnvart peningamálunum,“ segir hún. Edda þekkir þetta ástand af eigin raun. „Ég lifði á kreditkorti í mörg ár og átti aldrei varasjóð. Þegar eitt- hvað kom upp á, sem gerist gjarnan í lífinu, fór ég í að redda hlut- unum. Einn daginn áttaði ég mig á því að ég var orðin nokkuð slungin í að redda fjármál- unum en mig skorti al- gjörlega hæfni til að skipu- leggja og halda utan um fjármálin að öðru leyti. Ég hafði takmarkaða yfirsýn yfir helstu kostnaðarliði og inn á milli átti ég það til að eyða of miklu. Þrátt fyrir að vera nokkuð markmiðadrifin og hafa náð ágætis árangri á mörgum svið- um hafði ég aldrei sett mér peningamark- mið. Það hafði raunar aldrei hvarflað að mér. En þáttaskilin urðu þegar ég tók ákvörðun um að verða fjárhagslegur leiðtogi í eigin lífi. Þá fór ég að átta mig á sam- hengi sem hafði áður verið mér algjörlega hulið. Nefnilega það að hugmyndir mínar um peninga höfðu áhrif á væntingar mínar til lífsins. Einn- ig það að peninga- hegðun mín hafði stjórn- ast af þessum sömu peningahugmyndum og vænt- ingum. Mér varð það ljóst að ef ég vildi breyta útkomunni varð ég að ráð- ast að rótum vandans og breyta hugmyndum mínum um peninga.“ Bootcamp fyrir peningabudduna er fyrir þá sem þrá að breyta til og upplifa að þeir geti öðlast stjórn á fjármálunum. „Námskeiðið er þannig byggt upp að þú færð tæki og tól í hendurnar til að skilgreina núverandi samband þitt við peninga og átta þig á því hvernig það hefur haft áhrif á líf þitt. Þú lærir að gera upp peningasöguna þína og segja skilið við peningahugmynd- irnar þínar áður en þú ættleiðir nýjar hug- myndir sem koma til með að styrka samband þitt við peninga og hjálpa þér að breyta pen- ingahegðun þinni til framtíðar. Þú lærir að tileinka þér aðferðir til að taka fjárhagslegar ákvarðanir sem eru í samræmi við það sem skiptir þig mestu máli. Þú lærir einnig að setja þér raunhæf peningamark- mið,“ segir hún. Edda segir að Bootcamp fyrir pen- ingabudduna sé stutt og hnitmiðað námskeið sem hentar þeim sem er alvara með að marka ný spor í fjármálunum á nýju ári. „Þetta er fyrir þá sem vilja varanlegar breytingar og þrá að öðlast fjárhagslegt heilbrigði,“ segir hún. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 10. jan- úar. Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Edda Coaching, www.eddacoaching.com. Bootcamp fyrir peningabudduna Fjármál geta valdið mikilli streitu og það er margsannað að streita hefur heilsuspillandi áhrif, bæði andlega og líkamlega. Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, er með námskeið fyrir fólk sem vill ná tökum á fjármálum sínum. Marta María | mm@mbl.is Thinkstock/Getty images Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coacing. Apple-snjallúrið series 3 Eitt áhugaverðasta snjallúrið á markaðnum í dag kemur frá Apple. Þeir sem nota þetta úr segja að þú hafir varla gert æfingar ef þú átt ekki gögn um það. Þetta nýja úr fylgir þeim hvert fótmál, enda safnar það upplýsingum um hjartslátt á mínútu, hvort sem er í hvíld eða við æfingar. Úrið þykir mikilvægt til að mæla hversu góðu formi þú ert í. Bose, þráðlaust heyrnartæki Fyrir þá sem eru mikið fyrir að upplifa hljómgæði þegar þeir æfa. Bose, þráðlausu heyrnartækin, eru þau bestu á markaðnum. Heyrnartólin tengjast við símann eða apple-úrið í gegnum bluetooth. Fitbit Flex 2 Fitbit Flex 2, gefur upplýsingar um hvað þú hefur gengið mikið í dag, ferðast langt og sýnir þér vefmynstrið þitt á síðustu vikum. ProSource, vöðvarúlla Mikilvægt er að huga vel að vöðvunum á milli æfinga og á þessum áratug er góð rúlla gulls ígildi. Þessi tegund þykir sú allra besta á markaðnum í dag. Mundu: að rúlla vöðvana kemur í veg fyrir meiðsli og er eins og nudd. Við erum ekki að segja að það komi í staðinn fyrir nudd en þetta er sagt hafa góða virkni. Tæknin í ræktina 2018 Frá morgnifyrir allafjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Laugarnar í Reykjavík NÆRING FYRIR LÍKAMA OG SÁL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.