Morgunblaðið - 05.01.2018, Qupperneq 17
mótorhjólapróf þegar við kynnt-
umst svo eiginkonan er búin að
vera á kafi í mótorhjólum næstum
jafnlengi og ég,“ bætir hann við.
„Svo höfum við náttúrulega alið
börnin upp í þessu og þau byrja 6
ára gömul að læra á mótorhjól,“
segir Njáll og kímir við. „Ef mað-
ur vill móta nemendur þá er betra
að fá þá unga til náms. Ef fólk
byrjar ungt að læra þessi fræði þá
hefur það einfaldlega meiri um-
ferðarvitund, það er ekki flóknara
en það. Ungt fólk sem hefur verið
með skellinöðrupróf í tvö ár áður
en það tekur bílprófið er mun bet-
ur undirbúin fyrir umferðina þeg-
ar kemur að því að taka bílbrófið,
það leynir sér ekki.“
Gott að koma aftur og fríska
upp á kunnáttuna
Að endingu bendir Njáll á nýjung
sem hann og félagar í Sniglunum
– Bifhjólasamtökum lýðveldisins –
buðu upp á síðasta vor og aftur á
vori komanda. Þar gefst útskrif-
uðum „hjólurum“ kostur á að
koma aftur og bæta við kunn-
áttuna.
„Þarna var um að ræða aksturs-
tækninámskeið, annars vegar
hugsað til þess að gefa fólki kost á
að fríska upp á sig eftir veturinn
og hins vegar til að læra eitthvað
nýtt í leiðinni. Þú getur nefnilega
alltaf lært eitthvað nýtt, alveg
sama hversu góður þú ert á hjól-
inu. Þetta er aðallega beygju-
tækninámskeið og það er nokkuð
sem nýtist þátttakendum vel því
þegar skoðað er hvernig slys
verða á mótorhjólum þegar ekki
er um árekstur er að ræða, þá er
það yfirleitt á svona stöðum, það
er að segja í varasömum beygjum.
Að kenna fólki að taka beygjuna
getur skipt heilmiklu máli. Þetta
er líka skemmtilegur partur af því
að hjóla, að halla sér í beygjuna,
fá tilfinningu fyrir hjólinu og ná
almennilegu valdi á tækninni. Þá
er þetta eins og að vera í flugvél á
föstu landi,“ bætir Njáll við og
kímir. „Við erum með fleiri slík
námskeið í skoðun og það er
óhætt að mæla með því að fólk
kíki til okkar og fríski upp á sig
einu sinni á ári.“
Nánari upplýsingar um nám-
skeiðin má skoða á vefsvæði skól-
ans: www.adalbraut.is
jonagnar@mbl.is
Mótorhjólanámið „Ég hef verið með fólk í náminu sem kláraði það á viku og aðrir hafa farið sér hægar
og tekið allt sumarið í þetta. Það er langbest að gera þetta bara hver á sínum hraða,“ segir Njáll Gunn-
laugsson um námið hjá Aðalbraut.
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 17
Eins og Njáll nefnir í textanum
eru það einkum „café racer“
hjólin sem heilla um þessar
mundir og síðustu misserin.
Hjólin eru einkum ætluð í
styttri túra og nafnið varð til í
Englandi upp úr 1960 meðal
yngri töffara sem skutust á
milli kaffihúsa á hjólunum sín-
um. Þetta Honda CB500 frá
1977 er þvottekta café racer.
Fortíðarþrá
Fjölskyldan Börnin hans Njáls hafa æft sig á mótorhjóli síðan þau voru sex ára og hér er það elsta,
Dýrfinna Mjöll Njálsdóttir að prófa 125 rsm hjól í fyrsta skipti á æfingarsvæði VÍK í Bolöldu. Hér hefur
eplið augljóslega fallið býsna nálægt eikinni.
Þarftu stuðning til
að komast á toppinn?
Rannís hefur umsjón með innlendum og erlendum samkeppnissjóðum
á sviði menntunar og æskulýðsstarfs, þar á meðal eru Erasmus+ og
Nordplus menntaáætlanir Evrópusambandsins og Norðurlanda.
Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og skóla hafa fundið
hugmyndum sínum farveg með stuðningi þessara sjóða.
Auk þess styður eTwinning skólasamstarf á netinu.
Taktu skrefið og kynntu þér þá möguleika sem standa þér til boða
á rannis.is/menntun.
Næstu
umsóknarfrestir
1. og 15. febrúar
Nordplus