Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Elínrós Líndal elinros@mbl.is Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Auglýsingar Anna María Benediktsdóttir maja@mbl.is Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Prentun Landsprent ehf. Það er gömul saga og ný að við áramót er staldrað við og mat lagt á stöðuna; við klöppum okkur á bakið fyrir það sem vel tókst til og reyn- um að draga lærdóm af því sem miður fór. En óháð þessu er rétt að horfa fram á veginn og hugsa með sér sem svo: hvað vil ég fá út úr árinu sem er rétt nýhafið? Hvert vil ég að leið mín liggi héðan af bless- uðum byrjunarreitnum? Markmiðin sem upp úr þessum hugleiðingum spretta eru jafn marg- vísleg og þið, lesendur góðir, eruð. Þar af leiðandi kennir ýmissa grasa í þessu sérblaði okkar um skóla og námskeið ýmiskonar. Sumt námið er hugsað fyrir hugann fyrst og fremst, annað beinist að færni til handar. Flest er þó þesslegt að það þjálfar hvort tveggja í senn og ekki er verra ef maginn uppsker svo verðlaun að loknu námskeiði en í blaðinu er að finna viðtöl við umsjónarmenn matreiðslu- og rækt- unarnámskeiða, þar sem matur og matseld frá grunni er allstaðar í brennidepli. Allir finna sér vonandi eitthvað fróðlegt til skoðunar. Það veit hamingjan að öll getum við á okkur blómum bætt. Enginn er svo lærður eða lémagna fyrir aldurs sakir að hann geti ekki lært eitthvað í viðbót, hvort heldur er til gagns, gamans eða hvors tveggja. Morgunblaðið/Hari Nýtt ár kallar á nýjan kafla 5.janúar.2018 Kári Eyþórsson, einstaklings- og fjölskylduráðgjafi, hjálpar fólki að ná fram styrkleikunum sínum og nýta þá betur í lífi og leik. 10 Á námskeiði Önnu Sigríðar Páls- dóttur í Skálholti er farið í saumana á meðvirkni, og hvernig stuðla má að heilbrigðari samskiptum innan og utan fjölskyldunnar. 29 Andrea Róbertsdóttir segir mik- ilvægt að víkka sviðið með nýrri hugsun og sköpunarkrafti þar sem einstaklingar uppgötva sig aftur og aftur á tímum breytinga. 14 Nemum í alþjóðlegum fagháskólum gefst einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Nám erlendis opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði. International Education & Know How Háskólanám erlendis á sviði skapandi greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.