Morgunblaðið - 05.01.2018, Page 16

Morgunblaðið - 05.01.2018, Page 16
Á rin 2005 og 2006 byrja vin- sældirnar að aukast býsna hratt og ná ákveðnu há- marki árið 2008, segir Njáll um aðsóknina í mótorhjóla- prófið. „Til samanburðar má geta þess að árið 2003 voru tekin 313 mót- orhjólapróf en árið 2008 voru þau 1300. Síðan þá hefur eftirsóknin náð ákveðnu jafnvægi en hún er engu að síður meiri en var á ár- unum fyrir sprenginguna sem var fyrir rúmum áratug og undanfarið eru á bilinu 400-500 eintaklingar að taka prófið.“ Aðspurður um mögulegar ástæður þessara vinsælda tínir Njáll eitt og annað til. „Fyrir rúmum áratug var þetta einna mest fólk á miðjum aldri sem flykktist í námið, fólk sem átti lausan aur, hafði tímann og var að leita sér að einhverju áhugamáli. Maður þekkir mann, eitt leiðir af öðru og áhuginn smit- aði útfrá sér. Það hringdi til dæm- is maður í mig á þessum tíma og sagðist ætla að taka mótorhjóla- próf þó hann hefði í raun engan áhuga á því. „Ég er bara einfald- lega ekki með á kaffistofunni í vinnunni nema ég taki mótorhjóla- próf,“ útskýrði hann. Þetta lýsir því kannski svolítið hvernig stemningin var. Þetta smitaði heilu hópana og varð sameiginlegt áhugamál,“ bætir Njáll við. Gamaldags hjólin heilla Eins og í öðru þá ganga tísku- sveiflur yfir mótorhjólaheiminn og mismunandi gerðir hjóla eru vin- sælar á hverjum tíma. Á tíunda áratug síðustu aldar voru kapp- aksturshjólin, eða „racer“-arnir einna vinsælastir að sögn Njáls og þegar vinsældirnar ruku upp hér heima fyrir röskum áratug voru það „cruiser“ hjólin sem heilluðu flesta. Nú er hinsvegar ákveðið afturhvarf í þessum efnum og gamaldags „café racer“ hjól eru þau sem mesta hrifningu vekja víðast hvar. „Jú, það er rétt, það er talsverð fortíðarhyggja í gangi og á vissan hátt hefur orðið til ákveðin költ- menning í kringum þessi gömlu hjól, einkum þau sem eru að koma á markaðinn á árunum 1960 til 1980,“ bendir Njáll á. „Fólk finnur fyrirmyndir í Steve McQueen og fleiri kempum frá þessum tíma, og þessi andi heillar.“ Og skyldi akkúrat engan undra! Uppbygging námsins Aðspurður segir Njáll að mót- orhjólanámið sé fjórskipt, og fjór- ar gerðir af réttindum sem fólk getur náð sér í. „Fyrst er að nefna skellinöðru- prófið sem hægt er að taka við 15 ára aldur, síðan er próf sem kall- ast A1 og miðast við hjól með 125 kúbik [stærð sprengirýmis í mótor í rúmsentimetrum] og 15 hestöfl að hámarki, og miðast við 17 til 19 ára aldur. Þegar 19 ára aldri er náð er hægt að fara í flokk sem kallast A2. Það er það sem við getum kallað hin eiginlegu mót- orhjólaréttindi. Þá geturðu fengið réttindi á hjól upp að 47 hestöflum og þú þarft að hafa þetta próf í tvö ár til að geta svo fengið próf á hvaða hjól sem er, eða í fyrsta lagi við 21 árs aldur. En ætli maður beint í stórt hjól þá þarf maður að vera orðinn 24 ára gamall, þ.e. án þess að taka neitt af hinum próf- unum fyrst.“ Njáll bætir því við að það taki í raun tiltölulega skamman tíma að öðlast ökuréttindi á mótorhjól. „Fyrst taka nemendur bóklegt námskeið sem er ýmist tekið í kennslustofu, á 2 til 3 kvöldum eða á netinu í 6 daga lotum. Síðan er farið í verklega tíma. Það er misjafnt hversu fljótt fólk er að ljúka verklega þættinum en þetta eru 11-16 tímar samkvæmt nám- skrá. Venjulega er fólk að klára þetta á 2 - 3 vikum, að meðaltali.“ Njáll bendir á að reyndar sé þetta persónubundið og mest sé auðvitað um vert að fólk nái tök- um á því sem það er að gera. „Ég hef verið með fólk í náminu sem kláraði það á viku og aðrir hafa farið sér hægar og tekið allt sum- arið í þetta. Það er langbest að gera þetta bara hver á sínum hraða.“ Njáll bætir því við að fólk geti verið búið með bóklega hlutann áður en verklega kennslan byrjar. „Það er skynsamlegt að vera bú- inn með bóklega námskeiðið og jafnvel bóklegt próf þegar verk- lega kennslan hefst í byrjun apríl. Það má nefnilega taka verklega hlutann allt að 6 mánuðum eftir að þeim bóklega er lokið. Ef fólk vill spara sér tíma og byrja að hjóla snemma um vorið þá er mjög skynsamlegt að gera þetta þann- ig.“ Nemendur úr öllum áttum Svo virðist sem áhuginn á mót- orhjólum nái til því sem næst allra því Njáll segir fólk á öllum aldri og báðum kynjum hafa komið til sín undanfarin ár til að læra að hjóla. Karlar eru sem fyrr í meiri- hluta en konurnar sækja rækilega á, að hans sögn. „Það er miklu meira af stelpum núna en áður var og yngri stelp- um sérstaklega. Við erum heilt yf- ir að sjá talsvert meira af konum á öllum aldri koma til að taka prófið.Það segir sitt um áhugann að ég var með eina í náminu sem var svo á leiðinni beint í Evr- óputúr á mótorhjóli að náminu loknu.“ Hvað mismunandi aldurshópa áhrærir eru yngri kynslóðirnar í nokkurri sókn upp á síðkastið, að sögn Njáls. „Ólíkt því sem var þegar mesta ásóknin var fyrir um áratug þá sé ég meira af yngra fólki í náminu um þessar mundir. Það er mun meira af fólki í kringum tvítugt en áður var.“ Það eru semsagt einstaklingar hvaðanæva í mótorhjólanáminu og það endurspeglast á sinn hátt í fjölskyldu Njáls; eiginkonan og börnin eru mótorhjólafólk af ástríðu ekki síður en hann, nema hvað. „Við hjónin vorum bæði með Síðasta áratuginn hefur orðið sannkölluð vinsældasprenging í fjölda þeirra sem taka mótorhjólapróf og nemendurnir eru á öllum aldri, af báðum kynjum og meira að segja ýmsum þjóðernum, eins og hinn þaulreyndi öku- og mótorhjólakennari Njáll Gunnlaugsson segir frá. Allir geta lært og alltaf hægt að læra meira 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 Nemendur Próf á mótorhjól er orðið fjórskipt og þess vegna þurfa mótor- hjólakennarar að bjóða uppá margar gerðir hjóla, allt frá 50-125 rsm upp í 100 hestafla mótorhjól með hemlalæsivörn. Skólahjól Nemendur Njáls taka léttan snúning í kennslustund undir regnboga. Beygjutækni Í vor mun Njáll ásamt félögum sínum í Sniglunum bjóða upp á sérstakt beygjutækninámskeið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.