Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
A
ndrea starfaði síðast sem
mannauðsstjóri RÚV og
hefur komið víða við eins
og á sviði menntamála og
verið forstöðumaður fjarskiptafyr-
irtækis sem hefur skilað henni víð-
tækri stjórnendareynslu. Nýverið
lauk hún námi í jákvæðri sálfræði
og hefur samhliða flutt erindi um
hvernig má hagnýta fræðin á vinnu-
stöðum og í vinnusambandinu öllu.
Hún segir jákvæða sálfræði hafa
gagnast henni vel í þjónustuveit-
ingu og breytingastjórnun þar sem
lögð er áhersla á að skapa vinsam-
legt umhverfi og koma fólki í gegn-
um breytingar á umhyggjusaman
hátt.
Hvað er jákvæð sálfræði?
„Jákvæð sálfræði er þverfagleg,
vísindaleg nálgun sem hefur það
markmið að efla rannsóknir á já-
kvæðum hliðum mannsins eins og
styrkleikum, vellíðan og hamingju.
Hér er á ferðinni mikilvæg verk-
færakista í nútímasamfélagi sem
einkennist af hraða, breytingum,
streitu og neysluhyggju. Hægt er
að hagnýta fræðin með jákvæðum
inngripum og ýta undir og efla það
sem er jákvætt þ.e. hugsanir, til-
finningar og hegðun.“
Öflug leið til að vinna gegn streitu
Getur þú komið með dæmi um já-
kvæð inngrip?
„Það er hægt að bæta líðan og
ýta undir og efla það sem er já-
kvætt. Að greina styrkleika og nota
þá jafnvel á nýjan hátt er gott
dæmi sem og vinna með þakklæti.
Oft er þetta líka spurning um fram-
setningu til að hjálpa fólki að velja
hollari kostinn þegar kemur að
hreyfingu og mataræði. Fjölmargir
þekkja síðan núvitund og margar
rannsóknir hafa verið gerðar til
dæmis á ástundun núvitundaræf-
inga og niðurstöður sýna að hér er
á ferðinni öflug leið til að vinna
gegn streitu, hefur jákvæð áhrif á
ónæmiskerfið og þannig mætti
lengi telja. Þeir sem vilja vera vak-
andi fyrir því sem er að gerast vilja
jafnvel kynnast hvaða aðstæður eru
góðar fyrir þá og þeir sem vilja
bregðast við af yfirvegun ættu að
prófa.“
Hvers vegna ákvaðstu að fara í
jákvæða sálfræði?
„Ég hef í mínu starfi sem stjórn-
andi verið að fóstra nærumhverfið,
hvetja fólk til að sækja styrk í
hvort annað og tala saman. Ég hef
verið að nýta mér jákvæða sálfræði
í starfi í langan tíma og vildi bara
kafa dýpra í niðurstöður rannsókna
á sviðinu og efla mig á sviðinu. Já-
kvæð sálfræði er mikilvæg verk-
færakista í leik og starfi.“
Að skapa hvetjandi umræðuhefð
Þú hefur verið að flytja erindi, get-
ur þú gefið mér dæmi um slík er-
indi?
„Ég hef verið að flytja erindi um
allt er varðar vinnustaði og vinnu-
sambandið út frá víðtækri reynslu
af mannauðsmálum og stjórnun.
Það er af svo mörgu að taka en ég
get nefnt erindi um bætt samskipti,
starfsskilyrði, vinnumenningu og
liðsheild. Jákvæð sálfræði hefur
reynst mér vel er kemur að breyt-
ingastjórnun og þjónustuveitingu
þar sem mér finnst mikilvægt að
skapa vinsamlegt umhverfi og
koma fólki í gegnum breytingar á
umhyggjusaman hátt. Í stefnumót-
un í dag þarf að skora á viðteknar
venjur og hvernig hlutirnir eru
unnir. Til að víkka sviðið með nýrri
hugsun og sköpunarkrafti er mik-
ilvægt að skapa hvetjandi umræðu-
hefð og auka skilning fólks á tilvist
og tilveru sinni og tengsl við um-
heiminn. Eins og þú heyrir þá er
erfitt að koma með „Elevator pitch“
í þessu sambandi enda margskonar
áskoranir í ólíkum fyrirtækjum og
stofnunum.“
Hvernig geta vinnustaðir nýtt sér
jákvæða sálfræði?
„Við verjum oft stórum hluta úr
sólarhring á vinnustaðnum sem er
staður sem getur haft mikil áhrif á
heilsu okkar, bæði slæma og góða.
Í ráðgjöf og fræðslu er hægt að
gera starfsfólk meðvitað um ábyrgð
á eigin heilsu. Þá er unnið mark-
visst með áhrifaþætti heilbrigðis,
hollu vali komið inn á radarinn og
unnið er markvisst að skapa um-
gjörð og aðstöðu þannig að fólk eigi
kost á að hafa góð áhrif á heilsu
sína. Það þarf alltaf að nálgast
hvert verkefni með þyrlusýn og
eiga einstaklingsbundin úrræði eins
og heilsuefling vel við þegar skipu-
lagsmálin og vinnuskilyrði eru í
lagi. Stjórnendur verða að sjálf-
sögðu að ganga fram með góðu for-
dæmi og hægt er að hafa mikil
áhrif á staðarblæinn með fjölmörg-
um aðferðum jákvæðrar sálfræði í
hvatningu, leiðsögn, stjórnháttum
og styðjandi samskiptamynstri já-
kvæðrar forystu. Það er ekkert fyr-
irtæki, stofnun eða skipulagsheild
án starfsfólks og það er þörf á að
vökva sig og aðra.“
Fyrirhöfn sem leið að velgengni
Hvernig tekstu á við mótlæti,
áskoranir?
„Hugur okkar hallast að því nei-
kvæða og mikilvægt er að vera
meðvitaður um þessa neikvæðu
slagsíðu. Síðan erum við lítið annað
en vaninn. En sveigjanleiki hugans
er staðreynd og við getum brotist
út en það tekur á að taka inn góðar
venjur og velja sér jákvætt viðhorf
eins og grósku hugarfar. Hugarfar
þitt hefur áhrif á það hvernig þú lif-
ir lífi þínu og það er ekki spurning
um fjölda áskorana eða erfiðleika í
lífinu heldur hvernig við tökumst á
við lífið. Þegar þú ert í festu hug-
arfari þá forðast þú áskoranir,
finnst velgengni annarra ógnandi
og lítur á fyrirhöfn sem veikleika. Í
grósku hugarfari tekstu á við
áskoranir, þú lítur á velgengni ann-
arra sem lærdóm og hvatningu og
lítur á fyrirhöfn sem leið að vel-
gengni. Mér gengur nokkuð vel í
þessu.“
Hvert er hægt að leita ef fólk
hefur áhuga á að fá þig til að tala
eða vera með erindi?
„Ég er í símaskránni.“
Nördar eru fyrirmyndirnar
Hver er þín skoðun á því að fólk
mennti sig eða læri nýja hæfni á
lífsleiðinni?
„Það eina sem er öruggt í lífinu
eru breytingar og mikilvægt er að
uppgötva sig aftur og aftur. Ég vil
sjá íslenska skólakerfið með svarta
beltið í náinni framtíð til að auka
samkeppnishæfni og geri landið að
áhugaverðum valkosti eins og í ný-
sköpun. Skapandi hugsun er hæfni-
þáttur sem er afar mikilvægur því
að í landslagi morgundagsins felast
tækifæri sem þarf að nálgast með
ferskleika og skapandi nálgunum til
að auka gæði og verðmæti í sátt við
náttúru og menn. Það er eðlilegt að
vera áttavilltur þar sem ný störf
verða til sem krefjist annars konar
hæfni. Við þurfum ekki að vera með
námskeiðablæti en þurfum alltaf að
halda áfram að vaxa. Þegar við lær-
um nýja hluti verða til nýjar teng-
ingar milli taugafruma en eins og
vöðvafrumur þá þurfa taugafrumur
að vera í þjálfun til að vera í formi.
Það eru spennandi tímar og við er-
um hluti af þróuninni.“
Áttu þér fyrirmyndir?
„Já, nörda. Þeir ná árangri á sínu
sviði.“ elinros@mbl.is
„Ég vil sjá íslenska skólakerfið
með svarta beltið“
Jákvæð sálfræði er mik-
ilvæg verkfærakista í
leik og starfi, að sögn
Andreu Róbertsdóttur
en hún notar hana mikið
í starfi sínu sem stjórn-
andi. Að hennar mati er
mikilvægt að víkka svið-
ið með nýrri hugsun og
sköpunarkrafti þar sem
einstaklingar uppgötva
sig aftur og aftur á tím-
um breytinga.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jákvæðni „Það er hægt að bæta líðan og ýta undir og efla það sem er jákvætt. Að greina styrkleika og nota þá jafnvel á nýjan hátt er gott dæmi sem og vinna með
þakklæti. Oft er þetta líka spurning um framsetningu til að hjálpa fólki að velja hollari kostinn þegar kemur að hreyfingu og mataræði,“ segir Andrea Róbertsdóttir.
Námið er sérsniðið að íslenskri ferðaþjónustu með
sterkri tengingu við leiðandi fyrirtæki í greininni. Áhersla
er lögð á stjórnun ferðaþjónustu í víðu samhengi, allt
frá stærri hótelum og veitingastöðum til móttöku gesta í
þjónustumiðstöðvum og umsjón ferða um hálendið.
Hólaskóli -
HáskólinnáHólum
Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur
Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is
w
w
w
.h
ol
ar
.is BA í stjórnun ferðaþjónustu ogmóttöku gesta
Ferðaþjónusta er skemmtilegt og síbreytilegt fag þar sem starfsfólk tekst á við flókin verkefni alla daga.
Ný námsleið