Morgunblaðið - 05.01.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.01.2018, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 Í var Þorsteinsson er viðskiptaþróunar- og markaðs- stjóri Kolibri sem er leiðandi þjónustufyrirtæki á sviði tækni og nýsköpunar. „Við hjá Kolibri höld- um úti stafrænni viðskiptaröð (digital business series) sem er námskeið fyrir þá sem eru í framvarð- arsveit stafrænnar umbreytingar hjá fyrirtækjum. Þessi framvarðarsveit er ýmist vörustjórar, hönnuðir eða stjórnendur sem eru að kljást við breytingar eða munu glíma við breytingar sem eru í vændum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar.“ Hvernig gengur þessi námskeiðaröð fyrir sig? „Við héldum tvær vinnustofur á síðasta ári, eina í maí um ferðalag viðskiptavinarins (Journey mapping) með Chris Risdon og aðra í nóvember um hvernig við teiknum upp þjónustu út frá snertipunktum við við- skiptavini (Service blue printing) með Nick Remis. Ferðalag viðskiptavinarins Journey mapping er aðferðafræði sem gengur út á að greina ferðalag viðskiptavinarins frá upphafi til enda. Hvar upplifir viðskiptavinurinn áskoranir og hvar gengur honum vel í snertingu við fyrirtækið? Chris Risdon er þekktur fyrir hæfni sína í þessu fagi, hann er yfir atferlishönnunarsviði (behavioral design) hjá Capital One-bankanum. Þjónustusnertipunktar við- skiptavinarins (Service blue printing) er aðferðafræði sem gengur út á að greina snertifleti viðskiptavinarins við fyrirtækið til að finna áskoranir og tækifæri. Nick Remis var yfir þjónustuhönnun hjá Capital One- bankanum.“ Ívar segir að á nýju ári verði Kolibri með fleiri vinnustofur í þessari viðskiptaröð en nánar verði greint frá því, m.a. á facebooksíðu fyrirtækisins. Fjölbreytt þekking innan Kolibri Þegar kemur að því að útskýra hlutverk Kolibri í íslensku viðskiptalífi segir Ívar fyrirtækið vera nýsköpunarfélaga fyrir önnur fyrirtæki á markaði. „Við hjálpum fyrirtækjum að búa til menningu og stafrænar lausnir til að takast á við það sem er í vændum, einnig förum við með fyrirtækjum í gegnum breytingar.“ Ívar segir Kolibri hafa mestmegnis verið í langtímasambandi við fyrirtæki, en innan fyrirtækisins eru hönn- unardeild, þróunardeild, forritarar og margs konar sérfræðingar sem geta veitt stuðning í breyt- ingum. „Við teljum fjölbreytt teymi Kolibri geta stutt þann árangur sem metnaðarfull fyr- irtæki setja sér.“ Ívar nefnir að það sé skortur á hæfni á þessu sviði í samfélaginu en hann sé glaður að sjá að víða sé hægt að sækja námskeið í Trello, Asana og fleiri agile-verkefnastjórnunar- kerfum. Hallarbylting í opinbera geiranum áhugaverð Hann óttast að við séum pínulítið sein inn í stafrænu byltinguna. „Við megum þó ekki gleyma því að hlut- irnir gerast hratt hér á landi þegar við tökum við okk- ur, en við höfum fundið mikla vakningu í samfélaginu á síðustu sex mánuðum þessu tengda, sérstaklega þegar talað er við stjórnendur fyrirtækja í landinu. Það sem ég hefði mikinn áhuga á að sjá er að op- inberi geirinn færi að taka við sér í þessum málum. Þar tel ég tækifærin mikil, en þar er talsvert um óunnin verk á sviði nýsköpunar að mínu mati. Ég væri til í hallarbyltingu sem hefði mikil áhrif á þjón- ustuupplifun almennings í landinu. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kemur vel inn á nýsköpunarmálin og þess vegna er maður spenntur að sjá hvað gerist í kjölfarið.“ Hann segir þá sem eru opnir fyrir því að nota alla þá tækni sem í boði er auðveldlega geta náð sam- keppnisforskoti á alþjóðavísu. „En þeir sem eftir sitja munu upplifa samkeppnisvanhæfni á þessu sviði; sitja eftir í samkeppninni, sem er ekki gott.“ Viðbrögðin við þjónustu Kolibri og þeirri hugsun sem þeir fylgja er jákvæð í samfélaginu og lítur Ívar framtíðina björtum augum. „Ég held að það verði miklar breytingar í landinu á næstu fimm til tíu ár- um.“ Fara menntun og hæfni alltaf saman? Ívari er menntunarstig þjóðarinnar hugleikið og segir tækifæri fyrir gagnagreinendur (data scientists) gíf- urlega mikil í framtíðinni. „Þótt allir háskólar í heim- inum tækju sig saman og framleiddu eins marga gagnagreinendur og unnt er, þá segja rannsóknir okk- ur að stórt gap muni myndast í náinni framtíð fyrir fólk með þessa menntun.“ Hann segir að jafnframt vanti stafsfólk til að túlka á milli tækni og viðskipta. „Við þurfum einnig viðskiptafræðimenntað fólk, hag- fræðinga, forritara og hönnuði svo eitthvað sé nefnt.“ En hvaða breytingu hefur þessi stafræna bylting í för með sér fyrir okkur? „Almenningur mun öðlast miklu áhugaverð- ari upplifun í framtíðinni, þar sem þjón- ustustig er alltaf að hækka og upplifun við- skiptavinarins að skipta meira og meira máli.“ Hann segist ekki vita hvernig mennt- un verði hagað í framtíðinni, enda sæki sér margir hæfni í gegnum netið án þess að greiða fyrir gráðuna í þekktum háskólum eins og tíðkast hefur. „Khan Aca- demy, Udemy, Coursera og fleiri síður kenna fólki færni án þess að selja þér gráðuna. Þú getur lært að forrita og öðlast marg- víslega hæfni með þessum hætti. Þegar kemur að Ko- libri erum við með bæði sjálf- lært fólk en einnig menntað fólk með ýmist meistara- eða doktorsgráðu. Sjálflærði hóp- urinn er í miklum minnihluta, en fyrirtækið þarf í framtíðinni að taka afstöðu til þessa eins og annars sem við stöndum frammi fyrir. Veljum við hæfasta fólkið eða fólkið með bestu mennt- unina? Fer þetta tvennt alltaf saman?“ spyr hann að lokum. Breytingar þær og áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir vegna fjórðu iðnbyltingarinnar eru Ívari Þorsteinssyni hjá Kólibrí hugleiknar. Hann segir gagnagreinendur í lykilstöðu hvað varðar tækifæri í framtíðinni. Nýsköpunarfélagi í breytingum Morgunblaðið/Hanna Upplifun „Almenningur mun öðlast miklu áhugaverðari upplifun í framtíðinni, þar sem þjónustustig er alltaf að hækka og upplifun viðskiptavinarins að skipta meira og meira máli,“ segir Ívar um breytingar í kjölfar stafrænu byltingarinnar. Landsmennt Styrkur þinn til náms Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is Kennsla hefst 8. janúar Skipholt - Kópavogur - Grafarvogur Allur aldur frá 2ja ára Nýtt Jazzball ett Pilates Silfur sv anir fyrir 65 á ra+ Skipholt 50c Nú einnig í Kópavogi og Grafarvogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.