Morgunblaðið - 02.01.2018, Side 29

Morgunblaðið - 02.01.2018, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 29 ( HEIMA Heilsa Vellíðan Daglegt líf NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING: Sími 563 1400 soltunheima@soltunheima.is www.soltunheima.is PO RT hö nn un Eldri Sterkari Hraðari Veldu hreyfingu sem hentar þér og komdu þér af stað í heilsusamlegan lífsstíl. HÓPATÍMAR FARA FRAM Í 105 REYKJAVÍK Á EFTIRFARANDI STÖÐUM: • ÍFR, Hátúni 14 • Sundlaug Sjálfsbjargar, Hátúni 12 VATNSLEIKFIMI Mán. og mið. kl: 11:30 35.000 kr. KRAFTAJÖTNAR Styrktarþjálfun fyrir karlmenn Þri. og fim. kl: 10:00 49.000 kr. STYRKJUM BEININ Styrktarþjálfun fyrir konur Þri. og fim. kl: 11:00 49.000 kr. Tólf vikna tímabil, tvisvar í viku. Tímarnir hefjast 8. janúar. Gott aðgengi og næg bílastæði. KEMSTU EKKI Í HÓPATÍMA? Fáðu sérsniðna styrktarþjálfun með aðstoð leiðbeinanda heim tvisvar í viku með Sóltúni Heimahreyfingu. Aðeins 34.900 kr. á mánuði. Hafðu samband og við aðstoðum við að finna rétta leið fyrir þitt heilsufar. S purð um hugmyndina á bak við Köru segir Þorbjörg. „Eftir reynslu mína sem borgarfulltrúi sá ég að mikið af þjónustunni sem allir voru velviljaðir að greiða fyrir barst ekki börnum. Eftir að ég hætti í stjórnmálum fékk ég með mér bæjarfélagið Vest- urbyggð og frábæran talmeina- fræðing og við byrjuðum að veita börnum á Patreksfirði og Bíldudal þjónustu í gegnum netið. Þetta gekk vonum framar og við bætt- um í, fengum styrk frá þáverandi velferðarráðherra Eygló Harð- ardóttur og prófuðum fleiri sér- fræðinga. Nokkrum mánuðum síð- an fékk ég svo frábært tækniteymi til samstarfs og allir þessir aðilar stofnuðu svo saman Köru.“ Leysir áskorun landsbyggðarinnar Hvernig virkar Kara? „Kara er öruggur og einfaldur hugbúnaður á netinu fyrir alla sérfræðinga sem sinna þjónustu í heilbrigðisgeiranum eða mennta- geiranum til að halda utan um verkefnin sín og rekstur með öruggum dagnótubúnaði og myndfundakerfi. Við sáum í tilraunafasanum að sér- fræðingastörf eru erfið störf og erfitt rekstrarfyr- irkomulag. Að sama skapi er erfitt fyrir skjólstæðinga að finna réttu hjálpina, margir á landsbyggðinni hafa hreinlega ekki neinn aðgang að hjálp og tíminn sem fer í að keyra og bíða getur verið ótrúlega lang- ur. Netfundur í öruggu umhverfi er því frábær lausn sem er fram- kvæmanleg í dag þegar net- aðgengi er orðið svona gott. Það eru einstaklingar sjálfir sem munu biðja um þessa þjónustu fyrst og fremst – kerfin sem eru núna munu ekki breytast fyrr en þeir biðja um þetta. Kara hins vegar er ekki síður gerð fyrir sérfræð- ingana sem fá mörg tól og tæki, sum ókeypis, til að sinna rekstri og þjálfun eða meðferð.“ Margir hafa nýtt sér tæknina Þorbjörg segir að nú þegar séu yfir 120 sérfræðingar að nota Köru og mörg þúsund myndfundir farnir í gegnum kerfið. „Margir sérfræðingar nota Köru einungis fyrir reksturinn hjá sér án þess að nota myndfund enda er Kara ókeypis fyrir þau tól. En aðrir bjóða nú þegar upp á fjarþjálfun, á sinni heimasíðu eða á markaðs- torgi Köru (www.karaconnect.com) og enn aðrir sinna eingöngu skjólstæð- ingum í gegnum netið.“ Þorbjörg segir meðferðirnar mjög líkar, hvort sem er á stofu eða á netinu og rannsóknir stað- festi það. „Það er mjög auðvelt fyrir skjólstæðing að byrja, þeir skrá sig hjá sérfræðingnum á heimasíðunni okkar og skrá sig inn á einfaldan hátt. Sérfræðingur getur deilt efni með skjólstæðingi á skjánum og við ætlum okkur að ganga enn lengra til að auka upp- lýsingaflæði milli skjólstæðings og sérfræðings á milli funda. Öryggi er mikilvægt í þjónustu sérfræð- inga og skjólstæðinga og við höf- um lagt mikla áherslu á það og ætlum að gera enn betur.“ Mikill samfélagslegur ávinningur Hvert stefnir Þorbjörg með fyr- irtækið á næstu árum? „Við ætlum ekki bara að vera á Íslandi þó að okkur finnist frá- bært hversu vel okkur er tekið. Við erum nú þegar búin að opna dótturfyrirtæki í Danmörku og þýða Köru yfir á nokkur tungu- mál. Hugmyndin er stór og hug- myndafræðin skýr, við ætlum að umbylta aðgengi að hjálp og um leið draga úr afleiddum kostnaði hjá skjólstæðingum og aðstand- endum. Strax á þessu ári hefst mikil vinna við að kynna Köru hér heima og erlendis og fá sérfræð- inga til að prófa og takast á við þessar tækniáskoranir sem bíða þeirra. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og gefandi af því að allir græða, Kara er verkefni sem gefur af sér mikinn samfélags- legan ávinning,“segir Þorbjörg að lokum. Kara býður upp á nýja heilsutækni Að öðlast heilbrigða sál í hraustum líkama er ekki á færi allra í dag, þar sem vinnudagurinn er langur og ekki auðvelt að stökkva frá fyrir sjálfrækt. Kara er ný veflausn sem tengir skjólstæðinga við sérfræðinga í mennta-, velferðar- og heilbrigð- isgeiranum. Þorbjörg Helg Vigfúsdóttir er stofnandi fyrirtækisins og segir hér frá þessari nýju lausn á markaðnum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þorbjörg Helga: „Við ætlum að umbylta aðgengi að hjálp og um leið draga úr afleiddum kostnaði.“ Nú þegar eru yfir 120 sérfræðingar að nota Köru og mörg þúsund myndfundir farnir í gegnum kerfið. Það getur verið flókið að finna tíma fyrir ráðgjöf á skrifstofutíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.