Morgunblaðið - 02.01.2018, Side 24
Nike-íþróttalínan er einstaklega
falleg um þessar mundir og end-
ist vel við mikla notkun og þvott.
Hér eru teknir saman nokkrir hlutir
sem taldir eru standa upp úr frá
þessu vandaða íþróttavörumerki.
Elinros Lindal | elinros@mbl.is
Nike flex-herrabuxur í golfið
Þessar flottu golfbuxur eru fáanlegar í þremur
litum. Efnið teygist á fjóra vegu. Buxurnar eru
þægilegar og með mittisteygju.
Nike therma essential-
herrabuxur í hlaup
Þessar hlaupabuxur eru gerðar úr hitajafnandi efni,
mjúkar og góðar. Góðar í kuldann. Þær eru laus-
ar, sem þykir þægilegt í hlaupum.
Nike earoLoft-kvenmannsjakki í hlaup
Hlaupajakki í anda bomber-jakkalínunnar. Heldur
hita á þér og hentar vel í æfingar og hlaup en einn-
ig flottur yfir létta hettupeysu o.fl. Til í gráu og
svörtu.
Nike pro sparkle kvenbuxur á æfingar
Þessar æfingabuxur, eru gerðar úr efni sem er
gott fyrir miklar æfingar þar sem efnið er svita-
jafnandi. Þær teygjast á fjóra vegu. Enginn er að
fara að missa af þér í ræktinni í þessum.
Fallegur og vandaður
íþróttafatnaður
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
É
g var vatnshræddur í
byrjun en hef læknast
af því. Svo hefur sjó-
sundið bara undið upp
á sig. Ég hef bætt mig
í sundi töluvert, farið í
þríþraut og eflst að öllu leyti við
þetta,“ segir Viðar.
Heilsufarsmælingar koma vel út
Hann er hógvær þegar kemur að
eigin afrekum í sundi og segist
ekki vera sá harðasti í sjónum.
Enda sé hann grannur að eðlisfari.
„Allar heilsufarsmælingar koma vel
út hjá mér og hópnum sem ég
syndi með vikulega. Ég hef tekið
einn kannski tvo veikindadaga í
vinnunni frá því ég byrjaði að
synda í köldum sjónum og það
sama á við um sundhópinn minn,
það er lítið um veikindi í honum.
Það er kannski erfitt að segja hvað
er orsök og hvað afleiðingar í þessu
en eitt er víst að sund í köldu bæt-
ir.“
Viðar segir að sund í sjó örvi
blóðrásina og hann fái mest út úr
því að fara ofan í ef sjórinn er
kaldur. „Þetta núllstillir mann út
vikuna. Eins minnkar kaldur sjór
bólgur í vöðvum og liðum og flýtir
endurheimt. Ég hef margoft upp-
lifað að æfa 10-20 tíma á viku og
fundið muninn sem verður eftir sjó-
inn.“
Sjósund breytir hvítu
fitunni í brúna fitu
„Eins hefur verið talað um
hvernig kalt vatn breytir hvítu fit-
unni í brúna fitu,“ segir Viðar. En
glöggir lesendur vita að brúni fitu-
vefurinn er gerður til að halda á
okkur hita. „Ýmsar rannsóknir
styðja þetta. Og útlitið verður
betra með brúnu fitunni. Börn fæð-
ast með brúna fitu til að halda á
þeim hita,“ segir hann til útskýr-
ingar.
Viðar syndir í hóp sem telur á
milli 5-10 manns, þeir eru sex úr
Íslenskri erfðagreiningu sem synda
reglulega í Nauthólsvík. Viðar segir
forstjóra fyrirtækisins ekki vera
einn þeirra. „Kári Stefánsson er
ekki hrifinn af þessu uppátæki okk-
ar. En við höfum ennþá ekki hlotið
neinn skaða af nema síður sé,“ seg-
ir þessi hrausti sundmaður í lokin.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjóböð og
áhrif þeirra
á heilsuna
Viðar Bragi Þorsteinsson starfar hjá
Íslenskri erfðagreiningu og hefur
stundað sjóböð vikulega í 13 ár, eða frá
árinu 2004. Hann telur lækningamátt
kalda vatnsins mikinn og hefur ein-
ungis tekið sárafáa veikindadaga þau
ár sem hann hefur stundað sjóböð.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Viðar Bragi stundar
sjósundið iðulega með
vinnufélögum sínum.
////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////